Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 16
VISIR Mánudagur 27. ágúst 1962. Halldór G. Sigurðsson Sviplegt slys Á öðrum stað í blaðinu I dag er greint frá því, að Halidór Gunnar Sigurðsson, einn af starfsmönnum Vísis, hafi látizt í gær af sárum þeim, er hann hlaut í bifreiðasiysi aðfaranótt sunnudags. Halldór var sonur þeirra Sigurrósar Jónsdóttur og Sig- urðar Halldórssonar fyrrv. bæj- arstjóra á Isafirði. Var hann að- eins tuttugu og fimm ára að aldri, kvæntur Önnu Sigurjóns- dóttur. Halldór var hinn bezti drcng- ur og ágætur starfsmaður. Er mikill harmur kveðinn að vanda mönnum hans við hið sviplega fráfall. Vfsir sendir eiginkonu hans og venzlamönnum innileg- ustu samúðarkveðjur. Bræla og lítilsíld- veiði um helgina Síldveiðin hefur að langinestu Ieyti legið niðri um helgina, því að um hádegið á Iaugardag byrjaði að bræla og upp úr því fóru skipin að leita vars, öll þau sem voru á aðalveiðisvæðinu norðan Langa- ness. Ágæt veiði var síðdegis á föstu- dag og fram á laugardagsmorgun. Þann sólarhring veiddist tæplega 58 þús. mál og tunnur á 75 skip, m.a. fengu 2 skip um 1600 mál hvort, þ.e. Hafrún og Fákur og mörg skip sem voru með frá 1000 og upp í 1500 mál hvert. Fyrir og um hádegið á laugar- daginn óð mikil síld á 'Ægisslóð og mörg skip köstuðu þrátt fyrir ó- hagstætt veður. Sum þeirra sprengdu þó eða rifu nætur sínar og brátt versnaði veður svo að ekki varð lengur fengizt við veiðar og flotinn hélt í var. Leituðu skip in ýmist til Raufarhafnar, Siglu- fjarðar eða undir Grímsey. I morgun var veðrið tekið að ganga niðui og enda þótt enn væri ekki komið veiðiveður, voru skipin samt byrjuð að halda út á miðin í fþeirri von að það myndi lægja með kvöldinu. Féll úr stiga I morgun um kl. 11 slasaðist einn af starfsmönnum rafveitunnar, Finnur Kjartansson, er hann var að vinna við að setja upp Ijósa- staura á Rauðalæk. Féll hann úr háum stiga og mun m.a. hafa fót- brotnað og skaddaðist meira. Vaknaði ekki, þótt ekið væri yfir hann Sá undarlegi atburður skeði hér í borg í fyrrinótt, að ekið var yfir sofandi mann án þess að hann rumskaði við yfirkeyrsluna. Lá hann þó klemmdur milli hjóla bif- reiðarinnar þegar að var komið og varð að lyfta bifreiðinni upp til að ná honum undan. Þetta skeði laust eftir miðnætti í fyrrinótt á bifreiðastæði B.S.R. í Lækjargötu. Beðið hafði verið um leigubíl af stöðinni og þegar hann var í þann veginn að leggja af stað — bifreið- arstjórinn telur sig hafa verið ‘kom- inn um það bii einn metra; þá hafi hann orðið þess var að eitthvað ’varð fyrir bílnum, þannig að hann lyftist upp og jafnframt heyrðist honum eins og uml í manni. Nú hafði bifreiðarstjórinn ekki orðið nokkurs manns var þegar hann ók af stað og skildi illa hvern ig í þessu gat legið. Hann fór samt út að sjálfsögðu og leit undir bíl- inn og það var ekki um að villast, að þar lá maður gjörsamlega hreyf- ingarlaus, klemmdur milli fram- hjólanna og gaf hvorki frá sér stunu né hósta. Taldi ökumaðurinn að hann hafi Framhald á bls. 5. Líggur með- vitundarlaus Það slys átti sér stað í gær- kvöldi um kl. 10,30 að maður að nafni Tómas Ásgrímsson féll aftur á bak og fékk við það þungt höf- uðhögg. Við fall þetta missti Tóm as meðvitund og var þegar fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan í Landsspítalann. í morgun var Tóm