Tölvumál - 01.10.1992, Side 27

Tölvumál - 01.10.1992, Side 27
Október 1992 Að sjá skóginn fyrir trjánum í klasafrumskóginum Sveinn Baldursson, tölvunarfræðingur hjá TölvuMyndum hf. Byggt á erindi sem flutt var á ráðstefnu SI um Vinnubrögð í hugbúnaðargerð, 7. maí s.l. Ertu hlutbundin(n)? Gegnum tíðina hafa nokkrar meiri háttar byltingar tröllriðið hug- búnaðargerðinni frá því hún fyrst leit dagsins ljós. Forritun í smalamáli var bylting umfram vélarmálsforritun og forritun í æðri forritunarmálum eins og FORTRAN og COBOL þótti bylting umfram forritun í smala- máli. Inn á milli byltinganna komu fram hugmyndir, sem ætlað var að betrumbæta það sem fyrir var, s.s. hugmyndir um mótaða forritun, mótaða hönnun og mótaða greiningu. Allir áttu að vera svo mótaðir, eða "strúktúreraðir". Nú er ekki lengur í tísku að vera mótaður. Nú gildir að vera sem hlut- bundnastur eða "obbdjekt óríent- eraður". Og ef maður er ekki "obbdjekt óríenteraður", þá á maður á hættu að fá ekki vinnu - eða launahækkun. Ef rétt er, sem spáð er, að hlutbundin hugbúnaðargerð sé meiriháttar bylting, þá má búast við að stjórnendur hugbúnaðar- húsa og tölvudeilda muni í framtíðinni horfa djúpt í augu væntanlegra nýliða og spyrja há- tíðlega: "Hversu hlutbundin(n) ertu - raunverulega?" Og ef til vill mun það tíðkast sums staðar að menn þurfi að þreyta pínulítil próf í atvinnuleit sinni. Þá verður ekki nóg að kannast við erfðir, gagnahuld og fjölgervi, heldur verða menn að kunna skil á dimmustu skúma- skotum forritunarmálsins C++, klösum, sýndarföllum, vinum, snriðum og tortímendum, hvaða föll og virkjar erfast sjálfkrafa og hver ekki, hvaða föll eru búin til sjálfkrafa af þýðandanum, hvaða aðgerðir geta skilað gildi og hverjar ekki, hver munurinn er á "prívat", "public" og "prótekted", hvenær rétt er að búa til sýndarföll og hvenær ekki, hvert er samspil sýndarfalla og sjálfgefinna gilda á færibreytum, hvenær fall má skila bendli á hlut og hvenær það er sko ekkert sniðugt og hvenær þaðmábaraallsekki. Já-hvenær má þetta og hvenær má hitt og hvenær má það ekki í C++? Það er sannarlega hættulegt að sigla gegnum skerjagarð þessa umtalaða fomtunarmáls, en þeim sem tekst það, stendur til boða að fiska vel. Hægt væri að halda áfram að lofa og lasta C++ og verður það gert síðar, en helsti tilgangur þessarar greinar er sá að segja frá þeirri reynslu, sem undirritaður hefur haft af klasasöfnum (e. class libraries) og svokölluðum blaðara (e. browser) fyrir C++. Klasasöfn fyrlr gluggakerfi Með tilkomu gluggakerfa eins og Macintosh, Windows og PM, þá hafa notendaviðmót forrita einfaldast til muna. A hinn bóginn hefur verk forritarans aukist talsvert, því forritunarskilin fyrir ofannefnd gluggakerfi eru umfangsmikil og fremur flókin. Því hefur tilkomu hlutbundinnar forritunar verið tekið fegins hendi í þessum geira, því vonir manna eru þær að hlutbundin forritun geti einfaldað til muna hugbúnaðargerð fyrir glugga- kerfi. Samhliða þessari þróun, þá hefur risið þörf fyrir for- ritunarskil, sem hægt er að nota fyrir öll algengustu gluggakerfin. Nú keppast ýmsir framleiðendur við að koma á markaðinn með slík forritunarskil, sem gefa forritaranum þann möguleika að skrifa forrit fyrir eitt gluggakerfi og þýða það óbreytt fyrir annað gluggakerfi. Eitt slíkt kerfi er C++/Views (sjá mynd 1.). Punktar............... Og enn flelri hagtölur UNIDO, sem er ein af stofn- unum Sameinuðu Þjóðanna, býður einnig ýmsar alþjóð- legar hagtölur á segulbandi eða disklingum. . Nánari upþlýsingar veitir Industrial Statistics and Sectoral Surveys Branch, United Nations Industrial Development Organi/ation, P.O. Box 300. A-1400 Vienna Austria. Bréfasími .... 23 21 56. 27 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.