Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 9
Mánudagur 27. ágúst 1962. VISIR Bókin á að byggja safnið. — Gerirðu þér vonir um, að upplagið seljist og safnið fái þannig þær 7 — 8 milljónir, sem þarf til að komast langleiðina með framkvæmdir? — Ég þykist þess fullviss, að upplagið seljist á fyrsta ári. En þeir, sem tryggja vilja sér fyrstu útgáfu, sem verður miklu fémætari en hin síðari, og ger- ast þannig stofnendur safnsins, ættu ekki að draga að gerast á- skrifendur. Ég vildi helzt óska, að sem flest eintökin kæmust í hendur alþýðu manna og æsku fólks, því að bókin verður í senn lykill að safninu og ónumd um andlegum auðlindum fólks- ins sjálfs. þýðusambandsins hefir þegar á- kveðið verð bókarinnar, 1500 krónur til áskrifenda, og fá þeir að greiða það með afborgunum, sem það vilja. Áskrifendur verksins verða svo hinir raun- verulegu stofnendur safnsins og nöfn þeirra skráð í fyrstu út- gáfu. Þess vegna er nauðsyn- legt, að þeir gefi sig fram sem fyrst, helzt ekki síðar en fyrir áramót. Ég mun síðar sjálfur gefa bókina út í annarri útgáfu, sem sennilega verður mun dýr- ari en fyrsta útgáfan. Samt verður þetta ódýr bók miðað við hinn gífurlega útgáfukostnað hennar. Til að gera æskuna ríkari. — Annars ætti öllum að vera það metnaðaratriði að eignast bókina. Ég trúi ekki, að hinir mörgu vinir alþýðunnar og æskufólksins fyrir kosningar telji eftir sér að snara út 1500 krónum fyrir slíkt verk eða láti það á sannast, að orð þeirra séu aðeins kosningablíða. Það er metnaður hvers heilbrigðs manns að leggja fram sinn skerf til útrýmingar fátækt og sinnu- leysi í veröldinni, engu síður í andlegum efnum en hinu, sem fólk þarf til að draga fram lífið. Og einmitt þetta er eitt þýðing- armesta skrefið í þá átt að út- rýma mannvonzku og ábyrgðar- leysi. Mér liggur við að segja, að það væri íslendingum til sóma að slást um að eignast þessa bók, og gerast þannig bein ir þátttakendur í að gera æsku landsins ríkari. Þeir eignast um leið gott verk og gagnlegt, sem halda mun sínu verðmæti í krón- um og verður raunar að teljast nauðsynleg handbók á hverju Þetta er ein af myndunum úr gjöf Ragnars Jónssonar til Alþýðusambands Islands, Þingvallamyndin „Fjallamjólk“ eftir Kjarval, og það er einmitt hún, sem Alfred Barr Jr., forstjóri Musum of Modem Art sóttist mest eftir að fá keypta í hið heimsfræga safn. Hann taldi þessa mynd vera eitt mesta listaverk, er gert hafi verið á Norðurlöndum. heimili. Ég hef sjálfur gerzt á- skrifandi að jafnmörgum eintök- um og krakkar mínir eru, auk míns eigin eintaks. Hefst á öldinni, sem leið. — Hvað nær sagan langt aft- ur í tímann eða hvernig verður hún í höfuðdráttum? — Höfundur rekur fyrst að- dragandann að íslenzkri málara- list á 19. öld, þá verður kafli um Þórarin B. Þorláksson og Ás- grím Jónsson, er höfundur nefn- ir ’Jndir heiðríkjunni. Síðan tek- ur hann listamenn í aldursröð og eru hér nokkur kaflaheiti, eins og Björn hefir áformað í stórum dráttum: Raunsæið í æskuverk- um Einars Jónssonar, Ort í hraunið — Kjarval kemur heim frá námi, Expressionisminn og Jón Stefánsson, Sæmundur á selnum (um verk Ásmundar Sveinssonar fram til 1930), Kreppan mikla og listirnar, Þorp ið-höfnin-hafið (um list Snorra Arinbjarnar, Gunnlaugs Schev- ings, Þorvaldar Skúlasonar, Jóns Engilberts, Jóhanns Briems og fleiri á tímanum 1930 — 40, Sýn- ing Svavars Guðnasonar 1945 — átök um abstraktlistina