Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 6
Desember 1992 sem er að gerast umhverfis okkur og oft verða til tækifæri sem annars ræki ekki á fjörur. Að mínu mati mætti gera þessum þætti meiri skil því ég held að við getum víða náð fótfestu með að nota okkur slík samtök og þau kynni sem þar takast. Fagráö í upplýsingatækni Á haustdögum var stofnað Fagráð í upplýsingatækni en það er samtök félaga og fyrirtækja sem vilja að stuðla að staðla- gerð og notkun staðla í víðtæk- um skilningi. Skýrslutækni- félagið er stofnfélagi Fagráðs og var einn fulltrúi félagsins kosinn í stjórn. Aðrir stjórnarmenn eru flestir félagar í Skýrslutækni- félaginu þó þeir séu ekki í stjórn Fagráðs sem fulltrúar þess. Það sem helst háir starfi Fagráðs er fjárskortur. Erfitt er að sækja fé í sjóði og treglega gengur að fá félagasamtök og fyrirtæki til þess að leggja fram fé. Allir eru þó sammála um að Fagráðið hafi farið vel af stað og hlutverk þess sé mikilvægt. Stjórn Fag- ráðsins hefur sett sér það mark- mið að aðeins verði ráðist í verkefni sem búið er að tryggja fjármagn til. Umfang stöðlunar á upplýsingatæknisviði ræðast því af velvilja þeirra sem að Fag- ráðinu standa svo og af þeim framlögum sem fást úr sí- minnkandi fjárhirslu hins opin- bera. Tölvuoröasafn og oröabók SÍ Sama má raunar segja urn end- urskoðun og útgáfu okkar á Tölvuorðasafni og/eða -orðabók félagsins. Stjórn hefur, ísamráði við Orðanefnd, ákveðið í tilefni af 25 ára afmæli félagsins að gefa út Tölvuorðasafn á árinu og veglega Tölvuorðabók svo fljótt semverðamá. Þegarhafafengist loforð um 500 þúsund krónur til verksins, auk aðstoðar við töl vu- vinnslu, en mun meira þarf lil ef þessi draumur okkar á að verða að veruleika. Oþarfi er að hafa mörg orð um mikilvægiþessaverks. Ekkiþarf annað en að hlusta á mæli ungs fólks til þess að skynjamikilvægi eldri orðasafna sem gefin hafa verið út. Eg efast um að aðrar greinarhafijafnrækilegaíslensk- að orð og hugtök. Engu að síður eru enn til enskuslettur og notkun þeirra er ekki að fullu útrýmt. Ef til vill væri það leið til fjáröflunar fyrir Orðabókarsjóðinn að innan sérhvers fyrirtækis verði settur upp baukur og starfsmenn skikkaðir til þess að greiða 10 krónur fyrir hverja enskuslettu sem þeir láta sér um munn fara! Að leiðarlokum Ég vil þakka félagsmönnum Skýrslutæknifélagsins fyrir sam- starfið á liðnu ári og óska þeim allra heilla á nýju ári. Ég hefi nú verið formaður félagsins í fjögur ár og átt því láni að fagna að eiga gott samstarf við félagsmenn og verið ákaflega heppinn með það að til stjórnarstarfa á þessum árum hefur valist úrvalsfólk. Það einkennir félaga okkar, öðru fremur, að þeir skorast ekki undan þegar leitað er eftir stuðningi þeirra við góð mál. Ég treysti því að svo verði áfram. Punktar... Háir símreikningar Þeir sem sóttu ráðstefnu um víðtengd tölvunet, aflvaka framfara heyrðu einn fyrir- lesara segja frá því að notendur Irnbu á Kópaskeri kvörtuðu undan háum símreikningum. Og þeir notendur voru innanlands. Með tilkomu sífellt fleiri gagnabanka þá aukast rnögu- leikarnir. Víða erlendis eru gagnabankar sem bjóða upp á spennandi leiki eða mögu- leika á að ná í ýmis forrit. Til að komast í samband við þessa gagnabanka þá þarf annaðhvort að hringja beint eða nota Gagnanetið. Allir þekkja hvað kostar að hringja til útlanda og vita að ekki þarf að vera tengdur lengi til að símreikning- urinn verði hár. Með aðstoð Gagnanetsins er hægt að hafa samband við erlenda gagnabanka á mun ódýrari hátt. En fyrir þá sem eru mjög áhugasamir, geta til dærnis þeir tölvu- leikir þar sem hægt er að leika viðmargaíeinu, verið varasamir. Ástæða er fyrir þá sem greiða reikninga að fygjast vel með. Heyrst hefur af foreldrum sem hafa fengið reikninga upp á nokkur hundruð þúsund. Þessa reikninga hafa þeir orðið að greiða. 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.