Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. ágúst 1962. V’SIR Arsafmæli Ber- línarmúrsins Fréttamenn voru kynntir nú í vikunni fyrir 4 jafnaðarmönnum frá Berlín, sem allir eiga sæti í borgarstjórninni. Einn þeirra á sæti í senatinu. Þessir Berlínar- búar eru hingað komnir á vegum Alþýðuflokksins og tilefnið er, að í þessum mánuði er ár liðið frá því að austur-þýzku kommúnist- arnir reistu múrinn á borgarmörk- unum. Formaður sendinefndarinnar, dr. Walther, hafði einkum orð fyrir henni, og svaraði skiimerkilega öll um fyrirspurnum, sem fram voru bornar eftir að hann hafði ávarp- i- og foúvéðasalan VÖRUBÍLAR: Mercedes-Benz ’61 Vovo 19551 Chevrolet 1959. í fyrsta flokks ástandi. Ford ’55, úrvalsbíll. Chevrolet ’55. Volvo ’47, nýskoðaður. FÓLKSBÍLAR: Volkswagen '55-62. Opel Caravan. Opel Reckord . JEPPAR: Landrover ’62, sem nýr bíll. Willys Jeppar '42-’55. Rússa Jeppar. Weaponar. Bíla- og búvélasalan við Miklatorg. Sími 2-31-36. að fréttamennina. Hann kvað þá hiiígað komna til þe#ss að kynnast landi og þjóð og til þess að kynna Vestur-Berlín og sjónarmið Vest- ur-Berlínar. Hann kvað alla nefnd- armenn starfsmenn jafnaðarmanna flokksins og alla þátttakendur I stjórnmálastarfi, og vildu þeir kynnast hér landinu frá öllum hlið um, efnahagslegum .stjórnmálaleg um og ekki sízt menningarlegum, og að sjálfsögðu þætti þeim fróð- legt, að gera hér samanburð, þar sem ísland væri eitt elzta Iýðræð- isríkið og lýðræðið niönnum í blóð borið, en það sem verið er að verja í Vestur-Berlín er „lýðræði okkar, sem reynt er að taka frá okkur“. Hann kvað það höfuðmark mið jafnaðarmanna við forystu Willy Brandts borgarstjóra að losna við múrinn og tryggja frjálsar samgöngur. Nokkuð hefði dregið úr samgöngum eftir að múr inn var reistur, en ferðamanna- straumurinn hefði aftur aukizt, og f fremstu röð væru Bandaríkja- menn, Svíar og Danir. Nefndarmenn töldu sér friðar- samninga Sovétríkjanna við Aust- ur-Þýzkaland, ef gerðir yrðu, ekki hafa raunverulegt gildi, Þar semdi Krúsev raunverulega við sjálfan sig. Þeir kváðu stefnuna til lausn- ar vandamálum Berlínar og V-Þ. studda af Vesturveldunum vera, að stofnað yrði til frjálsra kosn- inga, en þeim hafna kommúnistar af því að þeim er Ijóst, að þá mundi kommúnistisku skipulagi og stjórnarfari hafnað af öllum. Gestimlr, taldir frá vinstri: Gehrke, dr. Reichard, dr. Walter og Goldberg. Sýkill taugaveikibróður getur leynzt i svartbökum t 1 næsta mánuði munu öll sjón- varpsfélög f heimi taka þátt í sýn- ingu á sjónvarpstækjum, sem efnt verður til f Lyon í Frakklandi. Eins og tilkynnt var í gær hefur nú verið komizt fyrir uppruna taugaveikibróðurins sem gengið hefur að undanförnu. Vísir átti stutt samtal við Pál A. Pálsson yfirlýralækni í morgun og spurði, hvort nokkuð væri vitað, hvaðan sýlcill hefði komið í andarungana í Minni Vatnsleysu. Hann sagði, að það væri ekki vitað. Fyrir nokkrum árum kom veikin upp 4 Bakka á Seltjamar- nesi, en þar fór á sömu leið að aldrei upplýstist hvaðan sjúkdóm- urinn hafði komið þangað. Líklegast er, sagði yfirdýralækn- ir, að sýkillinn lifi í rottum eða mávum, sem halda sig við klóök í sjávarmálinu og að þeir verði krónískir smitberar. Talsverður fjöldi af rottum hefur verið rannsakaður, en ekkert fund- izt í þeim. Til þess að árangurs væri að vænta þyrfti að rannsaka miklu fleiri dýr, kannski þúsund rottur og þúsund máva. — Lítið þér þá svo á, að svart- bakarnir niðri við höfnina og fisk- vinnslustöðvarnar geti verið eins varasamir frá heilbrigðissjónarmiði og rottur? — Já, það held ég að óhætt sé að segja. Þeir liggja í klóökkum og drita síðan út um allt. Einnig er hugsanlegt að sýkillinn gæti bor- izt með erlendu fóðri svo sem alfa- alfa. , — Annars vildi ég benda á að hér heima á íslandi hefur