Vísir


Vísir - 09.08.1962, Qupperneq 10

Vísir - 09.08.1962, Qupperneq 10
10 VISIR Fimmtudagur 9. ágúst 1962. vi-'u L1 L1 \vU U L — Ertu Brennu Gvendur, sá sem orsakaði flesta eldsvoð- ana? borgar ekki Nasser forseti Egyptalands hef- ur fengið reikning upp á 75 þús. krónur frá ítölsku dráttarbáta- félagi. Hafði dráttarbátur frá fé laginu komið fyrir nokkrum vik um til aðstoðar skemmtisnekkju forsetans, þar sem hún lá með bilaða vél, og dregið hana til lands. Nasser neitar að greiða reikninginn, telur hann alltof háan. mig-flugvélar Ben Bella er nú orðinn innanrík isráðherra Alsírs, en talið er að hann ráði mestu. Nú berast frétt ir austan frá Moskvu um að hann sé að semja við Rússa um kaup á 50 orustuflugvélum af gerðinni Mig 17. hjónaheiður Gomuika forsætisráðherra Pól- lands hefur stofnað nýtt heiðurs merki. Er það veitt hjónum, sem hafa lifað farsællega og lengi ( hjónabandi. Stigin eru þrjú. — Bronsverðlaun veitt við tíu ára hjónaband, silfur við 25 ára hjúskap og gull á gullbrúðkaups daginn. Heiðursmerkinu er ætl- að að vega upp á móti lausung sem orðið hefur æ meira vart í hjónastandi landsins. 43 ár í fangelsi Burt Lancaster kvikmyndaleik- ari hefur tekið að sér hlutverk ið í kvikmynd um einn alreemd- asta glæpamann Bandaríkjanna. Myndin á að kallast „Bird Man of Alcazar“ eða Fuglaveiðimað- urinn í Alcazar-fangelsinu. Hún fjallar um glæpamanninn Ro- bert F. Stroud, sem hefur setið lengur en nokkur annar í fang elsi eða 43 ár samtals. þrjóturinn frjáls LagaiIIard sem var eitt sinn for ingi OAS-hreyfingarinnar og stóð fyrir vopnaðri uppreisn í Algeirsborg en flúði síðan til Spánar hefur að undanförnu verið í haldi á spænsku Kanarí eyjum. Fyrir nokkrum dögum var hann gefinn frjáls. Er ekki vitað nema hann reyni á ein- hvern hátt að klekkja á de Gaulle forseta. ölið skammtað Castro einræðisherra á Kúbu er stöðugt að herða lífreimina fastar að kúbönskum almenn- ingi. Farið er að skammta flest- § ar lífsnauðsynjar. Nú síðast var ákveðið að taka upp skömmtun á öli. Menn fá aðeins tvær flösk s ur af öli á viku. hættu þessu Jayne Mansfield og maður henn ar Mickey Hargitay hafa Iagt skilnaðarbeiðni fram fyrir rétt 1 í Los Angeles. Þau hafa orðið ásátt um að ekki sé ástæða til að halda þessu lengur áfram, en skilja þó sem góðir vinir. samkvæmi í hinu hvíta húsi sínu í Tangier. Það er ein óhófs legasta veizla sem haldin hefur verið. Kom fjöldi Iistamanna til að skemmta þar. M.a. hópur nakinna Berba-stúlkna sem dönsuðu fyrir fólkið. Meðal gestanna voru Hassan Marokko konungur, Rainer fursti af Monako og Frank Sinatra. — Viðtal dagsins Framhald af 4. siðu. gegnir um mig. Mig langaði heim, enda finnst mér hvergi elskulegra né betra að vera. Ég sagði starfi mínu lausu þar vestra með það fyrir augum að taka upp prestskap á íslandi. Helzt vildi ég mega ala aldur minn á bernskustöðvunum. Það er Vesturbærinn í Reykjavik. : .....