Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 38

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 38
Desember 1992 Photo CD og stafræn myndvinnsla! Gunnar Hilmarsson, Hans Petersen hf. Hröð þróun undanfarinna ára í vél- og hugbúnaði hefur látið fá svið mannlífs ósnortin. Nú hefur í þessari þróun enn einn bauta- steinninn verið reistur. Photo CD, stafrænar myndatökur og stafræn myndvinnsla eru hugtök sem við eigum eftir að kynnast og eiga þau eftir að hafa áhrif á hvernig við skoðum og eigum við myndir í framtíðinni. í september 1990 tilkynnti Kodak að í undirbúningi væri kerfi sem nefnt var Photo CD. I október sama ár var sýning í Köln er heitir Photokina og þar sýndi Kodak það sem koma skyldi, geisladiska þar sem 35mm filmur höfðu verið skannaðar inn í upplausn sem gaf færi á myndvinnslu frá disknum. Þarna voru opnaðir nýir mögu- leikar á því hvernig fólk skoðaði myndir. Undirstaðan var fyrr- greindur diskur ásamt geislaspil- ara sem getur spilað bæði hljóð- og mynddiska. Einnig voru opnaðar nýjar víddir varðandi geymslu mynda, myndsending- um milli staða og myndvinnslu. Það var því ekki skrítið að ljós- mynd sem sönnunargagn og sögu- leg heimild væri nú innan gæsa- lappa þar sem breytingar á mynd- um er hægt að framkvæma á "auðveldan" hátt og yfir þeim mörkum sem augað greinir. A Photokina nú í september 1992 opinberaði Kodak heim sem sýndi að þeir höfðu ekki látið staðar numið heldur voru tilbúnir með vörur sem eiga eftir að standa okkur til boða nánast hvar sem við viljum drepa niður fæti. Photo CD kerfið Auk þess disks sem fyrr var getið sem getur innihaldið 100 myndir í fullri upplausn frá 35mm filmu, kynnti Kodak 4 diska til viðbótar: Pro Photo CD Master Disk Inn á þennan disk er hægt að skanna myndir teknar á 35mm, 120 og 4x5" filmur. Myndirnar eru settar á diskinn í fullri upp- lausn og því með fullurn gæðum. Sérstök þjófavörn er bundin disknum og hún getur falist í lykil- orði og/eða texta yfir mynd. Þannig getur fólk skoðað diskinn en ekki afritað myndirnar nema þekkja lykilorðin. Diskurinn getur innihaldið 25-100 myndir eftir upplausn og/eða filmu- stærðum. Photo CD Catalogue Disk Þessi diskur getur geymt allt að 6000 myndir í upplausn fyrir sjón- varp og/eða texta, kort og hljóð. Möguleikarnir hér liggja t.d. í kynningu á löndum, borgum, list, vörurn, ljósmyndum o.fl. Photo CD Portfolio Disk Hér er diskur sem býður upp á hljóð, texta, grafík og myndir. Allt að 800 myndir eða 1 klst af hljóði. Hann verður að vera búinn til frá CD Master eða öðrum Portfolio disk. Diskurinn inniheldur hugbúnað sem gerir notandanum kleift að horfa á efnið með þeirn hætti og í þeirri röð sem hann kýs. Við gerð disksins er notaður hugbúnaður sem Kodak leggur til og getur notandi búið til sitt handrit á hann með tölvu sem hefur CD ROM á A: drifi. Þarna opnast einnig möguleikar á því að kaupa diska sem innihalda fjölfaldað efni. Photo CD Technology Disk Hér er á ferðinni diskur sem getur innihaldið röntgenfilmur, ljós- myndir og tölvumyndir. I fram- tíðinni mun opnast sá möguleiki að hafa skrár og sjúkrasögur ásamt tengingum við ýmiss konar greiningarforrit. Þróunarstarf á þessu sviði er unnið í samvinnu við færustu stofnanir og fyrirtæk i. Vinnustöð Professional PIW 4200 Vinnustöðin skannar myndir inn á Pro Photo CD sem fyrr var nefndur. Gert er ráð fyrir að vinnustöðin sé starfrækt af einni persónu, en stöðin samanstendur af fimm hlutum: * KodakProfessionalPCD4045 Ijósmyndaskanni. Skanninn tekur 35mm, 120 og 4x5" filmur. Hann hefur inn- byggðan hugbúnað sem stjórnar því að hver filmu- tegund sé skönnuð inn með þeim séreinkennum sem lágu til grundvallar vali Ijós- myndarans á henni. * Data Manager S-200 Work- station * Compact disk writer * CDRomXAdrif * Thermal printer (sérstakur prentari til að prenta myndir) Pro Photo CD er eini diskurinn sem leyfir að myndir í stafrænni upplausn séu settar inn á Master diskinn. Þetta er þýðingarmikill þáttur í því kerfi sem væntanlegt er: Kodak Personal Premier. Þar er hægt að ganga frá og eiga við myndirnar á ótal vegu. 38 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.