Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Mánudagur 27. ágúst 1962 VÍSIR Útgefandi: Blaðautgafan VISIR. Ritstjórar Hersteinn Pálcson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3. Askriftargjald er 45 krónur á mánuði. 1 lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Rétt stefna t einu dagblaðanna í gær ræddi viðskiptamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, ítarlega um austurvið- skiptin. Er þar gerð mjög glögg og skilmerkileg grein fyrir málinu og íslenzkum hagsmunum i sambandi við þau viðskipti. Ráðherrann segir meðal annars: „Varðandi viðskiptin við Austur-Evrópu hefir ríkisvaldið miðað stefnu sína við það, að þar geti verið um varanlegan framtíðarmarkað að ræða. Þess vegna hefir það haldið þeim höftum, sem enn eru á innflutningsverzluninni". Hér drepur viðskiptamálaráðherra á merg málsins. Fjarri lagi er að ríkisstjórnin hafi á nokkurn hátt spillt austurmörkuðunum. Hún hefir einmitt gert sér far um að viðhalda þeim — vegna þess að markaður er ekki nægur annars staðar fyrir f iskaf urðir okkar. Erum við fslendingar sú þjóð Vestur-Evrópu, sem lengst gengur í því að viðhalda verzlunarhöftum, í þeim eina tilgangi að viðhalda austurviðskiptunum. Ráðherrann bendir og á það mikilvæga atriði, að verðhækkun, sem við höfum greitt af vörum frá Aust- ur Evrópu umfram eðlilegt verð sé meiri en sú verð- hækkun, sem við höfum notið á útf lutningsvörum okk- ar til þessara landa. Hér talar maður sem gerst þekkir til þessara mála og er rétt að hafa þessa staðreynd í huga, er lofsöng- urínn um ágæti austurviðskiptanna glymur sem hæst. Viðskiptastefna okkar hlýtur að vera sú að leita markaða sem víðast, án tiílits til stjórnmálastefnu þeirra ríkja, er við skiptum við. Það er jafn rangt að mæra verzlun við viss lönd að tilefnislausu eins og að níða hana. Vel mættu þeir aðilar, sem undanfarið hafa gefið út blaðayfirlýsingar um austurviðskiptin hafa orð viðskiptamálaráðherra í huga, er hann segir íslenzka innflytjendur haf a haft of ríka tilhneigingu til þess að hugsa um stundarhag í markaðsmálunum. Ábyrgb foreldranna Margir íslenzkir foreldrar eru stórlega vítaverðir. Sök þeirra er sú að hafa börn sín eftiriitslaus á götum úti, í miðri umferðinni. Þegar ekið er um borgina má á mörgum stöðum sjá börn að leik á götunni og oft miklum umferðargötum, eins og t. d. Hverfisgötunni. Slíkt háttalag er fordæmanlegt. Foreldrar stofna ekki einungis lífi og heilsu barna sinna í voða með eftir- litsleysi, heldur gera þau með því umferðina mun erf- iðari og hættulegri. Skortur á leiksvæðum er hér engin afsökun. Alls staðar í borginni má finna svæði til leikja. Gatan á og verður að vera bannsvæði sem leikvöllur óvita er ekki kunna fótum sínum forráð. Þeir sem til þekkja erlendis vita að slfkt kæruleysi foreldra, sem hér tíðk- ast allt of víða, mundi þar verða talið vítavert gáleysi. Mesta gjöf á íslandi Það vakti að vonum geysiathygli, er sú frétt barst fyrir rúmu ári, að stærsta málverkasafn í einstaklings eigu á ís- landi fyrr og siðar hafi verið gefið eins og það lagði sig. Þetta er ein- stakasta gjöf, sem reidd hefir verið af hendi á ís- landi. Einstök gjöf. Gefandinn var Ragnar Jóns- son forstjóri útgáfunnar Helga- fells, kunnastur undir nafninu Ragnar 1 Smára. Og I bréfi dag- settu 17. jiinl 1961 til forseta Alþýðusambands Islands til- kynnir Ragnar, að hann vilji gefa málverkasafn sitt, alls um 120 myndir, samtökum ís- lenzkra erfiðismanna, og fyrir þeirra hönd Alþýðusambandinu, ef það vildi þiggja gjöfina og gjöfina afhenti formlega Tómas skáld Guðmundsson fyrir hönd gefanda, sem var sjálfur fjar- staddur, er opnuð var sýning á meiri hluta myndanna I Lista- mannaskálanum I Reykjavik 1. júlí I fyrra. Það sem fyrir Ragn- ari vakti með gjöf sinni, var að koma upp stofni að alþýðulista- safni, þar sem lögð væri á- herzla á að kynna almenningi íslenzka myndlist og gera hana að hans eign I öllum skilningi. 