verið gert miklu meira veður út af þess- um faraldri en erlendis. Þar er þetta orðið svo hversdagslegt. I Danmörku er t.d. talið að milli 5 og 10% af anda- og gæsabúum séu með Sálmonellu sýkla, en eng ar opinberar ráðstafanir gerðar til útrýmingar, nema ef faraldur kem ur upp. Þar er talið að faraldur- inn komi upp vegna óhappa, t.d. vegna ógætilegrar meðferðar á eggjum. Eru þar í gildi strangari öryggisráðstafanir um meðferð anda- og gæsareggja, t.d. er þar bannað að nota þau í vinnsluvör- Sjöfug í dag: Gróa Pétursdóttir horgarfiilStrúi Gróa Pétursdóttir. Frú Gróa Pétursdóttir, ein þekkt asta kona Reykjavíkur og borgar- fulltrúi um árabil, er sjötíu ára í dag. Frú Gróa er ein af þeim konum, serri vill vera sístarfandi að þeim málum, sem hún hefir tekið ást- fótri við, og er starf hennar í þágu Kvennadeildar Slysavarnafélags Islands hér í Reykjavík bezta dæmi þess. Sem sjómannskonu hefir henni \»afalaust fundizt, að hún ætti að leggja lóð sitt á vogar- skálina til að auka öryggi á sjón- um, og það er einmitt mjög að þakjka dugnaði slíkra kvenna, hversu vel slysavarnamálum er komið á landi hér. Mættu margar fleiri fara að hennar dæmi, því að hún hefir aldrei talið eftir sér þær stundir, sem hún hefir varið í þágu þessa mannúðarmáls. Kemur það gleggst fram í því, að hún hefir nú verið í stjórn KSVFÍ í hartnær aldarfjórðung, eða frá 1939, þegar hún var fyrst kjörin í stjórnina, og lætur engan bilbug á sér finna, þótt árin sé eitthvað farin áð færast yfir hana, því að frá andláti frú Guðrúnar Jónasson, er stýrði fé- Iaginu af röggsemi árum saman, hefir Gróa verið formaður. Vita allir, að það var enginn hægðar- leikur að taka við að frú Guðrúnu, en frú Gróa hefir sýnt, að hún gat það með prýði. Einnig hefir hún verið ötul í starfi í þágu Sjálf- stæðiskvennafélagsins Hvatar. Þá hefir frú Gróa einnig gefið sér tóm til að sinna öðrum áhuga- málum, nefnilega í þágu Reykja- víkurborgar, því að hún var fyrst kjörin í bæjarstjórn 1954, en varð varafulltrúi 1958, og var svo end- urkjörin í maí sl. Geir Hallgríms- son segir í afmæliskveðju til frú Gróu í Morgunblaðinu í morgun: „I öllum störfum frú Gróu kemur fram óbilandi dugnaður, ósér- hlífni og smitandi fjör, svo að afar- ánægjulegt er með henni að vinna.“ Munu allir kunnugir taka undir það, er þeir senda henni af- mæliskveðjur í dag. Frú Gróa er gift Nikulási Jóns- syni skipstjóra, og eiga þau þrjá syni og fósturdóttur. Hvaíarferð Á mánudaginn ætlar Sjálfstæðis- kvennafélagið Hvöt að efna til hinn ar árlegu þriggja daga skemmti- ferðar undir fararstjóm Maríu Maack. Þá á að leggja af stað frá Sjálf- síæðishúsinu kl. 8,30 um morgun- inn og er förinni stefnt austur i Skaftafellssýslu. Farið verður fyrst að Kirkjubæjarklaustri og gist þar. A þriðjudaginn verður hin fagra sveit síðan skoðuð og m.a. komið í bænhúsið á Núpsstað. SRfcrf Náestu nótt verður gist í Vík í Mýrdal. Haldið verður heim á leið á miðvikudagsmorgun með við- komu í Dyrhólaey og í Skógum undir Eyjafjöllum. Sveitirnar sem farið er um eru auðugar af náttúrufegurð. Hvatar- ferðirnar hafa alltaf verið fjölmenn ar. I fyrra var farið í Landmanna- laugar. Tóku 52 konur þátt í þeirri för og varð hún eins og fyrri Hvat- ar-ferðir ógleymanleg. rkt Allar upplýsingar og farmiðar fást hjá þessum konum: María Maack, Þingholtsstræti 25, Ásta Guðjónsdóttir, Tómasarhaga 24, sími 14252, Kristín Magnúsdóttir, Hellustundi 7, sími 15768 og Guð- rún Ölafsdóttir, Veghúsastíg 1, sími 15092. Tvær hurðir sprengdarupp Innbrot var framið í nótt í tvær skrifstofur í Austurstræti 12 og voru hurðirnar að báðum skrif- stofunum sprengdar upp. Eftirtekjan var þó ekki í hlutfalli við erfiðið, því litlu sem engu hafði verið stolið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.