Tölvumál - 01.10.1992, Síða 21
Október 1992
minna en 5% af vinnutíma til
eðlilegs viðhalds og umsjónar
með tölvunni sinni. Það gæti
þýttfyrir lOOmannafyrirtæki,
að allt í einu hefði bæst við
kostnaður sem næmi launum
5 manna.
- Erfiðara eða jafnvel ómögulegt
er að samnýta tiltæk afköst
einkatölva og getur slíkt leitt
til frekar fjárfestingar. MIPS
geta verið þar mörg en eru
afskaplega illa nýtt.
- Oft gleymist, að þótt bein-
línuvinnslan sé aðalákvörð-
unarþáttur í vélakaupum í dag
þá er enn unnin allmikil runu-
vinnsla og verður svo áfram.
Oft fylgir þá annaðhvort
kostnaður við keyrslur á
kvöldin og nóttunni eða stærri
vélar til að afgreiða slíkar
keyrslur á dagtíma.
- Hrakvirði smátölva er lítið
eða ekkert á sama tíma sem
enn eru verðmæti í stórtölvum
að 3 til 4 árum liðnum.
Ýmislegt fleira mætti tína hér til
en ég læt hér staðar numið.
Algengar fullyrðingar
Það er nauðsynlegt, að fara
nokkrum orðum um ýmsar al-
hæfingar sem oft heyrast:
Við sniðsmœkkun minnkar
vélbúnaðarkostnaður.
- það þarf ekki að vera rétt.
Við sniðsmækkun lœkkar
hugbúnaðarkostnaður.
- Gæti verið í augnablikinu en
er að breytast.
Fœkkun starfsfólks fylgir
sniðsmækkun.
- Sennilega rétt að fækkun
verður í tölvumiðstöð en í þess
stað stórvex tími sá sem notendur
eyða í tölvuvinnslu og jafnvel
fjölgar fólki þar.
Hraðari þróun verkefna ogfleiri
pakkar á markaðnum.
- Má vera rétt en breytist ört auk
þess sem flestar stórar stofnanir
og fyrirtæki vilja skrifa sín
eigin kerfi þó ekki væri nema
vegna samkeppni.
Sveigjanleikifylgir sniðsmœkkun.
- Stundum rétt - stundum rangt.
Þúsundir eru að sniðsmækka.
- Rangt. Könnun XEPHON frá
fjúlf sl.[l991/ristj.] Innanvið
5% stórtölvunotenda voru þá
eða höfðu áform um að
sniðsmækka eitthvað eða öll
verkefni sín. Þeir sem voru
að sniðsmækka voru fyrirtæki
sem af öðrum ástæðum voru
einfaldlega að dragast saman.
Einmenningstölvur auka afköst
og framlegð.
- Rangt. Bandarísk könnun á
þjónustufyrirtækjum sýndi að
tvöföldun tölvuafls á skrif-
borði í Bandaríkjunum gaf
aðeins 0,2% aukna framleiðni
á ári. Japan og- Þýskaland
höfðu lægstu fjárfestingu á
tölvuafli á skrifborð af "iðn-
ríkjunum" á sama tíma með
framleiðniaukningu sem þið
þekkið.
Niöurlag
Ég byrjaði á að segja frá Reikni-
stofunni og eins ég sagði áður er
enn vöxtur í færslufjölda þar.
Þessi vöxtur ásamt meiri kröfum
um stöðugt vinnuumhverfi og
góðan svartíma gerir stöðugt
kröfur til aukins vélbúnaðar. En
Reiknistofan eins og allir aðrir í
harðnandi samkeppni leitar leiða
til að veita megi fyrrgreinda
þjónustu eins ódýrt og hægt er -
burtséð frá því hverjar vélarnar
verða. Við vitum, að hægt er að
slá á færslufjöldann með því að
taka upp þjónustugjöld í banka-
kerfinu og ef til vill verður það
gert. En Reiknistofan mun í fram-
tíðinni sem hingað til skoða allar
leiðir til að finna hverju verkefni
það rétta umhverfi sem gefur
mesta hagkvæmni.
Stórar vélar eða litlar vélar eru
okkur ekki trúaratriði og því
verðum við líka að taka varlega
öllum þeim sem telja frelsunina
eingöngu í smærri vélurn. Engar
almennar forsendur réttlæta slíkt
í dag og ekki eru líkur á því að
það verði réttlætt á fjárhagslegum
forsendum á næstunni - miðað
við verðlag og þann meðalvöxt
sem verið hefur síðastliðin ár.
En það er líka annar flötur á
þessu máli. Þið kunnið að vilja
minnka við ykkur og þá gerið
þið það líklega á öllum sviðum,
- líka á tölvusviðinu og ef þið
viljið kalla það sniðsmækkun
frekar en samdrátt þá er ykkur
það frjálst.
En að lokum: í Bretlandi hefur
verið kreppa nokkur undanfarin
ár og þar hafa fyrirtæki leitað
leiða lil að bregðast við því.
Ein lausnin var að keyra verkefnin
sín hjá öðrum og kölluðu menn
það "outsourcing" fyrir tveimur
árum - nú heitir það "facility
management" eða aðstöðu-
stjórnun. Menn töluðu urn
"downsizing"(sniðsmækkun)
eða samdrátt fyrir tveimur árum
- nú heitir það "rigthsizing" eða
aðlögun. Svona breytist yfir-
bragð hugmynda eftir því sem
reynslan verður meiri. Stórtölvu-
umhverfið á Islandi hefur verið
helsta "facility management" hér-
lendis í áratugi og hefur stundað
"rightsizing" í mörg ár. Svona
erum við á undan tímanum!
Stórtölvan er lifandi og ekkert
sem bendir til annars en að hún
lifi og muni lifa áfram góðu lífi!
21 - Tölvumál