Tölvumál - 01.10.1992, Page 23
Október 1992
eru til trafala fyrir þá sem kunna
að nreta dýrar lausnir.
Þegar búa þarf lil hugbúnað senr
er eitthvað meira en nokkrar
skjámyndir þá eru góðar líkur á
að venjulegum rneðal TölvuJóni
sem á að skrifa hugbúnaðinn
takist að klára 90 - 99% af verkinu
á viðunandi tíma ef hann gerir
eins og mörgurn finnst best: tala
lauslega við notendur og byrja
svo að forrita. Síðustu 1-10%
taka svo oft á tíðurn mun lengri
tíma en fyrri hlutinn! Þessar
"frjálsu" aðferðir eru ótrúlega
lífseigar þó málsvarar þeirra hafi
ekki hátt um skoðanir sínar og
leikur enginn vafi á að þær eru
ávísun á dýrari lausnir.
5. Láttu tölvudeildina
þína aðeins vinna
þau verkefni sem hún
hefur litlar eða engar
forsendur til að vinna
Ef tölvudeildin hjá þér er sterk í
ákveðinni tegund verkefna t.d.
bókhaldsverkefnum þá er um að
gera að láta hugbúnaðarhús vinna
slík verkefni fyrir þig en láta
tölvudeildina ávallt vinna þau
verkefni sem hún hefur litlar eða
engar forsendur til að vinna.
Undanfarin ár höfum við staðið
frammi fyrirsamdrætti ogkröfum
um lækkun útgjalda til tölvumála
á sarna tíma og ætlast er til að
tölvudeildir skili af sér nýjum
tölvukerfumfljóttog vel. Þettaer
ekkert séríslenskt fyrirbrigði -
síður en svo. Vegna þessa hefur
athygli manna m.a. beinst að
áðurnefndum "Case-tólum" og
því sem á ensku er nefnt
"outsourcing". I örstuttu máli þá
telja menn sig spara mikla
fjármuni og stytta þróunartíma
hugbúnaðar með því að skoða
fyrir hvert verkefni sem vinna
þarf, hvort heppilegt sé að láta
tölvufólk fyrirtækisins vinna
verkefnið eða fá til þess tiltekið
hugbúnaðarfyrirtæki með sér-
þekkingu eða jafnvel bjóða
verkið út. Sé verkefnið innan
þess ramrna sent kalla mætti
"sterkuhliðartölvudeildarinnar!"
þá beri að láta hana vinna verkið,
ef svo er ekki þá sé trúlega mun
ódýrara að láta hugbúnaðarhús
sem hefði þessa sérþekkingu um
verkið. Þessi umræða hefur
breytt stöðu rnargra tölvudeilda
þannig að þeirra meginverkefni
er að móta og framfylgja stefnu
fyrirtækisins í tölvumálum og
skrifa einföldustu tölvukerfin en
öll flókin kerfi eru keypt tilbúin
eða unnin utan fyrirtækisins.
Vafalaust eru mörg fyrirtæki að
þróa hugbúnað í dag sem þau
hefðu getað fengið mun ódýrari
ef þau hefður keypt stöðluð kerfi
eða látið hugbúnaðarhús vinna
fyrir sig. Þetta er þó ekki einfalt
hér á okkar litla markaði því rnörg
fyrirtæki telja sig hafa keypt kerfi
frá íslenskum hugbúnaðarhúsum
allt of dýru verði.
6. Skiptu þér sem
minnst af því hvaöa
ákvæði og varnaglar
eru í samningum
Ekki skal gert lítið úr þeiin
möguleikum sem við höfum til
þess að búa til dýran hugbúnað
innan okkar eigin lyrirtækja en
pottþéttasta leiðin er sú að gera
opinn samning við hugbúnaðar-
hús sem uppfyllir eftirtalin
skilyrði:
- Ekkert mark tekið á hinni
ýtarlegu handbók RUT-
nefndarinnar "Upplýsinga-
kerfi ríkisstofnana - mat á
valkostum" ásamt með-
fylgjandi ÍST 32 forstaðli.
- Verkið unnið í tímavinnu -
ekki fast verðtilboð.
- Kerfislýsing óljós og breytist
stöðugt.
- Engin skilyrði sett um menntun,
þjálfun eða reynslu þeirra senr
vinna verkið hjá hugbún-
aðarhúsinu.
- Afhendingartími sveigjanlegur
og engin refsiákvæði.
- Eignar- og söluréttur óljós.
- Veldu fólk, frá þínu fyrirtæki, í
verkefnið sem hefur ekkert
þarfara að gera og gegnir
örugglega ekki lykilhlutverki
né hefur yfirsýn yfir vanda-
málin sem leysa þarf.
- Láttu kerfið leysa öll vandamál
og reiknisdæmi sem upp geta
komið.
7. Vinnum aö því aö
varanlegur skortur
veröi á hugbúnaðar-
fólki
Það tryggir að hugbúnaður
verður áfram dýr því þá eigum
við auðveldara nteð að krefjast
hæm launa. Einnig veldurskortur
á hugbúnaðarfólki örari til-
færslum milli vinnustaða og þar
með auknum kostnaði við
menntun starfsfólks. Svo getur
viðvarandi skortur á fagfólki
orðið lil þess að einstakir
starfsmenn sjái ekki þörfina á því
að leggja sig frant vegna þess að
þeir vita hversu erfitt er að fá
hæft fólk í vinnu.
Niðurstaða: Hugbúnaður er
dýr af því að flest þau ráð sem
nefnd eru hér að framan eru á
allra vitorði - og eftir þeim er
farið.
23 - Tölvumál