Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 09.08.1962, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 9. ágúst 1962. VISIR Einn af þeim þýzku stjórnmálamönnum sem gjarnan heimsækja ís- lenzka sendiráðið í Bonn á þjóðhátíðardegi íslend inga, og oftar þegar til- efni gefst, er leiðtogi þýzkra jafnaðarmanna, Erich Ollenhauer. Þar gengur inn um dyr hóg- vær eldri maður. þéttur á velli og nokkuð feit- laginn, með eilítið hrokk ið grátt hár og gleraugu. /~\LLENHAUER hefur nú farið með leiðsögn þýzku iafn- aðamíannanna (S.P.D.) f ára- tug, eða síðan hinn mikli áróð- ursmaður og eldibrandur Kurt Schumacher lézt. í skapgerð og eðli sínu er Ollenhauer mjög ólíkur Schumacher. Sá síðarnefndi var eldheitur bar- áttumaður, ræðumaður með af- brigðum, . en einnig einsýnn öfgamaður. Ollenhauer er mað- ur friðarins-, hann ber smyrsl á sárin, gengur um með lands- föðurlegum sáttasvip á flokks- sumir, að ef til vill hafi sinna- skiptin ekki verið ýkja djúp- stæð, heldur leiki Wehner tveimur skjöldum. Og við ís- iendingar verðum að hafa það hugfast að ásökunin um að vera kommúnisti ,eða starfa f þeirra þágu, gengur landráðum næst í Vestur-Þýzkalandi. Örskömmu austar í landinu, f Pankow, rétt utan við Austur-Berlín, situr Ulbricht með riddurum sínum og heldur landinu í heljargreip- um undir merki sigðarinnar. Og auk þess er kommúnistaflokk- urinn bannaður í Vestur-Þýzka- landi. En hvað um það. Wehner er þegar kominn f fremstu röð flokksins. Þegar sigurinn næst og jafnaðarmenn fella Adenau- er og menn hans, verður hann vafalítið áhrifamesti maður landsins, ásamt keppinaut sfn- um Willy Brandt. Og hann get- ur þá tekið við lárviðarsveign- um með léttu geði, því að eins og Rab Butler byggði brezka íhaldsflokkinn upp eftir styrj- öldina, er Herbert Wehner arki- tekt hinnar nýju jafnaðarstefnu í Vestur-Þýzkalandi. \ NDSPÆNIS Wehner á leik- velli þýzkra stjórnmála stendur borgarstjórinn í Vestur Berlín, Willy Brandt. Ævi hans er kvikmyndahand- / H '4á ímm Wmmm. Wwwmm ■ ■ - orsökin til andbyrs þýzkra jafn- aðarmanna. Hitt var þyngra á vogarskálunum, að flokkurinn var enn í gömlu lörfunum frá því fyrir styrjöldina. Á stefnu- skrá hans var enn sigur marx- ismans, þjóðnýting á víðtæku sviði og ýmis hálfkommúnisk slagorð. Börn efnahagsundurs- ins, Þjóðverjar eftirstríðsár- anna, fundu fúla lykt af slíkum fraeðisetningum. Frjálst framtak hafði gert þá efnaða. Marxism- inn átti ekki lengur upp á pall- borðið. Það varð að yngja stefnu flokksins upp, líkt og Jónas Sveinsson yngdi upp stafkerlingar og hokurkarla, á Hvammstanga hér forðum. Því kom að því að upp úr sauð. Eftir kosningarnar 1957 var hafizt handa um endurskoðun stefnunnar. Þjóðnýtingargrýlan hvarf að mestu. Flokkurinn kom fram á sviðið sem framfarasinnaður umbótaflokkur, sem barðist fyr- ir bættum kjörum launþega. Marxisminn var gleymdur. Ul- bricht fékk að hafa hann í friði. Um leið og þetta gerðist, urðu raddirnar um gengi Brandts í flokknum æ hávær- ari. Og fyrir þremur árum tók Ollenhauer þá skynsamlegu