1 safninu eru listaverk flestra Is- lenzkra málara á þessari öld og aftur á fyrri öld, hin elztu eftir þá Þórarin B. Þorláksson og Ásgrlm Jónsson, trúlega flest eftir Jón Stefánsson og Jóhann- es "jarval og örugglega flestar beztu gersemarnar I list þeirra, sem trúlega verða aldrei metnar til fjár og fræg erlend söfn og einstaklingar hafa boðið feikna fé fyrir sumar þeirra, en þær eru ekki falar og verða aldrei seldar úr landi. Þá er I safninu fjöldi málverka flestra yngri listmálara okkar. Og slðan safnið var gefið Alþýðusam- bandinu, hafa borizt I það að gjöf nokkur málverk frá lista- mönnum sjálfum. Kveiktur áhugi unga fólksins. Að sjálfsögðu hefir Alþýðu- sambandið ekki húsnæði, þar sem hægt sé að láta nema litinn hluta safnsins hanga uppi að staðaldri. En 1 vor var efnt til sýninga á hluta safnsins á tveim stöðum úti á landi, á Selfossi og Akranesi, og er fyrirhugað framhald á sllkum sýningum vlðar um landið. Sýningar þessar tókust mjög vel, að þvl er safnvörðurinn, Arnór Hanni- balsson, hefir tjáð fréttamanni Vísis. Einkum hafi mikill fjöldi unglinga komið á sýningarnar og verið fullir áhuga, sem mjög hefði verið" auðfundið, að mætti rekja til þess, að hengdar hafa verið upp I flestum skólum landsins Iitprentanir málverka, sem Helgafell hefir gefið út ár- Iega nú um nokkurra ára skeið. Og litprentanir þessar hafa tek- izt svo vel, að mjög erfitt er að þekkja margar þeirra frá sjálfri frummyndinni. Þykir sýnt, að þessar myndir hafi þegar haft talsvert listuppeldisgildi bæði i skólum og á heimilum, þar sem þær hanga á veggjum. Fjölgar sífellt þessum ágætu iitprent- unum Helgafells og eru þegar á nokkrum árum komnar út prentanir fimmtíu málverka og verður haldið áfram. Hér er og um landkynningarstarf að ræða, því að myndirnar eru mikið keyptar af útlendingum og ís- lendingar kaupa þær mikið og senda til gjafa út um allan heim. Fyrsta íslenzka listasagan. En Ragnar Jónsson lætur ekki við það sitja, að hafa gefið Alr þýðusambandi Islands hið mikla málverkasafn sitt, heldur hefir hann I hyggju að leggja stærsta skerfinn í safnhús, sem verður einstakt i sinni röð á Islandi. 1 tilefni þess fór fréttamaður Vís- is á fund Ragnars til að fregna nánar um það, sem hann hefir nú I bígerð. — Nú langar mig til að spyrja þig nánar um áform þitt Rabbað við Ragnar í Smára að færa alþýðusamtökunum nýja gjöf, milljónaverðmæti 1 bókum til að afla fjár I væntan- legt listasafn Alþýðusambands- ins. — Það hefir nú ekki beinlínis neitt nýtt gerzt i því máli frá minni hendi, svarar Ragnar. Heldur hefir stjórn safnsins haf- izt handa um undirbúning að byggingu yfir safnið. Þegar ég afhenti forseta Alþýðusam- bandsins málverkasafn mitt, tók ég fram, að ég hefði hug á að afhenda síðar, nánar tiltekið á árinu 1963, fimm þúsund eintök af nýrri listasögu, er ég hafði þá undirbúið 1 samráði við Björn Th. Björnsson listfræðing. Kemur út að ári. — Verður þessi listasaga mik- ið verk? — Já, hún verður stærsta út- gáfufyrirtæki, sem ég hef ráðizt I til þessa. Samtals mun það taka Björn um þrjú ár að semja bókina, nú samfleytt nærri tvö ár, og á bókin að koma út 17. júní næsta ár. Það er orðið langt síðan við Björn fórum fyrst að ræða saman um út- gáfu slíks verks, og ég hef stefnt að því, að gefa það út áður en langt um liði. Björn hefir líka í mörg ár unnið að undirbúningi verksins. Hér hef- ir aldrei verið til nein íslenzk listasaga, og Björn varð að telj- ast sjálfkjörinn til að leysa þetta verk af hendi. - Hvað verður bókin stór? — Hún verður nokkuð á fjórða hundrað blaðsíður I svip- uðu broti og listaverkabækur Helgafells, cg I, henni, verða hundruð mynda af listaverkum og listamönnum, litmyndaslður verða ekki færri en 40. Áskrifendur verða stofnendur safnsins. - Er nokkuð hægt að segja um verð bókarinnar? - Já. Stjórn Iistasafns Al- Ragnar Jónsson ¦ 1.1 II

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.