Vísir - 09.08.1962, Side 4

Vísir - 09.08.1962, Side 4
4 VISIR jyAWWA’AV.V.V.V.'AV.V.V.V.W.W.V/.'.'.'W.V.’.V.'.’.V.’.V.V.W.WAWAV.'.VAV.V.'AVW-VA Islenzka kirkjufélagið 1 Vesturheimi lagt niður Fimmtudagur 9. ágúst 1962. 5 i i Kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi, sem nú hefur starfað í 77 ár sam fleytt verður lagt niður á þessu ári og verður það héðan í frá samein- að Lúthersku kirkjunni í Ameríku og undir henn- ar yfirstjórn. Þörf ís- lenzku safnaðanna vest- an hafs fyrir íslenzka presta og íslenzkar guð- þjónustur er smám sam- an að hverfa úr sögunni, og þar sem áður hafa þjónað íslenzkir prestar áratugum saman verða eftirleiðis ráðnir ame- rískir og enskumælandi prestar, a. m. k. sums staðar. Frá þessu skýrði séra Hjalti . Guðmundsson, sem gegnt hef- | ur prestsstörfum um tæpt . þriggja ára skeið í Mountain í ) Norður-Dakota, tók þar við af • séra Ólafi Skúlasyni. — Hvernig likuðu þér prests störfin vestan hafs, séra Hjalti? — Ágætlega. Ég þjónaði þarna í stærstu íslendinga byggð, sem til er 1 Bandaríkjun- um. Mér var forvitni, áður en ég fór að heiman, að kynn- ast fólkinu þarna, þessum frændum okkar ,sem fram til þessa hafa haldið tungu sinni við og ýmsum háttum, þótt þeir byggju meðal framandi stór- þjóðar. Mér fannst það blátt áfram furðulegt, að slíkt slcyldi vera hægt. — Og þú varst ekki fyrir vonbrigðum? — Síður eh svo. Ég vissi það áður en ég fór vestur, að fólk- ið á þessum slóðum talaði eitt- hvað íslenzku, en mér kom al- gerlega á óvart hversu vel það hafði haldið tungu sinni við, og hversu almennt íslenzkan var töluð. — Ekki samt yngri kynslóð- in? — Nei, það má segja að hún sé að fullu slitin úr tengslum við tungu feðra sinna. Þess vegna verða flestar guðsþjón- ustur að fara fram á enskri tungu, enda þótt söfnuðurnir séu að mestu leyti af íslenzku bergi brotnir. Þó var það þannig, að til skamms tíma fóru flest prest- verk í Mountain og grennd fram á fslenzku, og fólk sem nú er komið um fertugt, var fermt á íslenzku. Þar hafa ís-' lenzkir prestar þjónað frá fyrstu tíð að landið byggðist fyrir um 80 árum. Fyrsti prest- urinn hét Páll Þorláksson og síðan tekið við hver af öðrum, stundum Vestur-íslendingar, en líka oft prestar að heiman. — Hvað er Mountain stórt þorp? — Það er lítið, telur eitt- hvað um 200 íbúa. íslendingar öld, og þeir eru í yfirgnæfandi meiri hluta enn í dag. íbúarnir í Mountain byggðu elztu ís- lenzku kirkjuna í Vesturheimi og gerðu það af einstökum myndarskap. Til marks um á- huga fólksins þá fyrir kirkju- byggingunni má gej;a þess að 12 bændur í sókninni veðsettu jarðir sínar til að kirkjan gæti komizt upp. Svo mikil var fórn- fýsi þeirra og þörfin á þvf að fá þetta guðshús byggt. — Þjónaðirðu fleiri söfnuð- um en þeim í Mountain? — Já, ég þjónaði sjö söfnuð- um samtals, sem voru þarna í grenndinni, m.a. í Görðum, sem er lítið þorp. Þar bjó Stephan G. um skeið, áður en hann fluttist vestur til Alberta. Svo þjónaði ég í sveitunum kring- um þessi þorp. Það var ekki ýkja langt að fara, enda varð ég að messa fjórum