Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 5
Wánudagur 27. ágúst 1962. VÍSIR Fimmtugur: Sveinn Guðmundsson Sveinn Guðmundsson, forstjóri i Vélsmiðjunnar Héðin, er fimmt- ugur í dag. Sveinn er einn af at- hafnamestu framkvæmdamönnum borgarinnar, rekur stórt fyrirtæki af miklum myndarskap, en gefur sér auk þess tíma til þess að sinna féíagsmálum. Um langa hríð hefir hann starfað í fremstu röð Sjálf- stapðismanna og setið á þingi sem ei^n af varaþingmönnum Reykvík- inga. Sveinn Guðmundsson er fæddur, 271 ágúst 1912. Iðnaðarnám hóf! hánn í Reykjavík árið 1929 og lauk | námi í rennismíði 1933. Þá sigldi hápn til Svíþjóðar og stundaði nám í vélfræði í Stokkhólmi um tvfeggja ára skeið. Eftir að hann kom heim starfaði hann sem vél- fræðingur í vélsmiðjunni Héðni unz hann tók við störfum sem frámkvæmdastjóri árið 1943. Landsmönnum öllum er kunnugt um hvern þátt vélsmiðjan Héðinn hefir átt í atvinnuframkvæmdum á síðustu áratugum. Undir stjórn Sveins hefir vélsmiðjan tekið að sér mfkil verkefni í þágu sjávarútvegs- iris svo sem byggingu síldarverk- smiðja, fyrstihúsa og smíði fyrstu dieselvélarinnar á íslandi. Auk þess smlðaði dótturfyrirtæki Héð- infc, Stálsmiðjan, fyrstu íslenzku stálskipin. Þannig má með sanni segja, að Sveinn f Héðni, eins og hann er oftast nefndur, hafi verið oddviti stéttar sinnar og jafnan lagt metn- að sinn f það að leysa stðrvirki í vélsmíði vel af hendi. ;<5talin eru öll störf Sveins í þágu ísl,enzks iðnaðar. Hefir hann látið félagsmál iðnaðarins mikið til sfn taka og verið sýndur mikill trún- apur á þeim vettvangi. Sveinn hef- ir-átt sæti í yarastjórnum Lands- slmbarids iðnaðarmanna og Félags ísf. iðnrekenda. Hann starfaði sem fulltrúi iðnaðarmanna að stofnun Iðnaðarbankans og er nú ritari bánkaráðs. Formaður Iðnsýningar- nefndar hefir hann verið, setið í stjórnum Vinnuveitendasambands- ins, Verzlunarráðsins og Iðnaðar- málastofnunarinnar. Formaður Sýningarsamtaka atvinnuveganna héfir hann einnig verið. Sveinn Guðmundsson er kvæntur Panaslysið — Framhald af bls. 1. slysinu olli var mjög miður sín við yfirheyrslu hjá lögreglunni og erf- itf að fá samhengi I framburð háns, en þó prúður og vildi í öllu svara þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar. Hann viður- kenndi að hafa áður um daginn neytt áfengis en taldi að áhrifa hafi ekíci lengur gætt við aksturinn um nóttina, enda taldi lögreglan að ejcki hafi séð nein'ölvunareinkenni á honum. Farið var með hann til blóðrannsóknar, en árangurinn af þeirri rannsókn lá ekki fyrir í morgun. Helgu Markúsdóttur og hefir þeim orðið 5 barna auðið. Vísir árnar Sveini Guðmunds- syni allra heilla á þessum merku tímamótum. Týndist — Framhald af bls. 1 dimmt náttmyrkur, þegar leitar menn fundu þessa holu og lýstu niður í hana. Er hægt að ímynda sér, hve þeim létti, er þeir sáu í Ijósglampanum frá kastljósi, litla hvíta barnshönd, sem hreyfðist, þegar drengurinn vaknaði. Leitað á stóru svæði. Drengurinn heitir sem fyrr segir Sævar Pétursson og er sonur Péturs Péturssonar. Það var um fjögur leytið í gærdag sem drengsins var saknað. í fyrstu Ieitaði fólk frá Loran- stöðinni hans en kl. 6 var hafin skipulögð leit á stóru svæði. Var leitað á öllu svæðinu milli Hellissands og Loran-stöðvarinn ar og að flugvellinum, en þegar til kom hafði drengurinn farið skammt, aðeins um 200 metra frá þeim stað sem hann og tveir aðrir drengir höfðu verið að leika sér um daginn. 