Tölvumál - 01.10.1992, Side 28

Tölvumál - 01.10.1992, Side 28
Október 1992 Jafnframt því að vera klasasafn, inniheldur C++/Views blaðara og önnur hjálpartæki. Reynsla okkar af klasasafninu er fremur góð og það er öruggt mál að notkun þess hefur sparað okkur talsverðan tíma miðað við forritun í C fyrir Windows, Macintosh og PM.. Okkur finnst það einfaldara í notkun heldur en t.d. for- ritunarskilin fyrir C í Windows og má það að miklu leyti þakka hinni hlutbundnu hönnun þess. Taka verður fram að ekki er nóg að tiltekið for- ritasafn sé hlutbundið til þess að vera gott. Hönnun hlutbundins forritasafns, sem kallast þar með klasasafn, er að rnörgu leyti vanda- samari en hönnun óhlutbundins forritasafns. Virðist sem hönnuð- urn C++/Views klasasafnsins hafi tekist nokkuð vel upp. Ohætt er að benda þeim, sem stefna á hugbúnaðargerð fyrir gluggaumhverfi í C++ að hafa klasasöfn í ætt við C++/Views í huga. En C++/Views er meira en klasasafn. Pakkanum fylgir svo- kallaður "browser" eða blaðari, en það er hugbúnaður sem auðveldar forritaranum að sjá skóginn fyrir trjánum í klasa- frumskóginum (sjá mynd 2). Hugmyndin að hinum þrískipta glugga blaðarans er fengin frá Smalltalk umhverfinu og ættu Smalltalk forritarar að kannast vel við sig í þessu umhverfi. Þessi sama þrískipting er einnig fyrir hendi í Actor en það er hlutbundið forritunarumhverfi sem var sérstaklega þróað fyrir Windows. Hvað gerir svo blaðarinn fyrir okkur? - Almennt séð, þá býr hann til veröld, þar sem klasar og einkenni þeirra eru megin- viðfangsefni forritarans. - Hann sér um innflutning á klösum og niðurbrot þeirra í aðferðir (föll), breytur og þær þulur sem búa að baki hvers falls. - Hann býr tii "make" skrá fyrir okkur, en "make" forrit, sem kalla mætti gerðarforrit, þykja ómissandi við hugbúnaðar- gerð eftir að menn hafa á annað borð kynnst þeim. - Hann getur sýnt valda hluta úr klasa, s.s. breytur, föll og vini (e. friends), einnig sýnileika þeirra o.fl. Hverjir eru svo gallarnir við þennan blaðara? - Hann er svolílið hægvirkur og er lítil von til þess að það lagist fyrr en 586 tölvur eða sambærilegar koma á mark- aðinn. - Enn eimir af villum í honum, sem maður lærir að snið- ganga af reynslunni einni saman. Reynslan af C++ Hverersvoreynslaokkaraf C++? .C++ hefur vissulega ýmsa kosti: - Góður keyrsluhraði. - Flestir af kostum C erfast. - Flutningshæfni er mikil. 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.