Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 27.08.1962, Blaðsíða 10
/0 VISIR Minningarorð: Guðmundur R. Jósefsson, prentsmiðjustjóri Eftir hverju fer hinn mikli sláttu maður, þegar hann gengur hér um jörð og velur menn sér til fylgdar? Eftir hverju fara örlaganornirnar. er þær spinna þræði sína, ríða vef- inn og sllta hann svo skyndilega. þegar hann virðist loks vera far- inn að taka á sig þá mynd,, sem j enzt getur langa ævi? Hvers vegna I er hinum hrausta, þróttmikla og | glaða kippt brott í blóma llfsins, | þegar þeir, sem máttminni eru og I gæddir minna lífsþreki, lifa til nárr ar elli og þrá jafnvel að hafa horf- ið yfir landamærin fyrir löngu? Þessar spurningar og margar þeim líkar leita á mig, begar ég j geri tilraun til að skrifa nokkur kveðjuorð við útför vinar míns Guðmundar Ragnars Jósefssonar, prentsmiðjustjóra 1 Hafnarfirði,: sem andaðist aðfaranótt 18. þessa mánaðar, og er til grafar borinn j í dag. En -tta eru ekki nýjar spurnirigar, því að þannig hafa menn alltaf spurt, þegar þeir hafa staðið frammi fyrir ráðgátu dauð- ans — og ekki er greiðara um svör nú en áður. t Guðmundur Ragnar fæddist i Hafnarfirði 13. október 1921, og var því aðeins á 41. ári, þegar hann féll frá. Hann ólst upp hjá móður sinni, Jenný Guðmundsdóttir frá Syðri-Hofdölum í Skagafirði, og stjupa, Skúla Sveinssyni vélstjóra, meðan hans naut við, en hann drukknaðl með- linuveiðaranum Erninum frá Hafnarfirði, sem fórst á síldveiðum fyrir Norðurlandi fyrri hluta ágústmánaðar 1936. Ár- ið eftir varð Guðmundur Ragnar nemi í Isafoldarprentsmiðju, og þar lauk hann námj bæði í setn- ingu og prentun. Vann hann þar fyrst eftir að námi lauk, en f<5r síðan 1 Víkingsprent, þar sem hann starfaði til vors 1945, er hann fór vestur til Bandaríkjanna, þar sem hann stundaði framhaldsnám í iðn sinni til næsta hausts. Þá sneri hann heim og fór fyrst í Víkings- prent, en varð svo verkstjóri f Leiftri. En hugur hans stefndi hærra, þvf að honum var kappsmál að stofna sína eigin prentsmiðju — og það var meðal annars til undir- búriings þess, að hann fór vestur um haf ¦— og haustið 1946 tók Prentsmiðja Hafnarfjarðar til starfa. Með 1 ráðum og meðeigandi var Sigurður Guðmundsson arki- tekt, móðurbróðir hans og mikill vinur. Um þær mundir var engin prent smiðja starfandi í Hafnarfirði, og munu ýmsir hafa talið, að þar væri ekki jarðvegur fyrir slikt fyrir tæki vegna harðar samkeppni frá þeim mörgu prentsmiðjum. sem starfandi voru f Reykjavík, aðeins steinsnar frá. En nú er svo komið, að þar syðra eru starfandi þrjár prentsmiðjur, og ætti þá að vera rækijega afsannað, að samkeppnin i Reykjavik sé þeim um megn, en vafasamt er, að þróunin hefði orð- ið á þenna veg, ef Guðmundur Ragnar hefði ekki rutt hrautina. t Sennilega hefir þó engum verið eins ljós vantrú margra á því, að prentsmiðja gæti dafnað f Hafnar- f irði í samkeppni við gömul og gró in fyrirtæki í Reykjavík og einmitt Guðmundi Ragnari. En það hagg- aði ekki þeirri bjargföstu trú hans, að þar væri grundvöllur slíks fyrir- tækis. Vilji er allt sem þarf, stendur þar,, og það sannaði hann með rekstri Prentsmiðju Hafnarfjarðar, hópi en að láta þá njóta með sér. Ást hans á listum var lika mikil og einlæg, og í bókasafni hans var margt góðra bóka um íslenzk efni og alþjóðlega, fagra list. t Nú er senn komið að lokum þess ara fátæklegu minningarorða. Eg á það þó enn ónefnt, sem var Guð- mundi Ragnari sól og stjörnur — Steinunn Guðmundsdóttir kona hans, sem hann gekk að eiga 24. júní 1944, þegar sunna heldur vörð 'allan sólarhringinn, og börn þeirra þrjú, Ingibjörgu 15 ára, Guðrúnu þvl að hann taldi ekkert eftir sér til að tryggja hag hennar op rekst- ur. Hann vann sjálfur hvaða starf sem þurfti að ljúka hverju sinni, ef þannig stóð á, og var I rauninni allt í senn, er