Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 32
Desember 1992
Farskóli KHÍ;
kennaramenntun á víðnetum
Sigurjón Mýrdal, skólastjóri
Erindi flutt á ráðstefnu S/ um víðtengd tölvunet, 5. nóvember, 1992. Nokkuð stytt.
Inngangur
í þessu erindi geri ég í örstuttu
máli grein fyrir hugmyndum og
áætlunum sem uppi eru um
farskóla Kennaraháskóla Islands,
en þaðersamheitiyfirfjarkennslu
á vegunt skólans. Fjarkennsla er
nú í gerjun á öllum stigum
kennaranámsins; í grunnmenntun,
endurmenntun, og viðbótar- og
framhaldsmenntun.
I þessu samhengi ræði ég síðan
sérstaklega skipan námsbrautar
um almennt kennaranám. Það er
90 ein. B.Ed. nám með fjar-
kennslusniði, sem nú er í burðar-
liðnum í Kennaraháskólanum.
Ráðgert er að sú námsbraut
hefjist í janúar n.k. og ljúki ineð
brautskráninguhaustið 1996. Þar
hyggjumst við nýta kosti víðneta
í kennslu og námi.
Margar ástæður liggja til þess að
hefja slíka námsbraut, en þyngst
vegur hinn rnikli skortur á starfs-
menntuðum kennurum í grunn-
skólum,einkumídreifbýli. Einn-
ig má nefna breyttar aðstæður á
sviði samskiptatækni og miðlun-
ar, sem skapa nýja kosti um
kennslu og nám. Nokkur reynsla
liggur þegar fyrir af tölvusam-
skiptum og notkun víðneta, t.d. í
grunnskólum og framhalds-
skólum.
Samskipti Kennaraháskólans og
Imbu, nú Islenska menntanetsins,
hafa verið með miklum ágætum,
enda gildi tölvunets ótvírætt fyrir
rannsóknarstörf og samskipti
innan og utan menntakerfisins.
Ahugaverðastir eru þó mögu-
leikar tölvusamskipta í kennara-
menntuninni sjálfri, bæði í grunn-
menntun og framhaldsmenntun,
en ekki síst í endurmenntun
kennara.
Kennaraháskólinn og íslenska
menntanetið hafa gert með sér
samstarfssamning sem tryggja á
áframhaldandi uppbyggingu
tölvusamskipta í menntakerfinu
og auka gildi þeirra í námi og
kennslu. Einsýnt er að þeir
tæknilegu og kennslufræðilegu
möguleikar sem tölvunetið
skapar eru spennandi viðbót við
þá kosti sem fjarkennsla hefur
hingað til byggt á. I þeim á-
ætlunum sem nú eru uppi í
Kennaraháskólanum um þróun
fjarkennslu í grunnmenntun,
endur- og framhaldsmenntun
kennara gegnir Islenska mennta-
netið lykilhlutverki. Skólamenn
líta á Islenska menntanetið sem
heimavöll sinn á þessu sviði,
þangað sem sækja megi sértæk
viðfangsefni, verkfæri og síðast
en ekki síst faglegan stuðning og
þjónustu.
Fjarkennsla
I fjarkennslu er beitt kennslu-
háttum sent fyrst og fremst eru
sniðnir að aðstæðum þeirra sent
erfitt eiga með að sækja hefð-
bundið, staðbundið nám, t.d.
vegna búsetu eða starfa. Þannig
tengist umræða um fjarkennslu
beinlínis hugmyndum um jafn-
rétti og byggðaþróun. Líta má á
eflingu fjarkennslu sem mik-
ilvægan lið í að jafna tækifæri
fólks í dreifðum byggðum til
mennta. Með áætlunum um
farskóla KHl er leitast við að
korna til móts við þarfir fólks,
sem áhuga hefur á að afla sér
starfsmenntunar og réttinda, en á
e.t.v. ekki heimangengt til að
sækja reglulegt nám til Reykja-
víkur, Akureyrar, Laugarvatns
eða annarra staða þar sem slíkt
nám kann að verða boðið hverju
sinni.
Fjarkennsla á sér langa sögu sem
ég hirði ekki urn að rekja'l
Bréfaskólinn var lengi augljós-
asta dærnið urn slíka kennslu-
tilhögun. Áratuga reynsla er t.d.
af formlegu bréfaskólanámi hér á
landi. Seinna var farið að nýta
síma, útvarp og sjónvarp í fjar-
kennslu 2\
1) Sjá t.d. Fjarkennsla og fjarkennsluaðferðir; greinasafn.
(Framkvæmdanefnd um fjarkennslu. Menntamálaráðuneytið. 1990.)
2) L. Moran Planning an Off Campus Program. Fjölrit. Deakin University,
1985. Sjá einnig: Research in Distance Education. Terry Evans, ritstj.
(Deakin University; 1990); og J.R. Verduin & T.A. Clark: Distance
Education; The Foundations of Effective Practice. (Jossey-Bass Publ.,
San Francisco; 1991).
32 - Tölvumál