- • Má ég leyfa mér að biðja um hönd dóttur yð .. eh ... nei látum það bíða. hrottamenni l Ég kem frá byggingaeftirlit- inu, hafið þér byggingaleyfi? Achmeð konungur smáríkisins Jemen á Arabíuskaga er sjötug- ur og þykir hrottamenni hið mesta Hann veiktist í sumar og biðu landsmenn þá árangurs laust eftir þvf að hann hrykki upp af. Nú hefur bessi grimmd- arseggur náð sér svo, að fyrir nokkrum dögum;kvæntist hann fertugustu konu sinni. Brúðurin heitir Sajeda og er 18 ára dóttir höfðingja eins í rikinu. ekki dauð úr æðum Sarbara Hutton bandaríska miljónaprinsessan er nú komin vfir miðian aldur. Ekki 4r þó allur kraftur úr henni bo elli- hrukkur setji svip sinn á andlit hennar. Fyrir nokkru hélt hún heiður í Hollywood Soffia Loren kvikmyndaleik- kona er í heimáAkp,, í..HfiUy- wood. Þar var henni sýndur einn mesti heiður, sém Holly- wood getur sýnt leikkonu. Hún var látin marka handaför og skrifa nafn sitt í steypta hellu hjá kínverska leikhúsinu í borg inni. Sjkammt frá þessari heilu var önnur eldri með nafni Mari- !in Monroe. fátækur sendiherra James M. Gavin sendiherra Bandaríkjanna í París hefur sagt af sér. Orsök þess var fjárhags- erfiðleikar. Sem sendiherra i París, þarf hann að halda marg ar veizlur, en svo virðist sem Bandaríkjastjórn ætlist til að sendiherrarnir sjálfir greiði þær því að Gavin fékk ekki nóg risnufé. — Ég er ekki ríkur maður, sagði hann. Næst verður að skipa einhvern milljónamær- ing í stöðuna, sem hefur sjálfur efni á að borga veizlurnar. trúlofuð Catherine Spaak heitir ung stúlka 17 ára, frænka Spaak ut- anríkisráðherra Belgíu, sem hlotið hefur mikla frægð sem kvikmyndaleikkona á. Ítalíu. — Frægð hennar er líkt við Birg- itte Bardot. Hún er nú í sumar- fríi á Sikiley og var þá til- kynnt að hún væri trúlofuð ít- ölskum kvikmyndaleikara sem heitir Fabrizio Capucci. í marz Farah Diba drottning Persíu á von á barni. Orðrómur barst út um þetta' og barst fjöldi fyrir- spurna um það til persneskra sendiráða ' mörgum löndum sem báru fréttina til baka, þanj að til blaðamaður einn sem var staddur austur f Teheran spurð; Irottninguna sjálfa. „Það er rétt svaraði hún, ég býzt við þvi i Hann er mér kærastur, enda alla mína ævi átt þar heima að undanteknum þessum árum vestra, og ef ég væri sjálfráð- ur myndi ég kjósa mér prest- starf í Vesturbænum. ^uglýsið i Vísi Dömur! r Ufsalan hófst i ái@ Kjólar Pils Peysur Blússur Allskonar sportbuxur Úlpur Sundbolir Hattar Skartgripir o. fl. Komið og gerið góð kaup Hjá Báru AUSTURSTRÆTI 14 ' Verkamenn óskast. Einnig vanur maður á lyftara og bíl- stjóri. Uppl. hjá verkstjóra. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. Vélrítunnrsfúlkn ósknst Bæjarskrifstojfur Kópavogs óska eftir duglegri vélrit- unarstúlku þegar í stað. Upplýsingar á Bæjarskrif- stofunum á skrifstofutíma næstu daga. Tjaldsamkomur Kristniboðssambandsins Við Holtaveg gegnf Langholtsskóla Samkomur á hverju kvöldi dagana 10. til 19. ágúst. kl. 8,30. Ræður, mikill söngjr og hljóðfærasláttur. Allir velkomnir. Sérstök barna- og unglingasamkoma laugardag 11. ágúst kl. 5 e. h. SAMBAND ÍSL. KRISTNIBOÐSFÉLAGA. Innilegar þakkir vottum við öllum vinum og vanda- mönnum er sýnt hafa okkur vinsemd og hluttekningu við fráfall, GUNNLAUGS BLÖNDALS listmálara, María og Björn Blöndal, Sigríður og Kristjana Blöndal. I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.