á þurfti að halda — prentsmiðjustjórinn, setjarinn, prentarinn og ekill fyrirtækisins. Hann hafði sett sér markið, og hann vissi, að þótt nauðsynlegt sé að hafa gðða, trúa starfsmenn, verð ur hver maður fyrst og fremst að treysta á sjálfan sig 1 hverju verki, vera sinnar eigin gæfu smiður. Ef forustan bregzt, berst hinn óbreytti liðsmaður til lítils gagns. Hann vildi heldur ekki leita til annarra vegna þess, sem hann gat leyst af hendi sjálfur án aðstoðar. Slík ö- sérhllfni er óvenjuleg á þeim tim- um, þegar flestum er tamast að krefjast alls af öðrum, en þeir sem hafa tamið sér hana eða hlotið I vöggugjöf geta litið með meiri á- nægju á hvert dagsverk en aðrir. Svo fór, að vinnudagur Guðmund- ar Ragnars varð ekki lángur, en allt sem hann gerði, vann Hann vel og trúlega og af smekkvísi. hvort sem hann vann fjölskyldu sinni eða öðrum. Það var hans aðal. Hann hafði líka lifandi áhuga á öllu, sem hann sinnti á annað borð — aldrei hálfur, alltaf fús til starfa, eigi síður fyrir aðra en sjálf an sig. Fyrir bragðið var hann hvarvetna góður liðsmaður f þeim félögum, sem hann starfaði í, og var til dæmis nýlega kjörinn forseti Rotaryklúbbs Hafnarfj., en auk þess var hann í stjðrn Félags Is- lenzkra prentsmiðjueigenda. Hann var og framarlega I fleiri félögum, sem hér verða ekki talin, en nutu krafta hans að meira eða minna leyti, og mun hans hvarvetna verða sárt saknað. En óháð og ofar öllu félagsstarfi var ást hans á íslenzkri sveit og ís- Ienzkri náttúru og öræfum. Þá hlið þekktum við að likindum bezt, vin ir hans og þeirra hjóna, sem gafst tækifæri til að fara með þeim um landið, langar leiðir eða aðeins spottakorn, nema staðar og litast um, hvílast í litlum hvammi og hlusta & f uglakvak eða öræf akyrrð. En þar nutu þau líka mest, sem hann vildi helzt láta njóta, kona hans og börn. Hann átti enga betri félaga til ferðclaga, og þau áttu heldur ekki betri leiðsögumann, hvort sem var um bygðir eða ó- byggðir. Hann vissi svo margt um hvaðeina, sem í'yrir augun bar, og fátt veitti meiri fullnægju í ástvina 14 ára og Guðmund Magnús 10, ára, yndislega unglinga og táp-1 mikla. Ég þakka ótalmargar glaðar stundir í Hafnarfirði og Borgar firði, þar sem Guðmundur Ragnar, kona hans og börn hafa ætfð tekið öllum vinum opnum örmum, hve- nær sem þá hefir borið að garði. Þau eiga ástríkum eiginmanni og föður á bak að sjá, manni, sem aldrei verður bættur, hvorki með orðum né gerðum — og því skal nú ei meira sagt. En Steinunn kona hans er úr þeim málm; steypt I sem skírist alltaf I eldi mótlætis- ins — ekki slzt þegar ástvinurinn J er á brott kvaddur I skyndi, og ! sálarstyrkur hennar mun veita j börnunum það þrek, sem aldurinn j getur ekki skapað. Ég á þær óskir beztar til handa ástvinum Guðmundar Ragnars, að þeir muni hann eins og hann mun lifa fyrir hugskotssjónum okkar vina hans, glaðan og reifan. Þannig mun hann standa á ströndinni hin- um megin og fagna þeim, er þar að kemur. — H. P. Mánudagur 27. ágúst 1962 un i vel avanah Reynsluför Savannah, fyrsta kjarnorkuknúna kaupfars heims. gekk ekki tíðindalaust. Þegar skipið var komið út úr höfninni I Yorktown, þar sem unn ið hefir verið við að ljuka smlði á því, var kjarnaofninn settur I gang, en eftir hálfa klukkustund kom upp einhver bilun, svo að oliuvélin var aftur látin taka til starfa. Vonazt er til, að ekki sé um alvarlega bilun að ræða og skipið geti hafið 18 mánaða kynnisför til Evrópulanda I næsta mánuði, eins og ætlað var. BÆKUR 0G HQFUNDA r, r Arni G. Eylands: X*- Milli Grænlands köldu kletta Um messutímann í dag lauk ég við að lesa litlu bókina hans Jó- hanns Briem — Milli Grænlands köldu kletta. — Hún lætur ekki mikið yfir s^r og mun ekki gerð fyrir þá, sem eru sæmilega sögu- fróðir um Grænland, en þetta er óvenjulega elskuleg bók, og það sem hún