Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 37

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 37
Desember 1992 kerfinu frá Internettengdum vélum með skipuninni “telnet complex.is2000”. Nýirnotendur velja sér þá nafn, kyn og lykilorð. I sumum kerfum er einnig hægt að velja sér kynstofn, og getur þú þá valið um að vera álfur, maður og þvíumlíkt. Kerfið hér er þó miðað við að allir séu mennskir. Fjölda muddara er erfitt að áætla. Flestir muddarar eru skólafólk, nemendur og kennarar við hinar ýmsu greinar í háskólum heims- ins. Marga muddara er einnig að finna meðal stærri stofnana sem halda uppi öflugum tölvukerfum, svo sem banka, háskólastofnana og tölvufyrirtækja. Einnig hafa nemendur og jafnvel kennarar í greinum sem varða mannleg samskipti og eðli mannsins haft mikinn áhuga á muddinu og þá ekki síst á félagslega þættinum sem væri án efa efni í bestu fræði- greinar. Þarna má enda finna á einum stað þversnið af hluta mannkyns í gerviheimi. Punktar... Margmiölunar ET Ástand sem einmenn- ingstöivan er í þegar hún hefur strandað (crashed): Marglitir punktar hreyfast hratt fram og aftur um skjáinn og hágæða hljóð heyrist frá diskdril'i. Dæmi eru um það að fatlaðir einstaklingar sem hafa fjarlægst hið raunverulega líf eigi sér í rauninni sitt líf í mudheiminum. Hafa þeir þar öðlast tækifæri til að umgangast aðra á hátt sem þeim mun aldrei gefast í raun- veruleikanunr og hefur það því varpað birtu inn í þeirra líf. Al- gengast er þó að þarna sé einfald- lega um að ræða fólk sem hefur gaman af félagsskap annarra og kemur til leiks með opinn huga. Islenskir muddarar eru almennt opið og lífsglatt fólk og hafa þeir rnyndað með sér félag. Sé vikið að hugsanlegri framtíð muddsins má velta fyrir sér ýms- um möguleikum. Nýlega hafa komið fram myndræn MUD en þau hafa þó ekki náð mikilli út- breiðslu, meðal annars vegna tæknilegra örðugleika. Ef til vil á þetta eftir að þróast nreira í átt til þeirra nýjunga sem komið hafa fram í hugmyndum um "virtual reality" þar sem fólk spennir á sig Ráðstefna um gagnagrunnaog gervigreind 4. alþjóðlega ráðstefnan um gagnagrunna og notkun gervigreindar (DEXA '93) verður haldin 6.-8. sept- ernber í Prag í Tékkíu. Skýrslutæknifélaginu hefur borist beiðni frá aðstand- endum ráðstefnunnar um að auglýsa eftir erindum. Erindin þurfa að berast fyrir 28. febrúar. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu félagsins, í síma 27577. hjálrn með sjónvarpsskjá, setur á sig hanska og getur gripið um ímyndaða hluti ásamt því að ganga um og skoða svæði sem hvergi eru til nema í minni tölv- unnar. Slíkt krefst þó tækni sem ekki er orðin almenn í dag, hvað svo sem síðar verður. Sé þó miðað við þróunina hér á landi, þar sem hefur byggst upp öflugt mudsamfélag úr svo til engu á afar skömmum tíma virðist þetta eiga framtíðina fyrir sér. Maður er manns gaman segir einhvers- staðar og svo lengi sem fólk hefur ánægju af félagsskap og jafnframt opinn hugaásamteinhverri þrátil að láta drauma sína verða að veruleika, þó ekki sé nema andar- tak í draumkenndum heimi, þá mun ávallt einhver leið vera til að uppfylla þær óskir. Það má með sanni segja að MUD sé frjó og áhugaverð leið til þess og heilbrigðari en margt annað það sem mannkynið hefur látið sér detta í hug til að ná svipuðum markmiðum. Myndir og bæklingar óskast Oft skortir okkur gott myndefni til að skreyta Tölvumál með. Því viljum við gjarna fá senda bæklinga og blöð með myndefni sem við megum nota. Ekki skiptir máli hvort um er að ræða auglýsingabæklinga eða annað myndrænt efni, aðalatriðið er að mynd- irnar séu áhugaverðar, tengist tölvumálum og okkur sé heimilt að birta þær. Ritstj. 37 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.