Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 22
Desember 1992 Sparisjóðirnir á íslandi v.- ap/cxi isjuuii ÖÖÍ;!::. 50 afgreiöslur sjóðanna eigi erindi út á þjóð- braut almennra gagnasamskipta. Gæti ekki verið skynsamlegra fyrir svo stórt fyrirtæki að reka fyrirtækjanet sitt á lokuðu neti? Islandsbanki hefur nú á annað ár rekið víðnet sitt á háhraða leigulínum. Bankinn rekur sína eigin leiðstjóra og starfsmenn hans stjórna umferð um netið. Innan fárra mánaða munu spari- sjóðirnir þurfa að taka ákvörð- un um hvemig þeir tengi saman tölvukerfi sín. Að mörgu er að hyggja áður en að því kernur og mun ég nú reifa nokkra þætti: * Stofnkostnaður og rekstrar- kostnaður við símalínur ætti að vera jafnhár hvort heldur verið er að kaupa þjónustu á háhraðaneti Pósts og símaeða leigja línur fyrir einkanetið. Afnotagjaldafgagnaflutnings- línum hlýtur að ráðast af þeim kostnaði sem stofnað er til en ekki af notkun. Annað er auðvitað með öllu óeðlilegt. Með væntanlegri þátttöku í EES og þeim kvöðum sem þeim samningum fylgja um samkeppnisaðstöðu kunna verðforsendur víðnetsteng- inga að gjörbreytast. * Stofnkostnaður og rekstrar- kostnaður af leiðstjórum ræðst af kaupverði og eðli- legum afskriftum og viðhaldi. Póstur og sími leggur til leið- stjóra á háhraðanetið, hefur þá væntanlega almennar þarfir og lausnir í huga og ræður notandi þar litlu um þótt hann kunni að hafa sérstakar þarfir í huga. A einkaneti velur notandinn sjálfur búnaðinn og getur á eigin ábyrgð valið leiðstjóra í samræmi við þá tækniþróun sem hann sjálfur hefur mesta trú á. * Gagnaöryggi er mjög mikil- vægur þáttur sem kannski hefur ekki verið nægjanlegur gaumur gefinn. Viðkvæmar upplýsingar flæða um netið, í okkar tilviki viðskiptaupp- lýsingar, sem ekki mega liggja áglámbekk. Traustviðskipta- vina til banka eða sparisjóðs og trúnaður þeirra á mi 11 i kann að velta á því að farið sé með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þaðeittaðsýna megi fram á að hægt sé að hlera línur eða að upplýsingar fari á rangan áfangastað fyrir mistök í netstjórnun geta ráðið úrslilum um áframhald- andi viðskipti. Sú spurning er auðvitað áleitin hvort trúa eigi utanaðkomandi aðila fyrir stjórnun á upplýsinganeti bankastofnunar, þótt sá aðili njóti fulls faglegs trausts að öðru leyti. * Rekstaröryggi tekur meðal annars til línulagna, netstjórn- unar og viðhalds á leiðstjór- um. Póstur og sími mun auð- vitað reyna eftir fremsta megni að gæta fyllsta öryggis á gagnaflutningsleiðum, hvort heldur sem um er að ræða háhraðanetið eða leigulínur. Viðhald á leiðstjórum er í höndum umboðsaðila en spurning er hvort netstjórnun sé betur komin í höndum notenda eða Pósts og síma. * Mér er ekki kunnugt hvaða ráðstafanir Póstur og sími hefur gert í sambandi við net- stjórnun, en fylgjast þarf með álagi á netinu og hvort óeðlilegarhindranirkomi upp sem ef til vill mætti rekja til bilana í búnaði. Ofyrirséð álag á almennu neti getur komið sér illa fyrir banka- stofnanir sem leggja áherslu á hraða í þjónustu. A einkaneti er hægt að stýra álaginu með forgangsröðun og tímaáætl- unum. Eg geri ekki ráð fyrir að of mikið álag hafi hingað lil valdi vandaen með fjölgun notenda, aukinni notkun og stórauknum gagnasendingum í formi mynda og hljóðs gæti sannanlega komið til þess. * Meðaðgangiaðháhraðaneti Pósts og síma er verið að taka þátt í að afskrifa þá fjárfestingu sem þegar hefur verið stofnað til. Það er því alfarið í hönd- um Pósts og síma hversu hratt fy lgst verðu r með tæknifram- förum, hvenær ný og hugsan- 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.