'vfsýn flugkeppni Hátt á annað þúsund manns fylgdust með flug- keppni Flugmálafélagsins er fram fór á Reykjavíkur- flugvelli í gærdag í ágætis veðri. Eftir harða keppni sigraði Gunnar Arthúrs- son, en aðstoðarmaður hans var Karl Guðjónsson. Keppnin fór mjög vel fram að sögn stjórnenda hennar og stóðust flestir framkvæmdaliðir hennar. Keppendur mættu nokkru fyrir keppnina hjá keppnisstjórn og voru þeir 20 talsins á 10 flugvél- um. Hálfri klukkustund áður en þeir lögðu f loftið fengu þeir af- hent umslög með korti af flugleið- inni, en síðan áttu þeir að gera flugáætlun. Var hún stærsti liður keppninnar. Kl. 14.15 hóf fyrsti keppandinn sig á loft, var það Sveinn Eiríksson flugmaður. Síð- an hóf hver flugvélin sig eftir aðra á loft. Flogið var í nokkurs konar þríhyrning, fyrst að Selfossi, síð- an að Brúsastöðum og þaðan til Reykjavíkur. Á flugleiðinni voru staðsettar tvœr athugunarstöðvar, á Sandskeiðinu og hjá Stardal. Meðan á fluginu stóð áttu flug- mennirnir að taka eftir sex kenni- leitum, allt voru það nokkuð stór ar léreftsveifur. Á fimm þeirra voru skráðir stafir sem mynduðu orðið „Shell", en á einni stóð Skeljungur. Þegar til Reykjavíkur kom flugu vélarnar yfir nýja flugturninn, en þar var markið. Síðan flugu þær hring yfir völlinn og hentu flug- mennirnir kubb niður, . átti hann að lenda inn í eða sem næst hring sem hafði 5 m radíus. Með þraut þessa gekk yfirleitt flugmönnun- um vel og hittu flestir mjög ná- lægt hringnum, þó enginn inn í hann. Þegar þessi þraut hafði verið framkvæmd var keppendum tilkynnt í gegnum sendi að þeir ættu að fara upp 1 1500 m hæð, fljúga síðan yfir flugturninn og framkvæma þar mótorbilun og nauðlenda síðan. Varð flugvélin því næst að nauðlenda svokallaða marklendingu. Að því búnu voru flugvélarnar látnar hefja sig á loft aftur og lenda aðra marklendingu með hreyfilinn í gangi, en hún er í því fólgin að vélarnar eiga að koma niður á ákveðna merkta línu á flugbrautinni, eða sem næst henni fyrir framan hana. Fyrir keppnina voru gefin stig, en henni var skipt í þrennt, flug- áætlun, lendingar og sér þrautir. Flest stig í keppninni hlutu þeir félagar Gunnar Arthursson og Karl Guðjónsson, næstir á eftir þeim komu þeir Sveinn Eiríksson og Vignir Norðdahl. Voru kepp- endur mjög jafnir. Keppnisstjórn skipuðu: Björn Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Hilmar Leósson. Kynnir var Arnór Hjálmarsson. Formaður vélflugsnefndar Flugmálafélagsins er Skafti Þóroddsson. 1 sambandi við flugkeppnina fór fram flug- model-sýning sem vakti mikla at- hygli áhorfenda. Á henni sýndu 15 drengir um 40 flugmodel. esti fjárdráttur síðan Alberti leið Undir lok síðast liðinnar viku fór lcunnur Kaupmannahafnar- búi, Helmuth Bedehoff forstjóri, á fund rannsóknarlögreglunnar ásamt konu sinni og Iögfræð- ingi, og játaði á sig stórkost- lega fjárglæfra og svik. Hafði hann komizt yfir 8-9 milfjónir danskra króna með misnotkun nafns mágs síns Christian Moltke Bregentveds markgreifa. Badenhoff var úrskurðaður f fjögurra vikna