ákvörðun að veita Brandt fram- bjóðandasætið gegn Adenauer. Það var mikil ákvörðun, en án Ollenhauer og prinsarnir tveir þingum og kann illa við hjaðn- ingavíg og fólkorrustur stjórn- málabaráttunnar. Því festum við þessar fáu línur um Ollenhauer á blað, að teikn eru á himni um að innan skamms láti hann af forsjá flokks síns og hverfi inn í mistur gleymskunnar. Að baki hinum aldna flokksforingja rísa tveir menn, sem báðir eru gæddir miklu starfsþreki og metorðagirnd. Það eru þeir Herbert Wehner og Willy Brandt. * CÁ fyrrnefndi hefur komizt til k mikilla metorða i flokknum á síðustu sex árum, og hefur hann gegnt störfum varafor- manns flokksins. Ferill hans er um margt líkur ferli annarra foringja jafnaðarmanna I Ev- rópulöndum, t.d. f Noregi. Á yngri árum var hann eldrauður marxisti og sór við skegg Karls að heimsbyltingin væri á næsta leiti, um leið og hann veifaði Das Kapital yfir höfði sér. Með árunum stilltist hann hins vegar og hefur nú um alllangt skeið verið meðlimur I þýzka jafn- aðarmannaflokkpum. Þar hafa hans gömlu hæfileikar notið sín, dugnaðurinn, eldmóðurinn, og um fram allt, skipulagsgáf- an, sem hann er gæddur f rík- um mæli. En nú skipuleggur hann ekki í þágu heimsbylting- arinnar. Nú skipuleggur hann sigur jafnaðarmanna f Vestur- Þýzkalandi og valdamissi Ad- enauers og hans drengja. Þótt flestir Þjóðverjar, sem eitthvað skynbragð bera á stjórnmál, þar með taldir flestir flokksþræður hans í flokki jafn- aðarmanna, meti hæfileika Her- berts Wehners, þá gruna þó enn sumir hann um græsku. Það gleymist seint, að hann var eitt sinn byltingarsinni og enn segja riti líkust. Hann er fæddur all- löngu eftir aldamót, og er þvf ungur maður á mælikvarða þýzkra stjórnmála, enn ekki orðinn fimmtugur. Lausaleiks- barn er hann og ólst upp í um- komuleysi og efnaskorti. Ef til vill var það ástæðan til þess, að hugur hans beindist snemma að stjórnmálum og hlutskipti þeirra, sem við kröppust kjör bjuggu í þjóðfélaginu. Snemma varð hann eldheitur sósíalisti og innan tíðar hóf hann and- spyrnu gegn nazistum, sem þá gengu fram undir sigursöngv- um í Þýzkalandi. Þar kom, að hann var ekki lengur óhultur Herbert Wehner. um höfuð sitt og flúði undan nazistum til Danmerkur, hund- eltur af brúnstökkum. Þar komst hann strax í sam- band við unga danska jafnaðar- menn og hóf að vinna fyrir sér með ritstörfum. Síðar fluttist hann til Osló og kynntist þar nær jafnöldrum sínum Lange, Lie, Gerhardsen og fleirum, sem síðar hafa stýrt málum Noregs. Þar stundaði hann einn- ig ritstörf og blaðamennsku og barðist ótrauður með pennan- um gegn framsókn Hitlers og sveita hans. Er styrjöldin brauzt út, gekk Brandt í hjálparsveit- ir Rauða krossins og klæddist norskum einkennisbúningi. Til fanga var hann tekinn á undan- haldinu, af Þjóðverjum, en þeir uppgötvuðu ekki hvern feng þeir höfðu hremmt. Brandt tal- aði nú norsku sem innfæddur og brátt strauk hann úr fanga- búðunum og komst til Svíþjóð- ar. Eftir styrjöldina voru vinir hans og samfangar komnir til valda í Noregi og hann var