as ekki kominn til meðvitundar. — Afmælishátíð Akureyrar Kafin í gær hófust hátíðarköldin á Ak- ureyri í sambandi við 100 ára af- mæli kaupstaðarins. Hófust þau ( Helga Sigurðar- dóttir lótinn Helga Sigurðardóttir, fyrrv. skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla lslands, lézt í gær í Landsspítalan- um eftir langvarandi vanheilsu. með því að listsýning með mál- verkum eftir Ásgrím Jónsson var opnuð í bamaskólanum á Oddeyri og bæjarkeppni var háð i knatt- spyrnu milli Akureyrar og Reykja- víkur, sem Iauk með sigri Akur- eyrar. Þá var um leið opnuð íþrótta bygging á íþróttavellinum. Á morgun verður opnuð iðnsýning i Amaro-húsinu við Hafnarstræti, en sjálf aðalhátiðahöldin hefjast á miðvikudaginn, á afmælisdegi Ak- ureyrar. Fyrsti liður hátíðahaldanna var opnun listsýningarinnar í Oddeyr- arskóla. Þar er um að ræða sýn-, ingu á 50 málverkum eftir Ásgrím j Jónsson, yfirlitssýning á verkum; hans. Fengust þessar myndir norð- j ur með sérstöku leyfi stjórnar Ás- grímssafns og menntamálaráðherra. Kristinn Jóhannsson listmálari setti sýninguna upp, en Bjamveig Bjarnadóttir forstöðumaður Ás- grímssafns kom norður og var við- stödd opnunina. Jón G. Sólnes bæj- arstjóri flutti opnunarræðu. Á Framhald á bls. 5. Myndin var tekin í portinu við húsið Smiðjustígur 4, en einmitt þar var „æfingarstöð“ Alberts, einmitt á þessu þrönga svæði, sem á myndinni sést æfði hann upp Ieikni sína. Frá Smiðjustíg til San Siro — Albert farinn til Milano í gærmorgun lagði Albert Guðmundsson knattspyrnukappi áleiðis til Milanó á Italiu, en þar mun hann leika með gömlu stjörnuliði gegn Rómarfélaginu Inter. Albert lék með Milanó við góðan orðstír í 2 ár og var einn vinsælasti Ieikmanna liðs- ins, eins og kunnugt er, og enn þann dag í dag er nafn Alberts þekkt meðal knattspyrnuáhuga- manna á Ítalíu. — Ég er hræddur um að ég verði hálfgerður skussi gegn gömlu félögunum, sagði Albert nokkru áður en hann lagði af stað, — flestir þeirra hafa við- haldið þjálfun sinni, t. d. Gunn- ar Gren og Gunnar Nordahl, sem báðir eru enn starfandi knattspyrnumenn. Leikurinn á miðvikudags- kvöld er leikinn á hinum ný- tízkulega leikvelli Mílanóborgar San Síro, og verður leikinn í fióðljósum. Ágóðinn af leiknum verður varið til styrktar bama- verndarmálum borgarinnar. Vísir fékk í morgun staðfest- ingu á því hjá lögfræðiskrifstofu Ragnars Ólafssonar að gengið hafi verið sl. laugardagskvöld frá sölu á hinu stóra og verðmæta bóka- safni Þorsteins sýslumanns Þor- j steinssonar. Það var eirjstaklingur sem keypti i Kári Borgfjörð t Helgason kaúp- ; maður, Hverfisgötu 43 í Reykja- vík. Að því er Vísir hefur lauslega fregnað mun hann hafa gert til- boð í safnið er vitað var að ekki varð að sölu til Stefáns Guðjóns- i sonar fornbóksala. Ekki vildi Ragn I ar Ólafsson láta neitt uopi um i söluverð á safninu. Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis B.G. og er hún að því leyti sérstæð að á henni sjást tvö hvolfþök, sennilega þau einu sem til eru hér á landi Hús ið til hægri er hús Ásmundar Sveinssonar, listamanns, en hitt húsið er hin glæsilega íþrótta- og sýningarhöll sem nú er í byggingu í Laugardal. Hvolf- þök lík því og er á íþrótta- og sýningarhöllinni hafa tfðkazt mjög lengi. ■ i r 11 i (51 ► r M . 111 • ) I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.