Tölvumál - 01.10.1992, Síða 25

Tölvumál - 01.10.1992, Síða 25
Október 1992 Leiðbeinandi: Oddur Benedikts- son, prófessor. Tími og verð: 16., 17. og 19. nóv. kl. 08:30-12:30. Kr. 14.000. UNIX FRAMHALDS- NÁMSKEIÐ Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa nokkra reynslu af Unix-stýrikerfinu. Forkröfur er þær að þátttakendur hafi áður farið á "Unix fyrir nýja notendur" eða hafi sambærilega reynslu. Markmið: Markntiðið er að þátt- takendur geti nrótað vinnu- umhverfi sitt í Unix-tölvu. Efni: Ætlast er lil að þátttakendur kunni frumatriði Unix-stýri- kerfisins. Farið verður í með- höndlun textaskráa, uppsetningu vinnuumhverfis, einfalda skelja- forritun og tölvusamskipti. Leiðbeinandi: Helgi Þórsson,töl- fræðingur hjá Reiknistofnun H.í. Tími og verð: 23.,24. og 26. nóv. kl. 8:30-12:00. Kr. 14.000. TAUGANET OG LOÐIN KERFI - “Neutral Network and Fuzzy Systems" Þátttakendur: Námskeiðið er einkurn ætlað þeim sem vinna að aðgreiningu á gagnasöfnum, t.d. fiskifræðinga, veður- fræðinga, tryggingar- og tölvu- fræðinga og verkfræðinga sem eru í gagnavinnslu. Efni: Markmið námskeiðsins er að vekja athygli raunvísinda- manna og verkfræðinga á nýrri tölvugreindaraðgerð sem nefnist "Fuzzy Systems" eða loðin kerfi. Leiðbeinendur: Umsjónarmaður er Valdimar K. Jónsson, prófessor. Aðalkennari erdr. Rod Taber frá Alabama. Einnig verða um þrír íslenskir leiðbeinendur við æfingar. Tími og verð: 23. og 25. nóv. kl. 08:30-16:00. Kr. 28.000. Desember GERÐ FYRIRSPURNA í TÖLVUGAGNAGRUNNA: SQL-fyrirspurnamálið fyrir tölvunotendur Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað skrifstofufólki og sérfræð- ingum sem vilja sjálfir vinnaupp- lýsingar úr tölvugagnagrunnum. Markmið: Að kenna notkun SQL-gagnavinnslumálsins við upplýsingaleit og fyrirspurnir í tölvugagnagrunnum. Efni: Farið verður yfir uppbygg- ingu nýtísku gagnagrunnskerfa, töflulíkanið kynnt, leitaraðferðir í tölvukerfum, uppbygging gagna ítöflugagnagrunnum. sýnt hvern- ig hægt er að tengja saman töflur. Kennt verður á einfalt gagna- leitarforrit. Kenndar verða helstu skipanir í SQL til að draga upplýsingar úr töflugagnagrunum t.a.m. inn á töflureikni og einnig skipanir til að breyta gögnum. Leiðbeinandi: Bergur Jónsson yfirtölvunarfræðingur Lands- virkjunar. Tími, staður og verð: 2.-4. des. kl. 8:30-12:00 íTölvuskólaEinars J. Skúlasonar hf. Kr. 16.000.-. GPS-STAÐSETNINGAR- KERFIÐ "Global Positioning System": Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á hagnýtingu GPS-kerfisins, bæði tæknimönnum og notendum. Efni: Námskeiðið skiptist í tvo hluta, þ.e. kynning á GPS-kerfinu annars vegar og nánari umfjöllun um tæknilegaútfærslu hins vegar. Kynning: Helstu einkenni og eiginleikar GPS-kerfisins og þróun þess í fortíð og framtíð; grundvallarlögmál kerfisins, helstu skekkjuvaldar og ná- kvæmni í notkun; GPS-móttöku- búnaður og eiginleikar hans; notkunarsvið kerfisins og leið- rétlingartækni. Tæknileg úlfœrsla: Merkja- og skeytagerðir í GPS-kerfinu; út- vinnsla merkja í móttökurum, fasalæstar rásir og stafrænar vinnsluaðferðir; hlutverk Kal- man-síunar og uppbygging hug- búnaðarins; aðferðir við staðar- ákvörðun og áhrif geometrískrar afstöðu gervitunglanna á ná- kvæmni; GPS-leiðréttingarkerfi ognákvæmni slíkra kerfa; notkun GPS á sjó, á landi og í lofti; prófanir á nákvæmni GPS-kerfis- ins og mæliniðurstöður. Leiðbeinandi: Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Sæmundur E. Þorsteinsson verkfræðingur og Þorsteinn G. Gunnarsson verk- fræðingur. Tími og verð: Kynningin 2. des. kl. 13:00-17:00. Kr. 4.500. Tæknilega útfærslan 3.-4. des., kl. 13:00-17:00.Kr.8.500.-. Hægt er að taka aðeins annan hlutann, en ef allt námskeiðið er tekið er verðið kr. 11.500. HLUTBUNDIN FORRITUN NOTENDASKILA í C++ UNDIR WINDOWS Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað forriturum og hönnuðum sem vilja kynnast forritun not- endaskila og þá einkum í C++. Forkröfur: Þáttt. þekki C++. Efni: Kennd verður gerð not- endaskila í C++ undir Windows. Forritunarumhverfið Turbo C++ og klasasafnið ObjectWindows verður notað í kennslu og í verklegum æfingum. Fariðverð- ur í grundvallaratriði glugga- forritunar, hönnun og forritun not- endaskila í ObjectWindows, svo og tengsl notendaskila við notendaforrit sem skrifuð eru í hlutbundnu forritunarmáli. Leiðbeinandi: Ebba Þóra Hvann- berg tölvunarfræðingur og ad- júnkt við tölvunarfræðiskor H.I. Tími og verð: 3., 4., 7. og 8. des. kl. 8:30-12:30. Kr. 16.000.-, auk kennslubókar. 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.