sendur ti! Berlínar, brunninnar og hrjáðrar, sem blaðafulltrúi með norska setuliðinu sem þar var, enda orðinn norskur rfkis- borgari. Þar tók hann örlagarika ákvörðun. Hann afsalaði sér stöðu sinni og norskum ríkis- borgararétti og gerðist aftur þýzkur þegn. Innan tíðar var hann orðinn mjög handgeng- inn einum mesta stjórnmála- manni Þjóðverja eftir stríð, Ernst Reuter, sem var borgar- stjóri Berlínar á hörmungar- tímunum fyrstu eftir stríðsárin. Undir handarjaðri hans óx Brandt upp í flokknum og nú var dulnefni hans frá styrjald- arárunum Willy Brandt orðið hans opinbera nafn. Fyrir kosningarnar 1957 barð ist hann af móði um völdin í Berlín, en þar ráða jafnaðar- menn, við hina gömlu flokks- vél, sem Neumann stjórnaði, mikill áróðursmaður, en gam- all í hettunni og kreddufeng- inn. Brandt hafði nauman sigur og eftir það var leiðin greiðfær I bcjrgarstjóraembættið. | A N G A hríð var Ollenhauer frambjóðandi jafnaðar- manna í kanzlarakosningunum. gegn Adenauer. En undir stjórn hans dvaldi jafnaðarmannaflokk urinn þýzki enn i eyðimörk- Willy Brandt. inni, þótt yfir áratugur væri liðinn frá valdatöku Adenauers. Kjötkatlar valdanna voru þeim alltaf jafn fjarri. Óhjákvæmi- legt var. að óánægja ykist f flokknum, er æ ljósara varð. að leiðin til valda myndi ekki liggja gegnum greipar Óllen- hauers. Hann hefur ekki þann magnaða persónuleika, sem hríf ur kjósendur. Hann var einnig orðinn of gamall. Ný kynslóð var vaxin upp, sem vildi fá nýj- an mann til forystu. En þó var þetta ekki aðal- efa erfið, þvl Ollenhauer var eftir sem áður Ieiðtogi flokks- ins. Sýnir sú ákvörðun stjórn- vizku Ollenhauers og innsæi. iyú berst því flokkurinn við Adenauer og kristilega demokrata undir forystu nýs manns með nýja stefnu. Og ár- angurinn er þegar farinn að koma í ljós. Kosningarnar sem fram fóru í löndunum, héruðun- um, fyrr í sumar, sýna, að fylgi Adenauers er tekið að hraka og jafnaðarmenn vinna á. Þá sigra munu Brandt og Wehner án efa kunna vel að hagnýta sér, og ekki mun þeim þykja slæmt, þegar helztu rósirnar í hnappa- gati Adenauers, eins og slátr- arasonurinn frá Bæjaralandi, Strauss hermálaráðherra, gera svo eftirminnilega í bólið sitt sem nýlega gerðist, og Vísir skýrði frá. Spádómar í pólitík eru álíka hæpnir og hverfulir og ástir franskrar konu. En sólarmerki benda til þess að blómaskeið kristilegra demokrata sé senn á enda runnið. Rómverjarnir taka við af Grikkjum. Þá munu völdin liggja í hendi Brandts, hins dugmikla borgarstjóra. Hann hefur líka þegar staðizt eina eldraun. Berlínardeiluna og skugga Veggsins mikla. Sú deila skaut honum upp á him- in heimsstjórnmálanna eins og kómetu og þar hefur hann stað- ið sig með prýði, sýnt þýzka hörku og norska skapfestu. ■\/f JÖG er nú í tízku hérlendis 1 að bollaleggja um þátttöku okkar íslendinga I Efnahags- bandalagi Evrópu eða einhvers konar aðild. Ef að slíkri aðild kæmi, er það nokkurs virði fyr- ir okkur, sem aðrar Norður- landaþjóðir, ef i kanzlaraaæti Framh. á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.