Tölvumál - 01.10.1992, Síða 9
Október 1992
ritstýra skýrslu starfshópsins.
Skýrslan kom út árið 1986 og
heitir Tölvu og upplýsingatœkni
á Islandi.[ 12]
I skýrslunni segir svo: "Nefndin
leggur til að upplýsingatækni
verði efld á Islandi og hún hagnýtt
betur í þágu atvinnulífsins. Veitt
verði sérstök fjárveiting til þess
að byggja upp upplýsingaiðnað
- að jafnaði að upphæð 65 milj.
kr á ári í 4 ár." Tillaga var gerð
um skiptingu framlagsins sem sjá
má hér til hliðar.
Það er skemmst frá því að segja
að tillögur þessar fengu lítinn
hljómgrunn. Hvorki Rannsókna-
ráð né ríkisstjórn fylgdi til-
lögunum eftir. Engu að síður
hefur ýmislegt þokast í átt að
tillögunum á þeim tíma sem
liðinn er.
Tímabilið 1987 til
1992
Árið 1987 var Staðlaráð íslands
(STRÍ) stofnað til að sjá um
stjórnun og skipulagningu stöðl-
unar á Islandi. Ráðið starfar á
vegum Iðntæknistofnunar en nú
liggur fyrir frumvarp um að
ráðið starfi sem sjálfstæð
stofnun.flO]
Á vegum STRl eru nú (í
september 1992) starfandi tvö
fagráð og fjórar fagstjórnir.
Fagráðin eru: Byggingastaðla-
ráð og Fagráð í upplýsingatækni
(áður UT-staðlaráð).
Fagstjómir starfa á eftirfarandi
sviðum: Raftækni, gæða-
stjórnun, flutningatækni og
véltækni.
Árið 1988 gekk STRÍ formlega í
Evrópska staðlasambandið CEN
og rafstaðlasambandið CENE-
LEC og snýst starfsemi STRÍ og
staðladeildar Iðntæknistofnunar
að verulegu leyti um þessa aðild.
íslendingar eru skuldbundnir til
að taka evrópsku staðlana upp
sem íslenska staðla. Nú hafa yfir
eitt hundrað staðlar á sviði
upplýsingatækni öðlast gildi sem
íslenskir staðlar. Mun stöðlum
þessum væntanlega fjölga ört á
næstu árum því aukin stöðlun á
sviði upplýsingatækni er meðal
yfirlýstra markmiða í evrópu-
samstarfinu.
Á vegum STRÍ starfa nú átta
manns. Jóhannes Þorsteinsson
veitir starfinu forstöðu. Annar
starfsmaður ráðsins, Þorvarður
Kári Ólafsson, starfar gagngert á
sviði upplýsingatækni. Hann hóf
þetta starf árið 1988. Fyrsta árið
starfaði Þorvarður á vegum UT-
staðlaráðs og var með starfs-
aðstöðu hjá Reiknistofnun Há-
skólans.
Þorbjörn Karlsson, formaður
STRÍ, ritar svo um breytt og aukið
Miljónir króna árlega Tillögur:
13 Uppbygging þekkingar á sviði upplýsingatækni: Fjölgað kennarastöðum við Háskóla íslands um eina á ári. Veitt fé til styrkja og kynnisferða. Símenntun efld.
26 Efling íslensks tölvuiðnaðar: Þróunarstyrkir og áhættulán. Könnun á byggingu tæknigarða eða iðngarða í tengslum við Háskóla Islands.
Skipulag upplýsingamála: Sett verði á fót opinbert tölvuráð. Stefnt verði að því að opinberar stofnanir og fyrirtæki bjóði út vinnu við þróun og gerð hugbúnaðar. Efla beri samvinnu við erlenda aðila einkum norræna.
13 Upplýsingaveitur og upplýsingaþjónusta: Komið verði á fót tölvuneti rannsóknastofnana. Hafnar verði tilraunir með upplýsingaveitur og gagnabanka.
6 Gæða og stöðlunarmiðstöð: Háskóla Islands og Iðntæknistofnun verði falið að setja á laggirnar starfsemi í því skyni að taka út og staðla hugbúnað og vélbúnað. Unnið verði að gerð staðla og þeir kynntir.
- Persónuvernd: Skipaður verði sérstakur eftirlits- aðili til þess að fylgjast með lögum um persónu- vernd.
7 Félagslegar rannsóknir: Styrkt verði verkefni þar sent áhrif upplýsingatækninnar á atvinnumál og þróun þjóðlífs eru rannsökuð
9 - Töivumál