Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 8
VISIR Fimmtudagur 9. ágúst 1962. r Otgetandi: Blaöaútgátan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi I 8. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. —■ Sími 11660 (5 Unurj. Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. ----------------------------------------------------J Gjaldeyrisforði myndasi Enn eitt dæmið um það, hve viðreisnin hefir tek- izt vel, er hin aukna gjaldeyriseign bankanna. í lok maí var gjaldeyriseignin samtals 963 millj. króna og hafði hún þá batnað um 813 millj. króna frá sama tíma á síðasta ári. Sýna þessar tölur hve mjög hefir safnazt í varasjóði þjóðarinnar í erlendu fé og um leið hve mjög hefir tekizt að treysta fjármál Iandsins. Gjaldeyriseign bankanna er eitt mikilvægasta f jár- málaatriðið í ríkisbúskapnum. Hún er undirstaða láns- trausts þjóðarinnar út á við og jafnframt mikilvæg- ur forði, sem af má taka ef óvænt skakkaföll koma íyrir, aflabrestur og annað slíkt. Samsvarar sú gjald- eyriseign, sem nú er fyrir hendi í landinu þriggja mán- aða innflutningi og er það talið lágmark á þessu sviði. Hér hefir orðið mikil og hagstæð breyting á, sem á fleiri sviðum fjármálalífsins. Áður en viðreisnin hófst voru gjaldeyrissjóðimir tómir og lánstraustið varla finnanlegt. Það verður að kappkosta á næstu misserum að viðhalda þeirri gjaldeyriseign, sem nú er um að ræða með viturlegum fjármálaráðstöfunum. Að hverfa aft- ur til kreppustefnu eysteinskunnar væri fjárhagslegt sjálfsmorð. Reknir úr göngunni Blöðin hafa birt fregnir af því að 9 íslendingar hafi verið reknir úr hópgöngunni á heimsmótinu í Helsingfors, og til nokkurra átaka hafi komið við stjórn mótsins. Hver var ástæða átakanna og brott- reksturs fslendinganna? Hún var sú, að þeir höfðu gert sér kröfuspjöld, sem á voru letruð mótmæli gegn kjarnorkusprenging- um austurs og vesturs. Það var þeirra glæpur. Móts- stjórnin þoldi ekki að hinum nýbyrjuðu kjarnorku- sprengingum Sovétríkjanna væri mótmælt. Það var guðlast og óhæfa hin mesta. Aðeins mátti mótmæla sprengingum kapitalistanna í Wall Street. Þetta litla atvik sýnir, hver heilindi búa að baki hinum svokölluðu „heimsmótum“. Þau eru ekki ann- að en skálkaskjól kommúnista, áróðursbragð þeirra. En sjaldan eða aldrei hefir hinn sanni hugur forstjóra þessara skrautsýninga komið jafn vel í ljós sem í þessu litla atviki. Andarungi sökudólgurinn Margir voru orðnir óþolinmóðir, er bið varð á því, að niðurstaða fengizt í taugaveikibróðurmálinu. Það er liðið á þriðja mánuð síðan veikin kom upp og þar til nú um helgina vissi enginn hvaðan hún stafaði. Nú er orsökin fundin, og fannst hún í andabúi á Vatnsleysuströnd. Á engan hátt er unnt að telja að forsvarsmenn búsins hafi tafið málið. Búið hefir í mörg ár verið undir ströngu heilbrigðiseftirliti yfir- dýralæknis og nú hefir eigandinn sjálfur ákveðið að leggja búið niður og slátra fiðurfénu. Verður þar með talið að komizt hafi verið fyrir veikina og hún kveð- niður. - Illllilil 111111 wmrnrn ':'i .i: ■■ Telstar og Syncom ]\/Tr. Frederick Kappel var iT‘l' mjög ánægður. Hann hafði líka ástæðu til að vera það. í fyrsta lagi er mjög ánægjulegt að vera framkvæmdastjóri jafn öflugs og vaxandi fyrirtækis og „Ameríska síma og ritsímafé- lagsins" AT & T eins og það er skammstafað dags daglega, stærsta símafélags Bandaríkj- anna, sem ræður m. a. yfir