Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 23
Desember 1992 Grófir og ósæmilegir tölvuleikir fordæmdir Anna Kristjánsdóttir, varaformaður SÍ Stjóm Intemational Federation for Information Processing (IFIP) samþykkti á fundi sínum í haust að senda öllum aðildarfélögum eftirfarandi ályktun austurríska skýrslutæknifélagsins: "Tölvuleikir eru meðal mest notuðu tölvuforrita, einkurn hjá börnum og unglingum. Slíkforrit hafa margvíslega kosti. Með þeim er hægt að vekja unga leik- endursnemmatil umhugsunarum fjölmargt það sem einkum hefur verið talið viðfangsefni ung- lingsára, svo sem þjálfun í hugsun og einbeitingu, rökhugsun, sveigjanleika og hæfni til að sjá mismunandi leiðir auk þess sem orðaforði í ensku hefur aukist o.fl. Því miður hafa menn á síðustu árum orðið varir við að börn og unglingar fengjust við tölvuleiki sem eru mjög grófir og ósæmi- legir á allan hátt. Hér er átt við sérlega hrottalega stríðsleiki, klámfengna leiki og leiki sem ala á þjóða- og kynþáttafordómum oghatri. Það er ógnvekjandi að verða vitni að því ábyrgðarleysi og skorti á mannvirðingu sem ríkir við gerð, dreifingu og notkun slíkra forrita. Austurríska skýrslutæknifélagið, sem er heildarsamtök allra austurrískra stofnana og félaga sem hafa áhuga á upp- lýsingatækni, finnur sig knúið til að benda á þær hættur sem eru samfara forritum af þessu tagi og að fordæma um leið dreifingu og notkun slíkra leikja. Félagið hvetur alla sem málinu geta tengst að vinna á allan hátt gegn framleiðslu, dreifingu og notkun slíkra tölvuleikja. Við beinum þeirri áskorun til allra að kaupa aðeins og gefa tölvuleiki sem virða mannlega reisn og sæmd. Til eru fjölmargir tölvuleikir sem ekki aðeins eru aðlaðandi og spennandi heldur eru líka mikilvægir fyrir þroska barna og unglinga, leikir sem aðlaga má á ýmsan hátt eða ævin- týraleikir sem örva hæfni til að tengja hugmyndir og hugsa í rök- réttu samhengi samtímis því að gefa þeim sem leika kost á að læra erlent tungumál." Erindi IFIP er hér með komið á framfæri og er vonast til að menn beiti sér á þessu sviði hér á landi sem annarsstaðar. Sparisj. frh. lega ódýrari eða hraðvirkari eða fjölbreytilegri tækni verður tekin upp. Með eigin neti hefur notandinn frjálsari hendur og getur sjálfur metið hagkvæmni þess að endurnýja hratt eða nýta til lengri tíma. * Stöðlun, sér í lagi á sviði tölvusamskipta, hefur verið eitt af grundvallaratriðum nýrrar tæknistefnu sparisjóð- anna. Sú aðferð sem mestri útbreiðslu hefur náð hérlendis á sviði háhraðasamskipta styðst hins vegar við sértæka lausn eins fyrirtækis sem að vísu er í fararbroddi á sínu sviði. Hafa verður í huga svigrúm til sjálfstæðrar þróun- ar og svigrúms til að velja nýja tækni og nýja samstarfs- aðila eftir því sem tækninni fleygir fram. Með þessari samantekt er ég ekki að taka afstöðu til háhraðanets P&S heldur að vekja athygli á að um fleiri en einn möguleika er að ræða. Akvörðunin verður hins vegar mjög stefnumarkandi fyrir alla þróun upplýsinganets spari- sjóðanna. Lokaorð Samtengd tölvunet eru auðvitað ekki tilgangur í sjálfu sér heldur fyrirsjáanleg nauðsyn dreifðra fyrirtækja sem ætla að nýta sér upplýsingatæknina. Nettenging tölva á staðarneti eða víðneti er flókin tækni, bæði hvað varðar tölvutæknileg samskipti og kerfisfræðilega uppbyggingu. Mín lokaorð verða því að minna á nokkur heilræði til þeirra sem standa frammi fyrir netvinnslu: * Marka þarf stefnu í upp- lýsingamiðlun, hvaða mark- miði skuli ná og í hvaða áföngum. * Marka þarf stefnu í útfærslu upplýsingamiðlunarinnar í samræmi við tilgang hennar. * Innbyrðis samræmi og stöðl- un verður ekki ofmetin * Reynsla annarra getur verið gulls ígildi. * Þolinmæði og þrautseigja er nauðsynlegt veganesti. 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.