Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 24
Desember 1992 Hugmyndarík margmiðlun Hilmar Gunnarsson, Hugmynd Margmiðlun (multimedia) stend- ur fyrir samspil hljóðs, myndar og hvers þess miðils sem getur komið upplýsingunt til skila á lifandi hátt. Þetta hugtak hefur verið mikið í tísku undanfarin ár, en það er þó ekki fyrr en nú að hagnýt not margmiðlunar eru að koma í ljós. Forsendur þessa eru að tæknibúnaður til marg- miðlunar hefur tekið stórstígum framförum jafnframt því sem verðlag slíkra tækja nálgast raunhæft stig. Sem aðra forsendu má einnig nefna sívaxandi upp- lýsingaþorsta almennings jafnt sem fyrirtækja og auknar kröfur um lifandi framsetningu upp- lýsinga. Hér á eftir verður sagt frá tölvukerfi sem byggir á marg- miðlunog erlýsandidæmi umþá byltingu sem er að eiga sér stað í miðlun upplýsinga með aðstoð tölvutækninnar. Fasteignasýningakerfið Eitt af þeirn vandamálum sem kaupendur fasteigna glíma við er hve mikill tími fer í skoðun þeirra eignasemkomatilgreina. Dæmi eru um að fólk hafi skoðað meira en 50 eignir áður en það hafi fundið þá einu réttu. Oft á tíðum hefur fólk ákveðna mynd í huga þegar það er í fasteigna- hugleiðingum ogþarfekki annað en að líta augnabiik yfir eign til að sjá hvort hún komi til greina eða ekki. Til að einfalda þetta oft langa ferli sem fasteignakaup eru liggur beint við að fast- eignasölur geymi myndir af þeim eignum sem þær hafa á söluskrá og geri þær aðgengilegar vænt- anlegum kaupendum. Þegar í dag hafa ýmsar leiðir verið reyndar og árangur þeirra verið misgóður. Það að taka ljós- myndir af eignum hefur reynst tímafrekt, því áðuren viðskipta- vinurinn fær að berja myndirnar augum þarf að framkalla þær, líma á spjald, prenta út helstu upplýsingar og að lokum að stilla þeim upp. Hugmynd hefur nú hannað tölvukerfi sem er einfalt í vinnslu og gerir væntanlegum kaupendum kleyft að kynnast þeim eignurn sem í boði eru á tölvuskjá. Fasteignasalan Húsa- kaup hefur þegar tek ið kerfi þetta í notkun. Kerfið nýtir sér nýjustu tækni til margmiðlunar. Þegar fasteigna- sali skoðar eign í fyrsta sinn og metur hana hefur hann með sér venjulega videotökuvél. Með henni tekur hann síðan myndir af eigninni að innan sem utan. Þegar komið er á skrifstofuna aftur er videotökuvélin tengd við tölvu þá sem fasteignasýningakerfið er á og myndirnar af eigninni fluttar yfir á örskömmum tíma. Síðan eru helstu upplýsingar um eignina færðar inn (sjá mynd 1) og eignin er tilbúin til sýningar. Fasteignasýningakerfinu er stjóm- að með snertiskjá, sem einfaldar til muna val aðgerða. Fyrsta skjámyndin sem snýr að vænlan- legum fasteignakaupanda þegar hann sest niður við snertiskjáinn sýnir kort af stór- höfuð- borgarsvæðinu ásamt mismun- andi verðflokkum og ýmsum tegundum eigna (sjá mynd 2). Með því að snerta skjáinn velur notandinn síðan þau svæði (póstnúmer) sent hann hefuráhuga á, þær tegundir eigna sem hann kýs og síðan það verðbil sem hann hefur í huga. Þegar ýtt er á viðkomandi fleti breyta þeir um lit til að sýna valið. Það er síðan undir notandanum kornið hve marga valfleti hann styður á. Eins er hægt að sleppa að velja AnnaB: Rúmgott skrifstofuhúsnæði. n HUSflKflUP Eign númer: Heimilisfang: 2000 "►fl Hætta Suðurlandsbraut 52 QK Staðfest Póstnúmer: 108 M Eyða Stærð: 418 færslu VerB: 20.000.000 Leita Tegund: 5 Hjálp! Mynd / 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.