Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. ágúst 1962. VÍSIR 7 Þetta er „hulstur“-Hnan hjá St. Laurent. Jakkinn er síður, hulstur- eða súlulagaður. Pils ið í öðrum lit. Sýningarsalurinn glumdi við af lófataki og húrrahrópum. Hinn ungi tízkukóngur Yves St. Laurent, sem áður starfaði hjá tízkuhúsinu Dior hélt nú sýningu í annað skipti undir eigin nafni og það var sam- dóma álit allra við- staddra að hann væri á uppleið. Tízkusýningin gaf til kynna hina miklu hugmyndarauðgi hans og sköpunargáfu. Litir og efnisval voru eins og alltaf áður framúrskarandi hjá St. Laurent. Algengast er að hann notar tvo liti saman í klæðnaði og fær úr þeim falleg- an samleik. Hann færir pilsfaldinn nú nið ur fyrir hné og hefur hann þann ig síðari en öll hin tízkuhúsin. Tízkufréttaritari New York Times, Carrie Donovan sagði meira að segja eftir sýninguna, að St. Laurent bæri höfuð og herðar yfir alla aðra tízkuteikn ara Parísar og það er sjaldgæft Hér sést St. Laurent í hópi aðdáenda sinna með sigurbros a brá eftir hina vel heppnuðu sýningu. Eftír tízkusýninguna vnr sugt: Sl Laurent ber höfuð og herðar yfír alla tízkukónga Á þessa tízkusýningu, sem var haldin í húsi St. Laurent í Rue Spontini kom m.a. Lee Radzwili systir Jacqueline for- setafrúar Bandaríkjanna. Hún hefur sótt flestar tízkusýning- arnar, sem fréttaritari tímarits- ins Vogue í Bandaríkjunum. — Hún lét í Ijósi að sér hefði líkað sérstaklega vel við sýningu St. Laurent og gaf í skyn, að hún og systir hennar, forsetafrúin myndu flytja viðskipti sín frá Givenchy-tízkuhúsinu til hans. Yrði það geysileg auglýsing og myndi tryggja hag hins unga tízkukonúngs. Sérstök ástæða var annars fyrir því. Ree Radziwil og frú Kennedy hafa í mörg ár skipt við Givenchy. En þegar Lee óskáði eftir að fá að sjá sýn- ingu hjá því tízkuhúsi var henni neitað um það, þar sem hún væri blaðamaður, en Givenchy kvaðst ekki vilja að neinar frétt ir bærust út um tízku sína fyrr en mánuði eftir sýningu. Þessu reiddist Lee Radziwil mjög og stafar hótun hennar að flytja viðskiptin yfir til St. Laur ent af þeirri reiði. að fréttamenn þess virðulega blaðs grípi til svo sterkra orða. Þegar St. Laurent opnaði sína sýningu voru öll stóru tízkuhús in nema Givenchy Balenciaga búin að halda sýningar, svo ó- líklegt var að álit Donovans myndi mikið breytast. uíno rrimonYJ8 T ' A r- r * * (M-/ Vi ■; Útlinur á klæðnaði St. Laur- ents er líkur aðalstraumnum í Parísartízkunni. Fatnaðurinn er yfirleitt sívalur og gefur granna og langa svipmynd líkamans. Þetta kom fram í blússum, sem voru sniðnar líkt og skyrtur, í dröktum, sem voru aðsniðnar og með mjög síðum jökkum og í kápum sem líkjast mjóum súl- um. En hjá St. Laurent sjást líka fallegar bogadregnar línur. Þar voru víðar kápur með breiðum herðum, en teknar inn í mittið og með lítillega stoppuðum mjöðmum. Síðir þröngir kjólar voru með klaufum upp að hnjám og þeim og fjaðraskúfar sem líktust stór um boltum. Sumir kjólarnir minntu jafnvel á kjólana sem sjást á málverkum Toulause Lautrec. Tízkusýningin var vissulega sætur sigur fyrir St. Laurent. Allir þekkja nú orðið sögu hans. Þegar Christinan Dior stofnandi tízkuhússins lézt var þessum kornunga manni, undir tvítugt, falið að taka við stjórn tízkuhússins. Hann stóð sig mjög vel og varð brátt heims- fraégur. En síðan var hann kall aður til að gegna herþjónustu og átti hann þá ekki afturkvæmt til Dior. Keppinautur háns Marc Bohan hafði tekið við. í fyrra opnaði St. Laurent síðan fyrstu tízkusýninguna undir eigin nafni. Það þótti þá voru æri misjafnar. Sumir hófu hann upp til skýjanna. Aðr ir töldu tilraunina hafa mistek- izt. leg. En að þessu sinni túlkuðu fötin góðar og skynsamlegar hugmyndir í smekkelgum fatn- aði. Nú hefur það einnig komið í ljós, að hinir síðu draktarjakk- ar og mittisgrönnu kjólar frá vorsýningu hans hafa haft mjög mikil áhrif á hin tízkuhúsin og hefur hann þannig haldið for ustuhlutverki. En nú eru allir samdóma um að hann sé á leið upp í æðsta set tízkukonunganna, meira að segja sum ensku blöðin ,sem helzt gagnrýndu hann í fyrra. Þar heyrist ekki nein rödd, sem mælir móti honum. I fyrra var St. Laurent m.a. gagnrýndur fyrir það að mörg tízkuföt hans væru of leikbrúðu Dragt fra tízkuhúsinu Chanei

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.