sinnum annan sunnudaginn og þrisvar sinnum hinn. — Messaðirðu alltaf á ensku? — Nei, stundum hélt ég fs- lenzkar guðsþjónustur fyrir notið guðsþjónustu nema hún færi fram á íslenzku. Margt eldra fólk þekkti ég líka, sem helzt talaði ekki ensku nema í brýnni nauðsyn. — Er mikill trúaráhugi hjá frændum okkar vestra? — Mjög mikill. Kirkjusókn er ágæt og fólkið tekur virkan þátt í öllu, sem fram fer og sýnir óskertan áhuga f kirkju- starfinu. Trúmálaværingar þær, sem lengi ríktu meðal lslend- inga í Vesturheimi, eru að heita má horfnar með öllu úr sög- unni. Sem dæmi um trúmálaáhug- ann má geta þess, að tvö kristi- leg æskulýðsfélög eru starfandi á þessu svæði, og starfa bæði af miklum áhuga og dugnaði. Þau halda mánaðarlega sam- komur eða fundi allt árið og þar er gaman að sjá og fylgjast með því, hvernig starfsemin fer fram. Unglingarnir sjá um allt og stjórna öllu sjálfir. Þar er flutt ýmiss konar kristilegt efni, þeir sjá um helgistund, þeir bera fram og sjá um veit- ingar, þeir fara í ýmiss konar eldra fólkið. Það óskaði eftir því, þráði- blátt áfram að heyra Guðsorð á íslenzku og mega syngja íslenzku sálmana, sem það hafði gert í æsku. Þessar íslenzku guðsþjónustur voru einkar vel sóttar og ekki sjald- gæft að fólk kæmi um 30 km veg til að hlýða á íslenzka messu. Það kom líka fyrir að ég var beðinn að jarðsyngja á íslenzku. Þá heýrðist ekki enskt orð tal- að, kórinn söng íslenzk sálma- lög og annað eftir því. — Virtist þér, að þarna væri enn til fólk, sem ekki talaði eða skildi enska tungu? — Ég hygg, að flestir hafi skilið ensku, en þó hitti ég þar fólk, sem taldi sig ekki geta leiki og að lokúm'mýfldar hóp- urinn hring, tekur höndum sam an og biður faðirvorið sameigin lega. í þessum samkomum er ævinlega mikil þátttaka. Auk þessa taka unglingarnir oft virkan þátt í guðsþjónustum í kirkjunum, flytja bænir, lesa pistil og guðspjall dagsins, syngja stundum einsöng og fleira. Áhugi þeirra er lofsverð- ur. — Heldur þetta fólk enn þá við gömlum íslenzkum siðum? — Það eimir enn þá af þeim þótt langt sé liðið frá því að fólkið fluttist burt frá íslandi. Engin jól eru haldin án þjóð- legra íslenzkra rétta, svo sem hangikjöts, lifrarpylsu, rúllu- pylsu, skyrs og pönnukaka, en UVaU UIU <6<vv/ muu. luiuiiuui^ui - % námu þar land seint á síðustu leiks. ■'WWWWðWWWWAVASWV Þessi mynd’er af kirkjunni í Görðum, en þar er ein af sjö sóknum séra Hjalta Guðmundssonar. Meðal merkra kenni manna sem þjónuðu Garðasókn voru séra Friðrik Bergmann og Magnús Jónsson prófessor, sem var þar prestur á ára- biiinu 1912—1915. Magnús er fólki vestur þar enn í dag minnisstæður sökum ræðusnilldar sinnar, gáfna og persónu- Séra Hjalti Guðmundsson þvílíkir réttir eru óþekktir með- al fólks af öðru þjóðemi. Enn þann dag f dag minnast íbúarnir bæði 2. ágúst og eins 17. júní. Þeir dagar eru tylli- dagar í lífi íbúanna og hátíð- Iegir haldnir. í Mountain er starfandi deild úr Þjóðræknis- félaginu, sem heitir Báran. For- maður Bárunnar er Guðmundur Jónasson, ættaður úr Skaga- firði. Þessi deild vinnur