Tölvumál - 01.10.1992, Side 7

Tölvumál - 01.10.1992, Side 7
Október 1992 Stöðlun á sviði upplýsingatækni á íslandi - stiklað á stóru Oddur Benediktsson, prófessor "Stöðlun léttir starfið, sparar fé og eykur alla reglusemi í hvívetna". Þetta skrifaði Haf- steinn Guðmundsson, prent- smiðjustjóri, í grein sinni "Stöðlun pappírsstærða", sem birtist árið 1956 í ritinu Iðn- aðarmálum.l 11 Ljóst er því að umfjöllun um stöðlun á sviði skrifstofutækni á sér all langa sögu hér á landi. I grein þessari verður fjallað um sögu staðla á sviði upp- lýsingatækni og skrifstofutækni. En þess skal getið að megin þungi staðlastarfsemi á Islandi hefur frá upphafi snert bygg- ingatækni. Enn frernur skal bent á að íslendingar hafa um langt skeið tekið þátt í margs konar alþjóðlegu samstarfi um stöðlun og samræmingu svo sem á sviði símamála, siglingamála og flug- rnála. Tímabiliö fram til 1975 Iðnaðarmálastofnun Islands var settálaggirnar 1955. Fráupphafi starfsemi sinnar gaf stofnunin út ritið Iðnaðarmál og er þar að finna ýmsan fróðleik um stöðlun. I Iðnaðarmálum 1. hefti 1. ár- gangs (1955) er greint frá að "standardar" séu eilt af fjórum rnegin starfssviðum hinnar nýju stofnunar. Strax í 2. hel'ti 1. árgangs er svo grein sem heitir "STAÐALLfyrirSTANDARD.” [3] í greininni er rakið hvernig forna orðmyndin að "steðja", sem merkir stöðvaður (sbr. einnig staður klár), varð kveikjan að nýyrðunum staðall, stöðlun og að staðla. Sveinn Björnsson, forstjóri Iðnaðarmálastofnunar Islands, skrifar í forustugrein í Iðnaðar- málum á árinu 1956: "Yfirleitt er það svo, að tillögur um setningu staðla konta í hverju einstöku tilfelli frá atvinnuvegunum. Síðan er það hlutverk þeirrar stofnunar, sem sér um staðla- setningu, að skipa nefnd sérfræð- inga, framleiðenda, dreifenda og notenda eftir því, sem tilefni er til hverju sinni, til þess að fjalla um, hversu staðallinn skuli úr garði gerður, leiðbeina þessum aðilum í starfi þeirra og loks að gefa út hinn endanlega staðal. Geta má þess að í Bretlandi eru starfandi um 2400 nefndir af þessu tagi, en breska staðlastofnunin var sett á fót árið 1901 ".[4] Fyrsta íslenska stöðlunarnefndin tók til starfa 1957. Hún fjallaði um steinsteypu. Sú næsta fjallaði um mátkerfi fyrir byggingar. En hin þriðja, sem stofnuð var að tilhlutan Félags ísl. prentsmiðju- eiganda árið 1962, þingaði um stöðlun pappírs og komu fyrstu staðlarnir um stærð pappírs og umslaga út 1963. Samræmd pappírsstærð var snemma viðfangsefni fyrir stöðlun enda þörfin augljós. Saga þessarar stöðlunar er reyndar rakin allt til frönsku byltingarinnar árið 1789. En straumhvörf urðu svo um síðustu aldamót þegar þýski Nóbelsverðlaunahafinn Wilh. Ostwald skilgreindi þær stærðir pappírs sem nú eru í daglegu máli nefndar DIN- stærðir.fl] Fyrstu íslensku staðl- arnir IST 1 "Stærðir pappírs" og ÍST 2 "Stærðir umslaga" byggja einmitt á alþjóðlegri staðla- útfærslu á DIN pappírsstærðar- stöðlunum. Þeirvoru samþykktir af stjórn Iðnaðarmálastofnun íslands þann 11. des 1963.[2] Árið 1970 skrifar Hörður Jóns- son í Iðnaðarmál: "Við eigum að hagnýta okkur reynslu og fyrirhöfn annarra stærri þjóða alls staðar þar, sem því verður við kornið. Sérstaka íslenska staðla á fyrst og fremst að vinna á þeim sviðum, þar sem um er að ræða algjör sérvandamál, eins og t.d. á sviði byggingariðnaðarins."[5] Flestir íslensku staðlarnir sem hér um getur byggja á stöðlum alþjóðlegu staðlastofnunarinnar ISO. Skýrslutæknifélag Islands hefur lálið sig varða staðla og íðorða- gerð allt frá stofnun félagsins. Árið 1968 var fyrsta orðanefnd félagsins skipuð. í henni voru Bjarni P. Jónasson (formaður), Einar Pálsson, Gunnar Ragnars og Oddur Benediktsson. Árið 1974 kom út "Skrá yfir orð og hugtök varðandi gagna- vinnslu" á vegum Orðanefndar Skýrslutæknifélagsíslands.[5] Þá var nefndin skipuð þeim Bjarna P. Jónassyni, Jóhanni Gunnars- syni, Jóni Skúlasyni og Þóri Sigurðssyni. 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.