Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 9
Desember 1992 Hvert stefnir í tölvusamskiptum? Gústav Arnar, yfirverkfræöingur, Pósti og síma Byggt á erindi semflutt var á ráðstefnu S/ um víðtengd tölvunet sem haldin var 5. nóvmeber s.l. Inngangur Á síðustu tveimur áratugum hefur verið mikill vöxtur í tölvu- fjarskiptum, t.d. var hlutdeild þeirra í fjarskiptum í Banda- ríkjunum 3% árið 1970, en er nú komin yfir 20%. Fáar greinar atvinnulífs í iðnþróuðu ríkjunum hafa sýnt jafn öran vöxt og tölvu- og fjarskiptatækni og má rekja það bæði til tæknilegra og þjóðfélagslegra ástæðna. Islend- ingar hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og þáttur upp- lýsingatækni í íslensku atvinnu- lífi verður sífellt stærri. Þróun mála á íslandi Eins og í öðrum löndum fórtölvu- fjarskiptum á Islandi fyrst frarn á tallínum með tilheyrandi mótöld- um og bitahraða frá 300 upp í 2400 b/s. Á tímabilinu 1970 lil 1980 voru miklar framfarir erlendis í gerð mótalda og verð þeirra lækkaði með þeim af- leiðingunt að sífellt fleiri fyrir- tæki sáu sér fært að tengjast stórum tölvum urn leigulínur. Sambærileg aukning átti sér stað hér á landi eftir 1975. Jafnframt var á þessum áratug varið mikilli vinnu í hönnun almennra neta fyrir gagnaflutning til þess að mæta þörfum notenda fyrir teng- ingu ekki einungis við stórtölvur heldurogmillinotendainnbyrðis. Tvær mismunandi lausnir voru notaðar, annars vegar rásaskipt net, sem símafyrirtæki hafa víða boðið undir heitinu Datex, og hins vegar pakkaskipt net, sem ganga oftast undir heitinu Data- pak. I mörgum löndurn, m.a. á hinurn Norðurlöndunum, var álitið að bæði netin mundu vera nauðsynleg til þess að uppfylla allar kröfur markaðarins. Islendingar voru nokkuð á eftir nágrannaþjóðunum, en um 1980 hófst umræða um nauðsyn al- menns gagnallutningsnets, sem leiddi til þess að pakkaskipt net í samræmi við X.25 staðalinn var tekið í notkun áárinu 1985. Það var frá byrjun landsnet með skiptistöðvum í öllum landshlut- um og í upphafi var mestur hraði í notendatengingu 19,2 Kb/s. Líkt og gilt hefur í netunr fyrir aðra þjónustu, eins og tal og telex, eru tekin gjöld fyrir umferð og í almenna gagnaflutningsnetinu eru þau í formi tíma- og gagnasneiða- gjalds auk minni háttarfasts gjalds fyrir hvert samband. Mynd 1 sýnir, hvernig notendum í netinu hefur fjölgað. Þrátt fyrir tilkomu alnrenna gagnaflutningsnetsins hélt leigulínum fyrir gagna- flutning áfram að fjölga og virtist svo sem stærstu fyrirtæki á sviði tölvufjarskipta kysu að nota leigulínur frekar en gagnanetið. Auknar kröfur Framfarir í vinnsluhraða mið- verka og stærð minniseininga hafa verið mjög stórstígar og jafnvel stafrænu fjarskiptanetin hafa ekki verið í takt við tölvutæknina. Breyttar áherslur í fyrirkomulagi tölvukerfa hafa einnig hal't í för með sér nýjar kröfurtil tölvufjarskipta. Staðar- netum hefur t.d. fjölgað mjög ört á síðustu árum við það að PC vélar hafa tekið við hlutverki stórtölva í vaxandi mæli og dreifð vinnsla hefur tekið við af miðvinnslu. Bitahraði í staðarnetum hefur aukist mjög verulega frá 1980, síðast með tilkomu FDDI (Fiber distributed data interface), sem fræðilega getur boðið 100 Mb/s hraða, en nothæfur hraði er oftast verulega rninni eða milli 20 og 50 Mb/s. En það eru ekki einungis einkatölvur, sem tengjast staðar- netum, stórtölvur þurfa líka tengingu við aðrar tölvur og eins og gefur að skilja eru hraðakröfur hér meiri. Unnið er í Banda- ríkjunum að nýjum staðli, Hippi (high performance parallel interface), senr er ætlað að tengja saman tölvubúnað innan bygg- ingar og keyrir á 800 eða 1600 Mb/s og einnig er verið að hanna aðra aðferð, sem gengur undir heitinu Fiber Channel eða ljós- þráðarrásin. Hin síðarnefnda á að spanna nokkra km og mesti bitahraði verður 1062,4 Mb/s. í samanburði við þessar tölur virðist bitahraði Ethernetsins næsta lítilfjörlegur. Samtenging staðarneta Hin mikla aukning staðarneta hefur svo leitt af sér þörf lyrir samtengingu þeirra. Dæmi um notendur, sem vilja tengja saman staðarnet, eru fyrirtæki með starfsemi á fleiri en einum stað og fyrirtæki og stofnanir, senr fá þjónustu í formi upplýsinga eða 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.