hefjast, Höggmyndir Sigurjóns Óiafsson- ar, Bókaskreytingar og svartlist, um kímni og ádeilu í íslenzkri myndlist, Ungir landslagsmálar- ar, Málverk hreinna forma, Stein gler, mósaík og myndvefnaður, Andófið gegn hinni geometrisku list, Myndlist og daglegt um- hverfi. Ekki musterisbygging. — Hvernig er safnbyggingin fyrirhuguð? „Rómantískt ofstæki í einum — Ég ræð engu um það frem- ur hver annar af stofnendum þess. En ég held ekki, að lista- safn, sem ætlað er æskufólki og almenningi, og þar á meðal þeim, sem ekki umgangast lista verk daglega á heimilum sínum, eigi að vera neins konar must- erisbygging, heldur alhliða skemmti- og samkomustaður fólksins, einfaldar grófar bygg- ingar mettaðar manneskjuleg- um frumkrafti og angan lífsins, þar sem maður drekkur listina með ölinu og sólskininu. Ég vona, að það verði ekki nein tilhaldsumgerð um andlaust puð smáborgarans í anda ýmissa listasafna 19. aldarinnar. Okk- ar heimur er heimur fjöldans, og vonandi verður þessi bygg- ing í samræmi við það en ekki í stöðnum stíl horfins tíma. Ekki aðeins geymslustaður listaverka, heldur fjölþætt menningarstofnun almennings, þar sem allir njóta ánægjulegra tómstunda í fögru og menning- arlegu umhverfi. Hugmynd safnstjórnar er að fá allt að 50 þús. fermetra lands fyrir safnið, sem verði í garði, prýddum blóma- og trjágróðri og högg- myndum, hafa nægilegt svig- rúm svo að hvert verk fái notið sín. Allir, sem heimsótt hafa t. d. Louisianasafnið utan við Kaupmannahöfn, hafa hrifizt af fyrirkomulaginu þar, og það segir sína sögu, að á árinu sem leið, var aðsókn þar sexfalt meiri en að ríkislistasafninu, sem er inni í miðri borginni. Þar eru sýndar hinar listrænustu kvikmyndir, haldnir tónleikar á kvöldin innan um listaverkin, umræður um listir, veitingar á boðstólum. Þar er aðstaða fyrir ýmiss konar listföndur, sérstak- ar stofur ætlaðar börnum til að glæða listfengi þeirra. Eitthvað slíkt vakir fyrir okkur f sam- bandi við það safn, sem við ætl- um að reisa. Rómantískt ofstæki í einum punkti. — Hvaða mynd þykir þér mest gersemi i þessu safni, sem þú ert búinn að farga úr þinni eigu? — Ég er ekki í neinum vafa um það, að þar er mesta snilld- arverkið Þingvallamyndin hans Kjarvals, sem hann kallar Fjallamjólk. Þar er saman- þjöppuð i einum punkti hin mikla snilld málarans og allt það dásamlega rómantíska of- stæki, sem enginn á til nema Kjarval. Það hefir mikið verið boðið í þá mynd til að hún kæmist í heimsfrægt listasafn, en hún verður aldrei föl út fyrir landsteinana, hvað sem í boði er. Þegar safnstjórarnir í Museum of Modern Art í New York voru hér, vildu þeir kaupa þessa mynd. Annar þeirra, Barr Jr. listfræðingur, sem er heims- kunnur fyrir listfræðirit sín og má eiginlega kallast sérfræðing- ur í myndlist Norðurlanda, sagði, að Fjallamjólk væri ein mesta mynd, sem máluð hefði verið á Norðurlönd. Þar næst fannst honum mest til um aðra mynd Kjarvals, strákamyndina hans, sem heitir „Nú er gaman að lifa“. Þessar myndir eru báðar í Listasafni Alþýðusam- bandsins, og þær eru líka á meðal listaverkaprentana Helga- fells. En, sem sagt, frummynd- irnar verða aldrei látnar úr landi. Það er líka í samræmi við vilja listamannsins sjálfs. Kjar- val álítur, að íslenzk málverk verði ekki meðtekin neins stað- ar jafnvel og á lslandi, eins og náttúran sjálf. Hér verða þau Framhald á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.