Vísir - 09.08.1962, Síða 13

Vísir - 09.08.1962, Síða 13
Fimmtudagur 9. ágúst 1962. V'SiR 13 slenzkar bókmenn- tir að fornu og nýju ritdómur Richards Beck um bókmenntasögu Stefáns Einarssonar, sem birtist í Lögbergi Eins og kunnugt er, kom út í Bandaríkjunum haustið 1957 Saga íslenzkra bókmennta frá upphafi og fram til ársins 1955 (A History of Icelandic Litera- ture) eftir dr. Stefán Einarsson, prófessor í norrænum fræðum við Johns Hopkins háskólan’n í Baltimore. Var það mikið rit að vöxtum og fróðlegt að sama skapi, enda var þar um að ræða fyrsta ítarlegt heildaryfirlit ís- lenzkra bókmennta á ensku. Hlaut bók þessi góða dóma og hefir tvisvar verið endurprent- uð. Nú hefur höf. snúið þessu riti sínu á íslenzku, breytt því að nokkru og aukið, og kom það, undir heitinu íslenzk bók- menntasaga 874-1960, út á veg- um Snæbjörn Jónsson and Company h.f. i Reykjavík snemma á síðastliðnu hausti. Er það mikil bók að vöxtum, 519 bis., að meðtöldum ítarlegum bóka- og nafnaskrám, og vönd- uð að ytra frágangi. Dr. Stefán Einarsson hefir sannariega færzt mikið í fang með ritun og þýðingu þessa verks, því að þetta er fyrsta samfelld saga íslenzkra bók- mennta frá byrjun þeirra og fram á vora daga, sem út hefir komið á ísienzka tungu. 'Mjög mikíð og merkilegt hefir vitan- lega verið um þetta efni ritað áður bæði af íslenzkum og er- iendur fræðimönnum, sem höf. vitnar til og styðst við, en um nýjustu bókmenntirnar sérstak- lega hefir hann drjúgum orðið að fara sinna ferða. í inngangi bókarinnar gerir dr. Stefán skilmerkiiega og góða grein fyrir uppruna ís- lenzkra bókmennta. Fyrri hluti verksins fjallar síðan ítarlega um allar greinar fornbókmennta vorra ogsíðmiðalda ,í bundnu og óbundnu máli, og eru því mikla efni gerð ágæt skil. Kafl- inn um veraldlegan kveðskap (1550-1750) er einnig bæði ítar- legur og fróðlegur, en andlegur kveðskapur tímabilsins kemur þar óhjákvæmilega eigi síður við sögu en hinn veraldlegi, og er fyrirsögn kaflans því eigi sem heppilegast valin. „Upplýsing eða ný-klassík 1750-1830“ er næst á blaði. Er sá kafli góð lýsing á því tímabili íslenzkra bókmennta og menn- ingarbrag þess, en þar ber hæst skáldin Eggert Ólafsson og séra Jón Þorláksson. Næsti kafli „Þjóðrækni og rómantík 1830- 1874“ er einnig vel samin og hinn fróðlegasti, en þar gerir höf., meðal annars, glögga grein fyrir hinum erlendu áhrifum og lýsir síðan andlegum leiðtogum og öndvegisskáldum þess merki- lega tímabils í sögu þjóðar vorr- ar og bókmennta hennar. Um meðferð einstakra höfunda get- ur eðlilega í þessum kafla, sem annars staðar í svo yfirgrips- miklu verki, orðið nokkur skoð- anamunur. Full ástæða sýnist mér t. d. hefði verið til þess að geta frekar en gert er hér sálma skáldanna séra Helga Hálfdanar- sonar og dr. Valdimars Briem. Björn Gunnlaugsson hefði einn- ig átt nokkuð ítarlegri umsögn skiiið. Næsti kafli bókarinnar, „Raun sæisstefna til ný-rómantíkur 1874-1918“, tekur yfir umbrota- og gróðurríkt tímabil í bókmennt um vorum. En hér á höf. hægara um vik með frásögnina, því að bæði hafa hann og aðrir ritað ítarlega um þetta tímabil, enda hefir hann sýnilega fært sér það vel í nyt. Er kafli þessi skilmerki lega saminn, og mikinn fróðleik þar að fina um bókmennta- strauma, menningarmál, og hin mörgu skáld og rithöfunda, sem þar koma til sögunnar.. Lýsingin á .