Tölvumál - 01.10.1992, Qupperneq 17

Tölvumál - 01.10.1992, Qupperneq 17
Október 1992 REIKNISTOFA BANKANNA Kjarnaverkefni: Forritafjöldi 3.284 Línufjöldi 998.567 Fjöldi mannmánaða 2.717 Alls: Forritafjöldi 5.795 Línufjöldi 1.597.218 Fjöldi mannmánaða 3.816 samtengdra kerfa þar sem sama færsla hefur áhrif í fleiri en einu kerfi og hefur oftast áhrif á fleiri en einn banka eða sparisjóð sam- tímis. Þannig hefur tékki sem er innleystur í banka áhrif á stöðu þess útibús, stöðu reikningsbanka auk þess að breyta bókhaldinu í Seðlabankanum. A sama hátt brey tir greiðsla á skuldabréfi ekki bara skuldabréfaverkefni heldur einnig tékkareikningsverkefninu og bókhaldinu. Þannig er þjón- usta beinlínukerfisins og runu- vinnslukerfisins samofin og verð- ur ekki auðveldlega sundur skilin. Þessi kerfi hafa orðið til á síðustu 17 - 18 árum og liggur fleiri hundruð eða jafnvel þúsunda mannára vinna í þeim, í fram- setningu óska, í kerfissetningu, í forritun, í kerfisprófum, í endur- rnati, í samhæfingu og í sam- prófunum og ég veit ekki hvað. Og þessi kerfispróf mánuðum saman framkvæmum við því við þekkjum það mæta vel, að þið munuð líða jafnvel þjóðskránni að skrifa nafnið ykkar vitlaust, en þið munuð aldrei líða bank- anum ykkar að hafa ranga stöðu á sparireikningnum ykkar! Kerfi Reiknistofunna eru því bæði stór og dýr og því verður ekkert hlaupið eftir nýjustu lísku hverju sinni í vélum eða hugbúnaði. En' það er nú orðið tímabært að ég fari að sinna spurningunni: Er stórtölvan dauð? Samkvæmt tölum frá Computer Eco- nomics yfir 50 helstu tölvukerfitil almennra nota seld fram til júlímánað- ar 1991 í Banda- ríkjunum eru 9 af þeim lOsöluhæstu, að verðmæt til, frá IBM. Aðeins einn annar framleið- andi kemst þar á blað en það er HP með 9000- 8xx sem selt hefur 11.900 kerfi. Samkvæmt sörnu heimildum hafa verið seld 90.000 System/36- kerfi, 14.700 AS/400/30-45 kerfi og 10.800 AS/400/50-70 kerfi. Og munið, að ég er enn að tala um að söluverðmæti. Öll hin kerfin 7 eru af þeirri tegund sem hefðbundið eru kölluð stór- tölvuumhverfi. Salan á IBM 3090/óxx gerðinni nam þá rúm- lega 6 milljörðum Bandaríkja- dala. Samanlagt nam sala allra kerfanna í stórtölvuumhverfinu rúmum 27 milljörðum Banda- ríkjadala og var fjöldi þeirra unr 10.000. Talið er, að salan í Bandaríkjunum sé um helmingur heimssölunnar, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þessi kerfi eru fyrst og fremst fram komin á síðustu 5 árum. Þau eru hins vegar afleiðing þróunar í rúma tvo áratugi. Stórtölvuumhverfinu er fyrst og fremst skipt í 3 tímaskeið. Fyrsta tímabilið er nefnt 360/370 tíma- bilið eftir samnefndum vélum og ríkir það frá miðjum 7. ára- tugnum og fram á seinni hluta 8. áratugarins. Seinni hluta 8. ára- tugarins kemur 3000 tímbilið með 3033, 3081 og 4341 kerf- unum. Upp úr 1985 kemur 3090 vélin og síðar 9370 kerfið. Nú er að taka við ES/9000. Hvert tímaskeið hefur einnig haft sér- einkenni varðandi stýrikerfi. Fyrsta skeiðið getum við nefnt DOS/OS, þá VS stýrikerfið, þar næst XA og nú ESA eða hvað? Hvert skeið hefur einnig átt sér hvata, sem kallað hefur á hina nýju tækni: Fyrst var það al- menn tölvuvæðing. Þá var það beinlínuvæðingin fyrir annað skeiðið og að lokum almenn netvæðing fyrir það þriðja. Og hvað með næsta skeið? Almennt er talið, að helsti hvati þess verði rödd og mynd. Eins og tæknin er í dag þarf stórtölvur til rekstrar slíkra kerfa. Það er ekki óalgengt, að nýjungar hafi fyrst verið reyndar í milli- stóru umhverfi. Það er gert þar vegna þess að áhætta við prófanir eru minni þar en til dæmis í stórum bönkum eða alþjóðlegum tölvu- netum. En þá fyrst vinna þessar nýjungar sér sess þegar þær eru teknar upp í stórtölvuumhverfið. Takið eftir að ég á ekki við að það þurfi endilega að keyra það ástórtölvum! Stórtölvuumhverf- ið er nefnilega meira en vélar. Það eru hefðir, aðferðir og viðhorf! Eitt eiga þessi stórtölvukerfi sameiginlegt, og það er að þau eru sérkerfi framleiðanda. Og í dag er það skammaryrði! Allt á að vera opið. En áður en við afgreiðunr sérkerfi sem skammar- yrði eitt sér þá skulum við ekki gleyrna því að langflest tölvukerfi sem eru í gangi í veröldinni í dag eru sérkerfi. Auðvitað veit ég að til eru stofnanir og fyrirtæki sem vilja setja staðla og munu gera það, en haldið þið að fái þessi framleiðendur véla og bún- aðar góða hugmynd sem hægt er að stórgræða á, að það skipti þá einhverju máli hvort það er innan staðals eða ekki? Það eina sem skiptir máli er að ná til viðskipta- vinarins og skítt með alla staðla! 17 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.