Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Mánudagur 27. ágúst 1962 Frásögn af því er einn göfugasti landnámsmað- urinn lét lífið í veiðideilu í Vatnsdalsá Deilur hafa risið upp um veiðina í Vatns- dalsá. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt, því deilur um laxveiði eru næstum eins gamlar og íslands- hyggðin. Laxveiði hefur jafnan talizt til hinna mestu hlunninda og svo mun hún halda áfram að vera, ekki sízt þegar leiga fyrir eina á er kom- in upp í hundruð þús- unda króna. En 1 sambandi við deilurnar í Vatnsdalnum í sumar rifjast upp sagan um eina frægustu veiðideilu sem orðið hefur hér á landi og einmitt gerðist í þessari sömu á fyrir meira en þúsund árum. Hún mun hafa gerzt á sama ári og Alþingi var stofnsett á Þingvöllum 930 og hún hafði þær afleiðingar, að einn göfug- asti landnámsmaðurinn Ingi- mundur gamli á Hofi í Vatnsdal var veginn. Frásögnin af þessu birtist í Vatnsdæla sögu og er ein ýtar- legasta lýsingin á veiðideilu, sem fram kemur í Islendinga- sögum. Þar verður það ljóst, að Vatnsdalsá var mikil laxveiðiá til forna. Skal hér nú rakið nokkuð efni þessarar veiðideilu eftir Landnámu. Cagan hefst með því að Sæ- mundur sem Sæmundarhlíð í Skagafirði er kennd við kemur til fóstbróður sins Ingimundar gamla í Vatnsdal og biður hann að taka við frænda sínum er Hrolleifur heitir, eftir að hann hafði vegið mann og verið til vandræða í Skagafirði. Ingimundur svarar: ,,Eigi hef- ur hann góðan orðstír, ok em ek ófúss at taka við honum, en syndsemi mun þér þykja ok eigi Vatnsdalur í Húnaþingi. Á miðri myndinni sér í hina mjög svo umræddu Vatnsdalsá, sem allra áa mest hefur komið við sögu veiðimála á yfirstandandi sumri. stórmannligt ef ek synja, en mundi nokkra vetur og kom Fylgdu bræður hans á eftir meðallagi er oss til fallit, því at ek á sonu suma eigi mjög skap- hæga.“ Verður það nú úr að hann tekur við Hrolleifi. Nú var Hrolleifur með Ingi- honum illa saman við syni Ingi- mundar, sérstaklega kom hon- um illa saman við Jökul Ingi- mundarson. Síðan heldur Vatns- dæla áfram: honum. „Ok er þeim kómu at ánni, þá sá þeir, at Hrolleifr var í ánni ok veiddi. Þá mælti Jök- ull: — Dragzktu ór ánni fjánd- Hrolleifr“ inn, ok dirf eigi at þreyta við oss, ok skulu vér nú elligar reyna með oss til fulls. Hrolleifr mælti: — Eigi at siðr, þótt þér séð þrír eða fjórir, mun ek halda minni sýslu fyrir blóti þfnu. Jökull mælti: — Þitt illmenni treystir á trollskap móður þinnar, ef þú ætlar að verja oss veiðina einn öllum. Jökull rézk þá í ána at hon- um ok mælti: — Drepum mannfjánda þenna. Þá lét Hrolleifr hefjask at landi, þar sem grjót var fyrir ok grýtti at þeim, en þeir í móti um ána þvera, en sumir skutu, ok varð Hrolleifi eigi skeinu- samt. Nú kom maðr heim til Hofs hlaupandi ok sagði Ingimundi, at í óefni var komit ok þeir börðusk um ána þvera. Ingimundr mælti: — Búið hest minn, ok vil ek til ríða. Hann var þá gamall ok nær blindr. Sveinn var honum feng- inn til fylgdar. Ingimundr var í blárri kápu. Sveinninn leiddi hestinn undir honum, ok er þeir kómu á árbakkann, þá sjá synir hans hann. Tngimún'dr reið á ána ok mælti: — Gakk ár ánni Hrolleifr, ok hygg at, hvat þér hæfir. Ok er Hrolleifr sá hann, skaut hann til hans spjóti, ok kom á hann miðjan. Ok er hann fekk lagit, reið hann aptr at bakkan- um ok mælti: — Þú sveinn fylg mér heim. Hann hitti eigi sonu sína, ok er þeir kámu heim var mjök liðit á aptaninn. Ok er Ingimundr skyldi af baki fara, þá mælti hann: — Stirðr em ek nú, ok verðr vér lausir á fótum inir gömlu mennirnir. Ok er sveinninn tók Framhald á bls. 6. , „Þess er getit, at veiðr mikil var í Vatnsdalsá, bæði laxa og annarra fiska. Þeir skipta með sér verkum bræðr, synir Ingi- mundar, því at þat var siðr ríkra manna sona í þann tíma, at hafa nokkurra iðn fyrir hendi. At veiðum váru þeir fjórir bræðr Þorsteinn, JökuII, Þórir ok Högni. bræðr fara í ána ok fengu af. Þeir áttu veiði allir saman Hofsmenn ok Hrol- leifr, en svá var mælt, at Hrol- leifr skyldi hafa veiði, ef eigi kæmi Ingimundarsynir til eða þeira menn, en at því gaf hann engan gaum, því at hann virði meira vilja sinn ok ranglæti en hvat skilit var. Ok eitt sinn, er húskarlar Ingimundar kómu til árinnar, mæltu þeir til Hrolleifs, at hann skyldi rýma netlögin fyrir þeim. Hrolleifr kvazk mundu gefa at því engan gaum, hvat sem þrælar segði. Þeir svöruðu ok sögðu honum þat betur sama, at halda eigi til kapps við þá Hofsmenn, ok kváðu honum þat eigi endask munu, þótt hann kæmi því fram við aðra. Hrolleifr bað þá dragask á brott, vánda þræla, ok hóta sér eigi mönnum. Hann keyrði þá í braut hrakliga ok ómakliga.“ Tjessum fundi húskarlanna og ” Hrolleifs lyktaði með því að Hrolleifur kvaðst ekki ganga úr ánni og kastaði steini í höfuð eins þeirra svo að hann féll við og missti meðvitund. Húskarl- arnir hlupu heim að Hofi og sögðu sínar farir ekki sléttar. Og enn heldur Vatnsdæla áfram: „Jökull kvazk reyna skyldu, hvárt Hrolleifr gengi ór ánni, ok hljóp fram undan borðinu." Gufuhreinsarinn hitar upp og sprautar sem sjóðandi gufu um 500 lítrum af vatni á klukkustund. Gufuhreinsun er fljótvirk aðferö til að fjarlægja óhreinindi og drepa sýkla og gerla. „Det on“ er framleiddur af hinu heimkkunna fyrirtæki Wanson Etablissement í Belgíu. Einkaumboð á Islandi GLÓFAXIs/f Ásmúla 24 — Sími 34236 „Gakk ór ánni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.