þeim verkum þeirra er yfir- leitt bæði sanngjörn og rétt, eins langt og hún nær, þótt deila megi um einstök atriði. Ekki get ég t. d. fallizt á það, að taeki færisljóð, hátíðarljóð og kímni- kvæði Þorsteins Gíslasonar hafi ekki verið „mjög mikils virði“, því að þau eru einmitt iöngum prýðisvel ort, eða svo fannst dr. Ágústi H. Bjarnasyni og fleirum. Þá finnst mér skáldskap Guð- mundar Friðjónssonar vart gerð þau skil, sem rök standa til. En jafnframt skal það játað, að hlut fallið milli einstakra höfunda í slíku riti getur alltaf orðið álita- mál. Kemur nú að samtímanum og nefnist næsti kafli bókarinnar „Erfðir og nýmæli milli styrj- . alda, 1918-1940“. Má svipað um hann segja og kaflann næsta á undan, hann er greinagott og næsta ítarlegt yfirlit, og ber frekara vitni þeirri viðleitni höf. að vera sem réttdæmastur í um- sögnum sínum og mati á skáld- unum. Þó finnst mér t. d., að Elinborg Lárusdóttir skáldkona hefði átt ítarlegri meðferð skil- ið, jafn merkilegar bækur og hún hefir skrifað. Sama máli gegnir um Sigurð Guðmundsson skólameistara, þótt hans sé að vísu dálítið ítarlegar getið. Jafnframt skal á það bent, að inn í umræddan kafla hefir rétti lega verið bætt við sérstökum umsögnum um þá Jónas Jóns- son frá Hriflu, Helga Hjörvar, Nristján Albertsson, dr. Einar Ól. Sveinsson og Kristin E. Andrésson, sem eigi var fjallað um sérstaklega í ensku útgáfu ritsins. Hins vegar er helzta sálmaskáldi samtíðarinnar, Valdimar V. Snævarr skóla- stjóra, að engu getið. Loks er sjálfúr samtíminn. „Eft ir aðra heimsstyrjöld, 1940- 1960“, og þá vandast málið, enda tel ég þann kaflann, að mörgu leyti, lakasta hluta bók- arinnar. Ekki svo að skilja, að þar sé eigi mikinn fróðleik að finna og margt rétt og vel at- hugað. Sá kafli, sérstaklega upp talning skálda, sagnaskálda og leikritaskálda, 1940-1960, á þó að mínu áliti drjúgum meiri bók fræðilegt en bókmenntasögulegt gildi, en hann er miklu lengri en hliðstæði kaflinn í hinni upp- runalegu útgáfu bókarinnar, sem eykur á fróðleiksgildi hans. Annars eru þessir ungu samtíma rithöfundar, ekki sízt Ijóðskáld- in, svo óráðnir, að eigi verður neinn fuilnaðardómur lagður á verk þeirra, og of nærri manni til þess. Sumum er einnig með öllu sleppt, sem eins mikil á- stæða hefði verið að nefna og ýmsa þá, sem hér eru taldir. Þá virðist mér sem þessi skáld hefðu átt ítarlegri umsögn skil- ið: Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum, Karl ísfeld, Heiðrekur Guðmundsson og Gunnar Dal. Kaflinn um vestur-íslenzk skáld er fróðlegur og þakkar- verður. En eins og ég benti á f umsögn minni um upprunalegu útgáfu bókarinnar á enskunni, hefðu þar átt heima sérstakar umsagnir um skáldin Magnús Markússon, Jón Runólfsson, og þá bræður Kristján og Pál Páls- syni, sem hér er eigi að neinu getið, og svo er raunar um fleiri vestur-íslenzk skáld. Af íslenzk- um höfundum í óbundnu máli vestan hafs hefði einnig verið verðugt að geta dr. Jóhannesar P. Pálssonar sérstaklega. Fleira er það í þessum kafla, sem ég er ekki algerlega ánægður með, t. d. hefði átt að nefna yfirgrips- miklar og ósjaldan mjög prýði- legar ljóðaþýðingar dr. Sigurðar J. Jóhannessonar í umsögninni um hann. Bókaskráin er stórum aukin frá þvf, sem hún var uppruna- lega, og