Tölvumál - 01.10.1992, Síða 20
Október 1992
Kostnaður við vinnustöðvar /
einmenningstölvur
1. Vélbúnaður
2. Viðhald
3. Hugbúnaður
4. Prentari og/eða staðarnet
Fjármagnskostnaður
Dulbúinn kostnaður
notenda en ef miðað er við 30,
60, 110 og 200 notendur myndi
opið UNIX-kerfi kosta frá £2.000
og upp í £2.666 á notanda miðað
við sömu forsendur og áður, AS/.
400 kerfi myndi kosta £2.333 -
£2.750 ogDECVAX-kerfi £2.417
- £3.300. Fjöldi notenda er
ákvarðandi um það hver kostur-
inn er ódýrastur.
Allar þessar tölur eru hafðar eltir
hresku ráðgjafafyrirtækunum
Xephon og IDEAS Intenational
og eru miðaðar við okóber 1991.
Vel getur verið að finna megi
hagstæðari viðmiðanir hérlendis
og hvet ég alla til að skoða það
af gaumgæfni.
UNIX kemur svona hagstætt út
nú aðallega vegna lágs kostnaðar
við hugbúnað. Þar er kostnaður-
inn talinn um 8% af vélarverði en
4 - 16% í AS/400 umhverfi og 20
- 34% í DEC umhverfi. Það er
þó almennt álitið að verð á
UNIX hugbúnaði muni vaxa
stórlega á næstu árum.
Kostnaðurí stórtölvuumhverfi er
eftir sömu heimildum og á sömu
forsendum talinn geta verið
£2.133 - £2.709 eftir fjölda not-
enda á kerfi og eftir því hvernig
semdist við IBM eða aðra véla-
sala. í Bretlandi er ekki til not-
hæft verðlistaverð fyrir stór-
tölvur. Samið er í hverju tilfelli.
Það gefst enginn tími hér til að
fara ítarlegar í þessar tölur. Vafa-
laust er fjöldi manna hér inni sem
tekur þessar tölur með
fyrirvara og það er bara
gott. En þær duga mér -
í bili - til að setja
fyrirvara við það, að
sniðsmækkun þurfi
endilega að þýða
sparnað.
Svona tölur eru heldur
ekki langlífar. I dag, eða
í versta falli á morgun
mun einhver verða lægri
og daginn þar á eftir mun einhver
bjóða eitthvað nýtt sem enn gæti
breytt þessari mynd.
Framtíðin?
En reynum að spá í framtíðina.
Spádómar af þessu taginu eru
þannig að allir mega spá en eng-
inn reiknar með að spádómarnir
standist.
Byrjum á vélbúnaði. Þar verður
áfram stórtölvuumhverfi og þar
verða áfram einmenningtölvur og
allt þar á milli. Fáir spá því, að
frekari verðlækkanir verði á
einmenningsvélum. Nú hafa
menn nálgast svo þau mörk, að
ekki borgi sig lengur að selja og
því verður áherslan frekar á getu,
gæði og þjónustu frekar en að
um frekari lækkun verði að ræða.
Takið mið af hljómflutnings-
tækjum. Þar hefur verðið jafnað
sig og nú slást menn um útfærslur
frekar en verð. Við sjáum, að
hugbúnaður stækkar og þyngist
og nú þarf kröftugri örgjörva og
meira minni, stærri diska og betri
grafík og því mun verðið haldast
ogjafnvel stíga. Ekkieróalgengt,
að því fleiri einmenningstölvur
senr settareru í fyrirtæki því meira
vaxi notkun miðtölva. Megin-
ástæða þess er, að þrátt fyrir
kosti þess að vera sjálfs sín herra
í gagnavinnslumálum þáerenginn
eyland og kostir gagnamiðlunar
verða mönnum augljósari eftir
því sem þeir vinna meira á tölvuna
sína. Næsta kynslóð stórtölva er
íburðarliðnum. Ekki er sjáanlegt
að miklar breytingar verði á
afköst - verð hlutfallinu.
Tökum þá næst hugbúnað. Talið
er, að í framtíðinni, þ.e. innan
næstu fimrn ára, muni verð á
hugbúnaði allt að tvöfaldast.
Eitthvað mun þetta verða mis-
munandi eftir gerð hugbúnaðar.
Þó er talið, að þetta eigi ekki síst
við um UNIX-hugbúnað.
Viðhald véla mun fara vaxandi
sem hlutfall af verði.
Onnur þjónusta mun einnig verða
dýrari sem hlutfall af verði.
Einn þáttur hefur ekki verið
nefndur hér fyrr og það er dulinn
kostnaður. Eg ætla að nefna hér
nokkra þætti en læt ykkur eftir að
meta þýðingu þeirra í heildar-
kostnaði:
- Talið er, að starfsmaður sem
fær einkatölvu noti ekki
Samanburöur á kostnaði
Kostnaður á notanda á 5 árum:
Einmenningstölvur £2.900 - £8.000
Meðalstórar tölvur
UNIX £2.000 - £2.666
AS/400 £2.333 - £2.750
DEC £2.417 - £3.300
Stórtölvur £2.133 . £2.709
20 - Tölvumál