m.a. að undirbúningi hátíðahalda 17. júní ár hvert og þá ýmis þjóð- leg skemmtiatriði flutt. í fyrra fékk deildin leikritið „Hrólf“ eftir Sigurð sýslumann Péturs- son á segulbandi, sem Ríkis- útvarpið hafði látið taka upp. Það var flutt vestra við mik- inn fögnuð. í sumar kom Ric- hard Beck í heimsókn til Moun- tain á þjóðhátíðardaginn og flutti ræðu í kirkjunni f tilefni dagsins. Var góður rómur gerð- ur að. — Les fólkið enn þá íslenzk- ar bækur? — Gamla fólkið gerir það. Lengi fékk það bækur sendar að heiman, en nú grunar mig að það sé búið að vera. Sumir eiga þó enn allgóðan bókakost íslenzkan. Á elliheimilinu Borg f Mountain er mikið og gott safn íslenzkra bóka. Þetta elli- heimili þykir vera til mikillar fyrirmyndar fyrir rekstur sinn og aðbúnað allan við gamla fólkið og þar er alltaf full- skipað, en það rúmar 44 vist- menn. Þar eru ekki einvörð- ungu íslendingar til húsa, held- ur og fólk af öðru þjóðerni. Á elliheimilinu messaði ég ann- an hvern sunnudag og stundum á íslenzku. — Hvaða atvinnu stundar fólkið á þessum slóðum? — Það er fyrst og fremst akuryrkja, ræktar hveiti, bygg, hafra, kartöflur og sykurrófur, en flestir hafa auk þess alinaut, sem þeir selja til slátrunar. Mjólkurframleiðsla er lítil, en þó selja einstöku bændur rjóma eða mjólk. Afkoma fólks er yf- I irleitt góð og almenningur í góðum efnum. 1 fyrra varð upp- skerubrestur hjá þvf, en f sum- ar var útlitið með uppskeruna gott. Þetta er blómleg sveit og falleg og fólkið býr við flest nýtízku þægindi. — En hvernig er fólkið? — Það er eins og íslending- ar gerast beztir. Viðmót þess er hlýtt og elskulegt og gest- risni þess er ósvikin og heil. Það tekur alls hugar fegið móti Islendingum, sem að garði bera og Ijósast dæmi um það, er þegar Karlakór Reykjavíkur kom í heimsókn til Mountain haustið 1960. Kórinn hafði kom ið þangað áður, eða í söngför hans til Ameríku 1946. En nú varð mikill og einlægur fagn- aðarfundur þegar íbúarnir fengu heimsókn þessara ágætu gesta. Sama máli gegndi þegar Sigurbjörn Einarsson biskup heimsótti prestakall mitt þetta sama ár og prédikaði þar við messu. Hann vann hvers manns hug fyrir sína glæsilegu anda- gift í ræðustól og fyrir alúð- lega framkomu. Slíkir gestir eru jafnan vel þegnir meðal Vestur-lslendinga. — Langar gamla fólkið ekki heim til Islands aftur? — Ég held ekki til dValar. En marga langar að skreppa heim og skoða ættslóðirnar. Vestur-íslendingar hafa líka gert það í vaxandi mæli að fara heim nú hin síðustu árin, enda bætt aðstaða til slíkra ferðalaga frá þvf sem áður var. Nú tekur það ekki lengri tíma fyrir þá að skreppa til íslands, heldur en fyrir okkur hér í Reykjavfk að bregða okkur aust ur á land. Ferðir til Islands eru líka á mælikvarða Ame- ríkumanna ódýrar. — Hvað svo um þig sjálfan, séra Hjalti? — Hvers vegna komstu heim? — Rekka dregur föðurtúna til, segir einhvers staðar í gömlu máltæki og hið sama Framh. á 10. síðu. S i ðVVVASVmVAV.V.’.y.VAW.VMV.'.'.V.V.W.V/AViWVAmV.Wmv.VAVW.V.'.W.'.V

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.