Bell símaverksmiðjunum, Og í öðru lagi var Mr. Kapp- el svo hamingjusamur að það var andlitssvipur hans sem birtist fyrst á sjónvarpstækjun- um í Evrópu, þegar fyrsta til- raunin var gerð til að senda sjónvarpsmyndir yfir Atlants- hafið með hjálp gervihnattar- ins Telstar. Árið 1960, lagði Kappel fram tillögur sínar fyrir þáver- andi stjórn Eisenhowers. Hann bað bandarísk yfirvöld um að sjá um að skjóta á loft gervi- tungli af sérstakri gerð, sem Bell símafélagið myndi smíða, og myndi gera það kleift að endurvarpa sjónvarpi yfir At- lantshafið. Eisenhower varð svo hrifinn af þessari hugmynd, að hann samþykkti þetta við- stöðulaust, rétt áður en hann varð að afhenda Kennedy völdin. Við stjómarskiptin í Banda- ríkjunum óttuðust menn þó að hugmyndin yrði að engu. Nýi forsetinn krafðist skýrslna um málið. Hann grunaði að Eisen- hower hefði verið þarna að ívilna einu símafélagi mjög á kostnað annarra. Hvað myndi þetta einkafyrirtæki græða mikið bæði f fjármunum og á- liti við það að geimrannsóknar- stofnun Bandaríkjanna skyti gervitungli þess á loft. Eftir að stjórn Kenrfedys hafði íhugað málið vandlega ákvað hún þó að standa við samninga Eisen- howers. Tjótt útlitið hefði verið óvíst um tíma hafði Bell-símafé- lagið haldið áfram af fullum krafti að smíða gervitungl sam- kvæmt hugmynd Kappels. Þeir höfðu meira að segja gefið því nafn, það skyldi heita Telstar. Vegna framsýni þessara manna gerðist það nú á miðju ári 1962, að þessi merkilega nýjung var frámkvæmd. Fyrsta 'gervitungl af Telstar-gerð var tilbúið og því var skotið á loft. Telstar tekur raforku frá sól- argeislunum og er nú orðinn endurvarpsstöð fyrir sjónvarp, sem opnar nýja möguleika. Cjónvarpsbylgjumar geta að- eins farið beina línu og vegna þess er langdrægi sjón- varpsins takmarkað mjög af hnattlögun jarðarinnar. Auðséð er því að viðhorfin gerbreytast, þegar endurvarpsstöð hefur verið komið fyrir uppi í háloft- unum, sem getur sent sjón- varpsefnið til fjarlægra landa. Þannig var hugmynd Kappels. Aðeins var eftir að framkvæma hana. Það var gert 10. júli s.l. Telstar var skotið á Ioft með eldflaug frá Canaveralhöfða kl. 9.35 um morguninn og kostaði þetta eina geimskot inn 3 milljónir dollara. Verður Bell- félagið síðar að endurgreiða geimrannsóknarstofnun Banda- ríkjanna þann kostnað. Áður en þetta gerðist hafði geysisterkri og umfangsmikilli sendistöð og móttökustöð verið komið upp við bæinn Andover í Mainefylki austast í Bandaríkj- unum. Evrópumegin reis upp mikil og afbrýðissöm samkeppni milli Breta og Frakka, en Banda ríkjamenn áttu samstarf milli Breta og Frakka, en Banda- ríkjamenn áttu samstarf við báða um þessa framkvæmd. Samskonar sendi og hlustunar- stöðvum var komið upp i Goonhilly á suðurströnd Eng- lands og við Lannion á Bre- tagneskaga í Frakklandi. Stöðvar þessar eru mjög viðamiklar og kostaði smíði þeirra tugmilljónir dollara. Stærsta tækið í þeim er risa- stór radarskermur sem ætlaður er til að taka á móti hinum daufu sjónvarpsbylgjum frá Telstar, magna þær og senda inn í sjónvarpskerfi landanna. Andrúmsloftið í sendistöðv- unum beggja megin hafsins •v Til þess að taka á móti sjónvarpsbylgjuntim f:á Telstar þurfti að byggja voldugar móttöku- stöðvar í Bretlandi, sem kostuðu milljónir dollara. Þetta er hinn stóri móttökuskermur í Goonhilly í Suður-Englandi. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.