Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 5
Desember 1992 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður SÍ Deilum byrðunum Þegar þetta er ritað er nýtt ár að renna í hlað. Árið sem er að líða hefur verið mörgum okkar gott en öðrum erfitt. Vaxandi atvinnuleysi setur mark sitt á þjóðfélagið og minnkandi þjóðartekjur segja til sín, jafnt í tölvugreininni sem í öðrum þjónustugreinum. Mikilvægt er að gæta ýtrustu hagsýni og draga úr kostnaði þar sem hægt er. Miklu skiptir í því samhengi að hafa í huga mikilvægi þess að hver einstakur fái haldið atvinnu sinni. Til fyrirmyndarer, sem gert hefur verið í einstaka fyrirtæki, að starfsmenn hafa stytt vinnu- tírna sinn til þess að ekki þurfi að koma til uppsagna samstarfs- manna. Með því koma starfs- menn til móts við þarfir atvinnu- rekenda um að draga úr kostnaði meðan erfiðleikarnir líða hjá og skipta jafnt með sér byrðunum af samdrættinum. Upplýsingatækni vaxtarbroddur Fáar greinar hafa vaxið jafn hratt a liðnum árum og tölvu- og upp- lýsingatæknigreinin. Nú stefnirí samdrátt um hríð og jafnvel afturför. Þá er nauðsynlegt að leila nýrra leiða og markaða til þess að halda áfram þeirri upp- byggingu sem átl hefur sér stað og nýta þá þekkingu sem byggð hefur verið upp í góðæri undan- farinna ára. Ánægjulegt er að sjá hversu rnikið af smáum fyrir- tækjum hefur haslað sér völl á sviði litflutnings á hugviti á upplýsingatæknisviði á liðnum tveimur til þrernur árum. Önnur eru á þröskuldinum en skortir tilfinnanlega áhættufé til þess að stíga lokaskrefið. Áhættufé vantar Það er samdóma álit þeirra senr eru að vinna að þessum málum að þeir mæti miklu skilningsleysi hjá þeim sem ráða yfir sjóðum og áhættufé. Þeir vilji fremur leggja það í verslun, franrleiðslu á matvælum, fiskeldi eða aðra álíka starfsemi. Varpa má fram þeirri spurningu hvort ekki hefði verið betur varið í upplýs- ingatækniiðnaði, hluta af því fé sem fór til fiskeldisins? Hvar værum við stödd núna ef 1 - 2 milljarðarhefðu fengist áliðnunr þremur árum? Skýrslutæknifélagiö 25 ára árið 1993 Félagið okkar fyllir aldar- fjórðung í apríl 1993. Áþessum 25 árum höfurn við verið þátt- takendur í mestu tæknibyltingu heimssögunnar sem hefur ekki aðeinsbylttækninniheldureinnig þjóðfélögum og skipulagi heims- ins. Ég held að fæstir geti ímyndað sér hvernig þjóðfélag okkar og heimsmynd væri nú ef ekki hefðu kornið til hinar stórstígu framfarir í upplýsinga- ogfjarskiptatækni. Hefði sáandi frelsis og friðar sem farið hefur um heiminn á liðnum árum nokk- urn tímann orðið að veruleika? Ég efasl um það. Skýrslutæknifélagiö í forystu Á þessum 25 árum hefur félagið okkar oftast verið í forystu um að kynna nýjungar og ýta undir bætt vinnubrögð. Ráðstefnur, námskeið, fundir og útgáfa Tölvumálahafaveriðmikilvægir þættir í þessu skyni en mikil- vægust eru þó þau kynni sem takast á milli félagsmanna fyrir tilstuðlan þeirra atburða sem eru á vegurn félagsins. Allsherjarvettvangur á upplýsingatækni- sviði Á liðnum árum hafa fleiri félög farið inn á svipaða braut og Skýrslutæknifélagið, þó flest þeirra starfi á ákveðnu sérsviði upplýsingatækninnar. Það er vel að fleiri taka á. Fjölbreytnin í upplýsingatækninni er slík að okkur er ókleift að gera því öllu viðhlítandi skil á vettvangi fél- agsins. Stjórnir félagsins hafa á liðnum árum lagt áherslu á að félagið sé allsherjarvettvangur fyrir þá sem að upplýsingatækni starfa og hefur það að mínu mati tekist vel. Leitað hefur verið samstarfs við félagið um fjöl- mörg mál sem til heilla horfa og við höfum á sama hátt haft frum- kvæði á fjölmörgum sviðum. Erlent samstarf mikilvægt Með þátttöku okkar í alþjóða- samtökum Skýrslutæknifélaga skapast ómetanleg tengsl við það 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.