skilur eftir í huga lesandans, að lokn um lestri, er gott og ljúft, eða þannig orkaði bókin á huga minn. Eitt atriði í bókinni er mis- sagt. Mig furðaði á því, og vil leiðrétta það, og því fermur að hér er um atriði að ræða sem íslenzkum mönnum má vera bezt kunnugt og ættu slzt að láta fara milli mála. Á bls. 34 segir svo: „Það var ekki fyrr en á þriðja áratugi þessarar aldar að '..afizt var handa að flytja fslenzkt sauðfé til Grænlands." Þetta er ekki rétt, íslenzka sauðféð var flutt vestur til Grænlands síðsumars 1915. Þar er ekkert um að villast. Mér er það Iíka vel minnisstætt. Féð var keypt á Hólum f Hjaltadal og þar f grennd, snemma sum- ars 1915, og geymt þar um skeið unz það var tekið til flutn ings yfir hafið. Danskur maðut Valsöe, keypti féð með aðstoð Sigurðar skólastjóra, og dvald- ist hann nokkurn hluta sumars- ins að Hólum. Alls keypti Val- söe á annað hundrað fjár (112 kindur). Hesta keypti hann einn ig, (man ekki hve marga) í Hjaltadalnum, og flutti vestur, munu það vera ættfeður ís- lenzku hestanna á Grænlandi, eins og sauðféð er yfirleitt hreinræktað íslenzkt fé. Þarna var myndarlega á stað farið, og árangurinn hefir líka orðið góður — að mörgu leyti. En ekki að öllu leyti. Sam- kvæmt islenzkum hugsunar- hætti er það hörmulegt að Grænlendingar skuli búa með þeim hætti að hleypa upp fé I miklum mæli I gððum árum, án fullrar fyrirhyggju um fóðr- un og aðhlynningu, er að þreng- ir, sva að útkoman verður hin hroðalegasti fjárfellir í hörðum vetrum. Vel megum við Islend- ingar muna hordauða og felli, meðan við vorum I kútnum, en varla og alls ekki sökum þess að á voru landi væri það bú- skaparlag „viðurkennt" að hleypa upp fénaði án þess að hafa hús og fóður til bjargar. Frá íslandi hafa Grænlending ar fengið fjárstofn sinn, og ís- lenzkir menn hafa verið þar við f járræktarkennslu. Þess megum við vel vera minnugir og halda þvf á lofti — með réttum sann- indurii. En nú er annar hlutur eftir, að kenna Grænlendingum tún- rækt og engja að islenzkum hætti, eftir því sem mögulegt er „milli Grænlands köldu kletta", og tryggja þannig bú- stofninn og með öðru fleiru. Þetta verður að koma og hlýtur að koma. Þótt Danir séu hin á- gætasta búnaðar- og ræktunar- þjóð, sem við höfum margt af lært, er sambland fornrar og nýrrar ræktunarkunnáttu ís- íslenzkra hið eina sem vonlegt er að komið geti að haldi á Grænlandi. En Danir eru líka svo góð og merk búfjárræktar- þjóð, að þeir geta ekki verið við það riðnir til Iangframa, sem stjórnendur, að Greenlend- ingar felli sauðfé sitt úr hungri og hor, I þúsunda tali, 1 hðrð- um vetrum, sem alltaf hljóta að koma þar öðru hvoru, þðtt landið sé svo gott að sauðfé kemst þar af í mörgum árum án húss og gjafar, langtum fremur en þekkist í voru landi Islandi. Sambandið milli íslands og Grænlands er að aukast, Flug- félag íslands vinnur þar ðmet- anlegt starf og hefir gert á und anförnum árum, og þá má ekki gleyma þætti Björns flugmanns og sjúkraflugi hans. Samstarfið þarf Hka að ná til ræktunar- málanna. Það væri gleðilegt ef við gætum, svo sem ég tel full- vist, miðlað frændþjóðinni í vestri af ræktunarkunnáttu okk ar. — Ég efa ekki að nokkuð af íslenzku blóði rennur enn í æðum margra Grænlendinga, og allt frá þvi er hinir fornu Islendingar urðu að láta I minni pokann á Grænlandi, þótt ávöxt ur danskra manna sé nú orðinn meiri og sýnilegri. — Grænlend ingar eru frændur okkar og ná- búar sem við ættum að hafa miklu meira saman við að sælda heldur en raun hefir á orðið. Islenzk túnrækt og íslenzk sauðfjárrækt verður að fara saman á Grænlandi, ef landbú- skapur á að geta orðið bjargar- og menningarþáttur I lífi græn- lenzku þjóðarinnar. Dálftill þátt ur, samofinn við annað meira. þjóðinni til farsældar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.