Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 13
Desember 1992 Póstur og sími Gagnaflutningsdeild Háhraðanet Pósts og síma 1992 Mynd 2. tíðarkerfi eina eða fleiri af þeim lausnum, sem áður var lýst. Það hefur verið ályktað að ekki sé enn komin þörf fyrir ISDN, en hins vegar er líklegt að það verði innleitt hér á landi, ef reynslan af þeim sam- netum, sem nú eru komin í notkun erlendis verður góð. Verði það ofan á má síðan búast við að framhaldið verði breið- bandssamnet eða B- ISDN. Einsogútlitiðer mundi þetta jafnframt leiða til notkunar ATM sem flutningsmiðils. Stofnunin verður að nokkru leyti vel undir þetta stig búin eftir að lögn ljósleiðarahringinn um landið lýkur og með mikilli flutningsgetu til útlanda um nýja sæ- strenginn Cantat-3, sem lagðurverður1994.Inn í þessar vangaveltur hlýtur síðan að koma spurningin, hvort nauð- synlegt reynist að setja upp net samkvæmt QDQB staðlinum eða með rammasendingum í þeim tilgangi að brúa bilið yfir í ATM. Þegar leitað er svara við þessum spurningum, liggur ef til vill beinast við að spyrja notendur, hvernig þeir sjá þarfir sínar í framtíðinni. T.d. er óljóst að hversu miklu leyti er þörf fyrir breiðbandsnet með bitahraða yfir 8 Mb/s. Margir telja að slík net verði ekki rekin með hagnaði nema til komi myndflutningur í verulega auknum mæli frá því sem er í dag. Ein hugsanleg notkun, sent þegar hefur verið kynnt á sýningum erlendis, er margmiðlun (Multimedia) þar sem blandað er saman tali,texta og myndum á 622 Mb/s sam- böndum. Það er vel hægt að hugsa sér gagnsemi slíkra sendinga fyrir t.d. kennslu, heilbrigðisþjónustu og mynd- símafundi, en óljósl er hvað notendur vilja greiða fyrir þjónustu af þessu tagi. Vandi símastjórna er sá að grunnnet með mikilli bandbreidd eru dýr í stofnkostnaði, en notendur vænta þess engu síður að með meiri bandbreidd í flutningskerfunum lækki gjöldin hlutfallslega. Spurningin verður, hversu mikið þarf að lækka gjöldin til þess að fá notendur til að nýta alla þá bandbreidd, sem nýju stafrænu fjarskiptanetin bjóða upp á. Þannig verða helst að haldast í hendur aukin notkun og lækkuð gjöld, sem engu að síður verða að standa undir tilkostnaði. I umhverfi EES, verður ekki auðvelt að færa til fé milli mismunandi þjónustu og þær kröfur verða gerðar æ meira að hver þjónustugrein standi undir sér og gagnaflutningur getur ekki verið undantekning þar á. 13 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.