Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. ágúst 1962. VISIR 3 Flugeldar og dans á Akureyri Þessi mynd var tekin í fyrrinótt undir miðnættið í Lystigarði Akureyrar. Hefir garðurinn verið fagurlega skreyttur margiitum ljósum og er hann nú sannkallaður ævintýragarður. Akureyringar fjölmenntu mjög í garðinn og voru á einu máli um það hve hér hefði vel tekizt til. Á myndinni sést Gunnar Sóines, fyrrv. Golfmeistari Islands ásamt vinum sfnum. Skraut- lýsingu garðsins annaðist Knútur Ottersted fyrir hönd Rafveitunnar á Akureyri. Þá veitti og Ljóstæknifélag íslands tæknilegar leiðbeiníngar. Dansinn dunaði á Ráðhústorgi Akureyrar í fyrrakvöld, er bæj- arbúar glöddust á aldarafmæli kaupstaðarins. Þúsundir voru samankomnar á torginu og öruggiega var þetta stærsta „ball“ í sögu Akureyringa. Ung- ir sem gamlir stigu dansinn og hljómsvelt, sem sat á palli spil- aði af miklum móði, bæði nýja og eldri dansa. Mátti þar sjá góðborgarann stiga dansspor á torginu, ekki síðúr i ungt fermingarfólk. Torgdansinn fór hið bezta fram og sást varla vín á nokkr- um manni. Vísir var viðstadd- ur dansinn og birtum við hér i dag í myndsjánni tvær myndir frá Ráðhústorgi í fyrri nótt, aðra hér en hina á baksíðu. Skýra þær sig sjálfar að öllu leyti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.