gæzluvarðhald. Hann skrifaði nafn mágs sfns á skuldabréf. Sage er að um lceðjuviðskipti með slík skulda- bréf haf i verið að ræða, en að- eins eitt var þó komið f leit- irnar sl. laugardag. Arbejdemes LandsbanK hafði árangurslaust reynt að fá Baden hoff til þess að leysa út skulda- bréf, sem fallið var í gjalddaga, en til þess hafði hann fengið frest. A þessu bréfi var nafn lénsgreifans í heimildarieysi. Þessi svik voru upp á 400.000 d. kr., og vissi Badenhoff, að bankinn ætlaði að tilkynna rann sóknarlögreglunni máliS, ef hann leysti ekki út bréfið, og því fór hann á fund hennar, rétt áður en hann vissi, að lcæran myndi berast henni, og játaSi því næst á sig fjársvik upp á 8—9 millj. danskra króna eins og fyrr var sagt, eða hátt upp í 500 millj. ísl. króna. Bjorgaði AAatsveinn og háseti vantar á dragnótabát. Uppl. í síma 10344. KONUR óskast til starfa í eldhúsi Hrafnistu í vetur. Einnig konu til bökunarstarfa. Framhald af bls. 1. regluþjónninn kom vestur kl. eitt um nóttina og fór strax með Dúnu á staðinn. Hún virt- ist brátt finna áttina, sem barnið hafði farið í, þótt erfitt væri um leit, þar sem jörðin hafði mikið verið troðin af leitarfólki. Þegar sporhundurinn virtist hafa fundið slóð barnsins vökn- uðu að nýju vonir leitarfólksins og það fór að leita í holum og gjótum þar næst. Og .ú leit bar árangur. Um f jögur ár eru sfðan Dúa var flutt inn landið sem hvolp- ur irá Ameríku. Hún er eign Flugbjörgunarsveitarinnar, en Carlsen minkabani hefur æft hana í leit og gert það í algerri sjálfboðavinnu. Waknaði ekki... Framh. af 16. síðu: þarna ekið yfir mann og jafnvel valdið banaslysi. Fékk hann menn sér til aðstoðar við að lyfta bif- reiðinni og ná manninum undan henni. Hann var þá steinsofandi og rumskaði ekki. Var hann fluttur í slysavarðstofuna þar sem hann kom til sjálfs sín andartak, teygði úr öllum skönkum geispaði, valt að því búnu steinsofandi út af aft- ur og hraut ferlega allt til morg- uns. Þá klæddi hann sig, tók hatt sinn, kvaddi og hélt heimleiðis alheill heilsu eins og ekkert hefði í skorizt. Hann var örlítið hruflað- ur í andliti og eitthvað lítilsháttar kvartaði hann undan eymslum í ökla. Það var allt og sumt. En forsaga málsins er sú, að maður þessi hafði fengið sér helzt til mikið neðan í því á laugardags- kvöldið og fann engan heppilegri svefnstað heldur en fyrir framan eina stöðvarbifreiðina í portinu hjá B.S.R. og þar sofnaði hann svefni hinna réttlátu án nokkurra á- hyggna út af umferð eða önnum stöðvarinnar um nóttina. M mælishátíð Framh. af 16. síðu: fyrsta degi sýningarinnar skoðuðu um 340 manns hana. Þá var rétt á mörkunum, að knattspyrnuliðið ,frá Reykjavík kæmist norður í tæka tíð, þvl að flugskyggni var mjög slæmt. Þetta tókst þó og fóru reykvísku leik- mennirnir næstum beint af flug- vellinum til keppni. Leikurinn var prúðmannlegur og drengilegur og auðvitað höfðu Akureyringar gani- an af því á afmæli sínu, að sigra Reykvíkinga. Um kvöldið var íþróttamönnum síðan boðið til kvöldverðar á Hótel KEA. Tók þar til máls Hermann Stefánsson framkvæmdastjðri há- tíðarnefndar. Þakkaði hann báðum liðum og afhenti leikmönnum há- tíðarmerki Akureyrar til minningar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.