Vísir - 17.08.1962, Page 3

Vísir - 17.08.1962, Page 3
Föstudagur 17. ágúst 1962. VISIR Myndsjá Vísis segir í dag söguna af kyndug- um fugli. Það er krummi sem á heima einhvers staðar í Mývatnssveit- inni og gerir sér dælt við ferðafólk. Það borgar sig fyrir hann, því að margir molar falla af borði. Verst er að herra- maðurinn er svo þjófótt- ur að sýslumaðurinn á Húsavík ætti að vara sig á honum. Það var ferðafólk sem hafði tjaldað í Mývatnshrauni, sem tók myndirnar af þessari kynja- skepnu. Það leið ekki á löngu frá þvi það hafði tjaldað þangað til krummi kom yfir það, sveim- aði yfir .tjaldstaðnum, hnitaði hringa marga og hlammaði sér svo niður, Það sem fyrst vakti athygli hrafnsins var skaftpottur sem stóð þar á prímus og var fólkið að hita kvöldmatinn. Þetta gimt ist krummi mjög og ætlaði að taka skaftpottinn með öllum hin um ilmsæta mat. Skaptpotturinn var of heitur og brenndi krummi sig á goggnum og hörfaði skjótt tilbaka. ★ Hann var samt ekki lengi að snúa við og fékk í þetta skipti mikinn áhuga á töppum í vind- sængum. Fór hann að gogga í tappana og tókst eftir mikið mas að ná einum úr. En þá spýttist þrýstiloftið á hann úr sænginni, svo að hann hörfaði enn og tappanum náði hann ekki því að hann var bundinn við. Helzt hefði allt í tjaldbúðunum þurft að vera „bundið við“, skeiðar og hnífapör, því að allt vildi þessi ágjarni fugl taka. Loks var maturinn til og þótti tjaldbúafólkinu þá sjálfsagt að bjóða gestinum til matar og settu krásir á disk fyrir hann. Tók hann heldur en ekki rösk- Framhald á bls. 6. Krummi gerir sig heimakominn í tjaldbúðun um. Kynjaskepna heimsækir tjaldbúa Það hlýtur að vera eitthvað gott í þessu, hugs aði krummi og réðist á brennivínsflöskuna. Oft settist krummi upp á svefnpokann þegar hann var orð- inn saddur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.