er að henni góður feng- ur, má hið sama segja um nafna skrána. Þá er það mikill kostur á þess .arL mildu bók, hve læsileg hún ' ér' og 'aðgengileg frá þvf sjónar miði, enda víða mjög hressilega skrifuð. Hinu er ekki að leyna, að á málinu eru miklu meiri hnökrar en ég hefði búizt við, og ekki ávallt eins smekklega að orði komizt og æskilegt hefði verið í slfku riti. En hvað sem lfður þeim og örðum aðfinnslum, þá hefir dr. Stefán Einarsson með þessari bókmenntasögu sinni unnið mik ið og þarft verk, sem þakka ber og meta að verðíeikum. Bókin er tileinkuð dr. Sigurði Norðdal f tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli hans 14. september 1961, en þeim snillingi eiga allir, sem við íslenzk fræði fást, ómetan- lega skuld að gjalda. TELSTARc Framh. af bls. 9. fram yfir hafið um 600 símtöl. Og fyrsta Symcom gervitunglið á að hafa tæki til að endur- senda þúsund sarrltöl og sending ar samtímis. Spurningin er þvf hvort nokkur slík gervitungl muni ekki ryðja úr vegi flestum hinum kostnaðarsömu sæsfma- línum. Það verður aðeins eitt óþægi- legt við §ímtöl gegnum Syncom gervitungl. Fjarlægðin sem radiobylgjurnar berast er svo mikil, að þær verða 3/100 hluta úr sekúndu að berast til endur varpsstöðvarinnar og aftur til jarðar. Þetta þýðir að óhjá- kvæmilega verður örstutt bil, frá því símnotandinn öðru meg in hefur lokið setningu og þar til hinn hefur heyrt hana alla og getur svarað. Þetta er dálítið óþægilegt í samræðum, þar sem við erum vön að grípa setningar viðræðumanns á lofti og svara um hæl. Samkeppnin er þegar hafin milli þriggja voldugra fyrir- tækja. Ur þeirri samkeppni CUTEX-naglalakk CUTEX-remover CUTICLE-remover (naglabandaeyðir) Pappa-naglaþjalir Qrange-pinnar SNYRTIVORUBUÐIN LAUGAVEGl 76 . Sími 12275 Prófarkalesari. Dagblaðið Vísir óskar eftir prófarkalesara. Staðgóð kunnátta í íslenzku áskilin. Vinnu- tími aðallega á morgnana. — Upplýsingar í síma 1-16-60. Blaðamennska. Dagblaðið VíSir vill ráða fréttamann til starfa á ritstjórn blaðsins. Æskilegt að viðkomandi hafi nokkra starfsreynslu að baki. Umsóknir sendist framkv.stjóra Vísis, Laugavegi 178. Rafvirkjameistarar Duglegur og reglusamur 17 ára piltur utan af landi óskar að komast að sem nemi í rafvirkjun. Uppl. í síma 24645. Verkamenn 1 Verkamenn óskast, löng vinna. VERK h.f., Laugavegi 105, sími 11380 Til sölu. 3ja herbergja kjallaraíbúð til sölu á góðum stað í bænum. 3 stórar stofur bað sér hiti sér inngangur. Tvöfalt gler. íbúðin er mjög sólrík. Ræktuð og girt lóð. Laus nú þegar. — Sími 18059. vænta menn þess að fáist fyrr en varir fullkomið alheims-sjón varp. Á meðan vita íslendingar ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga í stofnun íslenzks sjón- varps. OLLENHAUER.... Framh af 6. síðu Þýzkalands situr maður, sem gjörþekkir mál Norðurlanda og er að mörgu Norðurlanda- maður í hugarfari og lífssjón. Slíkur maður er Willy Brandt. Hann er kvæntur norskri konu, hverfur iðulega aftur heim til Noregs í sumar- leyfum og heldur miklu sam- bandi við sfna fyrri félaga. Gengi í heimsstjórnmálunum er meira komið undir persónu- legum kynnum og samböndum en margan grunar. Því er nokk- urs virði að eiga hauk í horni í kanzlarahöllinni f Bonn. i il < I / ' I < lj

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.