Tölvumál - 01.10.1992, Síða 15
Október 1992
Er stórtölvan dauð?
Bjarni Grétar Olafsson, framkvænrdastjóri vinnslusviðs Reiknistofu bankanna
Byggt á erindi sem flntt var á ráðstefnu SI um sniðsmœkkun, 9. apríl s.l.
í upphafi langar ntig að fara
nokkrum orðum um það um-
hverfi sem ég hrærist í daglega,
því það skýrir vonandi eitthvað
fyrir ykkur frá hvaða sjónarhorni
ég sé spurninguna um snið-
smækkun (downsizing).
Reiknistofa bankanna rekur í dag
stórtölvu af gerðinni IBM 3090,
módel 200J. Vél þessi hefur 128
Megabæta meginminni en auk
þess jafnstórt nærminni (expand-
ed storage). Afköst eru gjarnan
talin urn 45 stórtölvu-"mips" og
eru að jafnaði keyrðar tvær til
þrjár sýndarvélar samtímis. Vél
þessi telst líklega meðalstór stór-
tölva. Auk þessarar vélar rekur
Reiknistofan einnig verkefni á
IBM 9370 tölvu er telst lil stærri
miðlungstölva, á System/36 vél
sem einnig telst til miðlungstölva
og á einkatölvum. A stórtölvu
Reiknistofunnar eru helstu verk-
efni íslenska bankakerfisins
keyrð, runuvinnsla jafnt sem sí-
vinnsla. Til að fá hugntynd um
stærð kerfisins má nefna að við-
skiptavinir með lykilorð eru nú
tæplega 3700, diskarými er 166
gígabæti, meðalfærslufjöldi
beinlínufærslna á dag er unr háll'
milljón færslnaeða um 20 færslur
á sekúndu á opnunartíma banka
og mest álag er að jafnaði fyrsta
dag mánaðar og er álag þá allt að
35 færslur á sekúndu að jafnaði
á opnunartíma banka og spari-
sjóða.
Reiknistofan hefur vaxið ört á
untliðnum árum og hel’ur vöxtur-
inn numið tugunr prósenta á milli
ára í allmörg ár en er ekki eins ör
nú og áður var. En meðaltöl
segja ekki allt því breytingar á
þjóðfélagsástandi og almennri
hegðan hefur einnig mikil áhrif á
vöxt og þarfir. Sem dæmi, er
meðalaukning beinlínufærslna á
milli ára um 20 prósent um leið
og vöxtur stærsta dags mánaðar
er um 30 prósent á milli áranna
1991 og 1992 og er það svipað
og árin þar á undan. Eins og þið
getið ímyndað
ykkurhefurþaðþví
verið með reglu-
legu millibili hlut-
skipti okkar að
leggja til, að vélar
verði stækkaðar
og afl aukið. Ef
við tökum mið af
45 "niipsa" vél og
tölum um 20 lil 30
prósent vöxt á ári
þá erum við að tala
um kaup á 9 til 13
"mipsum" á ári eða
semnemurminnstu
gerð stórtölva í dag
eða véla á borð við
AS400 9406-D80 eða 3 til 4
stykki af DEC MicroVAX 3900 -
og það bara á næsta ári haldi sami
vöxtur áfram.
Auðvitað verða viðbrögðin eft-
ir því. Fyrst er að spurt hversu
spár séu ábyggilegar, þá næst að
kanna hvað olli vexlinum á síð-
astliðnu tímabili og Itvað muni
alls ekki endurtaka sig á næsta
ári. Þar næst mat á því hvað nýtt
gæti bæst við í næstu framtíð og
þrátt fyrir reynslu síðustu ára er
síðan reynt að gæða spárnar
varfærni. Samhliða er farið yfir
það eina ferðina enn hvort gera
rnegi einstakar færslur hrað-
virkari, eða minnka þær einfald-
lega, kannað hvort minnka megi
yfirbyggingu og reynt að straum-
línulaga verkefnin enn frekar.
Þetta gefur ævinlega eitthvað en
ef vöxturinn er stöðugur mun
það heldur ekki duga. Það er
nefnilega óumflýjanlegt að tak-
markaðar lindir þrjóta þegar á
þær er gengið. Þarnæst kemur
umræðan um að minnka álagið
til að fresta töku nýrrar eða stærri
vélar annað hvort með því að
hætta að nota einstök tölvukerfi
eða færslur og síðast en ekki síst
hvort finna megi ódýrari vélar
eða leiðir til að gera það sarna.
Kannist þið ekki við allt þetta?
Og ef þið haldið að bankar
afgreiði kaup á vélbúnaði með
meiri léttúð en þið, þá er það
misskilningur.
Eins og ég hef vikið að áður er
færslumagn trúlega nteira en
þekkist í öðrunt tölvukerfum hér-
lendis. En það sem meira er,
þessar færslur eru hluti margra
REIKNISTOFA BANKANNA
Stórtölva: IBM 3090/200J (afköstuþb 45 "MIPS")
- 128 Mb meginminni
- 128 Mb nærminni
Diskar: Rýmd um 166 Gb.
Millitölvur: IBM System/36-B24 IBM 9370/60 - 16 Mb minni (afköst uþb 1,2 "MIPS")
Viðskiptavinir: uþb. 3.700 lykilorð rúml. 4.800 tæki
15 - Tölvumál