Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 4
Föstudagur 31. ágúst 1962. V ’SfR Myndlist Sósíalrealismi. Árið 1932 var list i Sovét- ríkjunum færð í fjötra þeirrar stefnu, sem nefnd hefur verið sósíalistískur realismi eða „sósíalrealismi“. Hins vegar hefur þetta hugtak eiginlega aldrei verið skýrt til fulls fyrir vesturlandabúum. Skilgreining þessarar stefnu vafðist meira að segja lengi fyrir Rússum sjálf- um. Annars vegar er stefnan á- kveðin aðferð til að fjötra sköp- unarmátt listamanna í ákveðnar skorður, en hins vegar hefur hún verið nefnd ákveðin, alvar- leg listastefna. Hin opinberlega skilgreining stefnunnar er „end- urspeglun veruleikans frá sjón- arhóli sósíalista“, en einnig það segir okkur næsta lítið um eðli hennar. Sovézki rithöfundurinn Sjólokov játaði í ræðu, sem hann hélt í Prag 1958, að hann vissi ekki, hvað sósfalrealismi væri. Hann skýrði frá því, að hann hefði vegna vanþekkingar sinnar snúið sér til aðalritara Félags sovézkra rithöfunda, Fadayev, en ekki fengið við- hlítandi svar. Séu hins vegar athugaðar myndir, sem lofaðar hafa verið sem ágætt dæmi um sósíalrealisma, kemur í ljós, að þær lfkjast einna helzt stæling- um á málverkum eftir rússneska raunsæismálara á 19. öld. Helzti munurinn er fólginn í vali mótíva, en sá munur getur þó ekki talizt áberandi mikill. Hins vegar var verkefni realist- anna gömlu auðveldara viðfangs en sósíalrealistanna. Það hefur aldrei reynzt mönnum erfitt að benda á það, sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Sósialrealisminn bannaði hins vegar listamönn- um'að sýna skuggahliðar sovét- þjóðfélagsins, þeir áttu þvert á móti að birta þær hliðar lífsins, sem virtust vera £ samræmi við hugsjónir kommúnismans. Stefnuskrá stjórnarinnar. Þegar flokkurinn setti fram sósíalrealismann 1932, var kom- ið á fjölþættu eftirlitskerfi til að tryggja framgang stefnunnar. Þetta kerfi var byggt á eftirfar- andi atriðum: 1. Félag sovézkra myndlistar- manna skuldbindur sig til að fylgja stefnu sósíalrealismans, og þetta félag ræður eitt yfir öllum nauðsynlegum hjálpar- tækjum listamanna, svo sem sýningarsölum, vinnustofum, efni til vinnunnar, pöntuðum á einstökum verkum o. s. frv. 2. Allar sýningar, sem félagið annast, eru skipulagðar í sam- ráði við menntamálaráðuneytið og flokkinn. 3. Allar pantanir á málverk- um hjá félaginu koma frá ein- hverjum samtökum á vegum flokksins, ríkisins eða opinberra stofnanna. 4. Menntamálaráðuneytið pantar stöðugt hjá málurum málverk til sýninga, sem haldn- ar eru i einhverju sérstöku til- efni, eða af einhverjum sérstök- um mótvívum eins og til dæmis „Fyrstu tuttugu ár Rauða hers- ins“, „Verkamenn á samyrkju- búi“ o. s. frv. 5. Allir félagsmenn fylgjast með þeim verkefnum, sem framundan eru, og flokksdeild- in innan félagsins skyldar þá til að leggja stund á námskeið í stjórnmálum. 6. Öll blöð og tímarit eru gef- in út á végum flokksins, og þess vegna eru öll ný verk dæmd með sjónarmið flokksins i huga. 7. Þeir listamenn, sem halda fast við hinn fyrirskipaða stíl, Sjálfsmynd eftir ungan rússneskan málara, Anatoli Zverev. Myndin, sem er uppreisn gegn hinni lögboðnu list, hefur aldrei verið sýnd í Sovétríkjunum. n nx uniim Wm!œí'X Málverk af Stalín í anda sósí- alrealismans. fá að launum vel borguð verk- efni og heiðursititilnn „Lista- maður hinnar sovézku þjóðar". Formalistar. Ofanskráðar reglur gera að sjálfsögðu að verkum, að flokkurinn á auðvelt með að hafa strangt eftirlit með lista- mönnum. Ekki voru þessar regl- ur þó látnar nægja einar, heldur var gengið enn lengra. Til dæm- is voru allir kennarar við lista- skólana, sem grunaðir voru um „óheilbrigðan hugsunarhátt" látnir hætta störfum og aðrir fengnir í þeirra stað. Ekki fór heldur fram nein kennsla i þeim hluta eVrópskrar listasögu, sem nær allt frá upphafi impressíón- ismans til abstraksmálara nú- tímans — að meðtöldum rúss- neskum listamönnum eins og Kandinsky, Malevich og Chag- all. Fundið var upp hugtakið „formalismi" fyrir alla þá mál- ara, sem ekki fylgdu stefnu^ realismans, og öll málverk þeirra fjarlægð úr söfnum, og allar bækur, timarit, endur- prentanir og blöð, sem höfðu að geyma efni um formalisma, voru tekin burt úr bókasöfnum. Meistari sósíalrealismans. Frægasti málari sósialreal- istísku stefnunar var Alexander Gerasimov, forseti Listaháskóla Sovétrikjanna, handhafi Stalíns- verðlauna og leiðtogi myndlistar manna á árunum 1932 til 1953. Enginn annar málari gerði eins mikið af þvi að mála Stalín. And litsmyndir hans af einvaldanum voru alls staðar og ómissandi þáttur Stalínstímabilsins. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það, þótt listamaður máli myndir af æðsta manni þjóðar sinnar. Það er gert um heim allan og þjóðhöfðingjamir þá sýndir í ljósi sannleikans með kostum sín um og göllum. Séu myndir Gerasimovs hins vegar athugað- ar, sést ævinlega sama, hálf- dulda brosmildin undir skegginu. Málarinn sýnir aðeins það, sem hann veit, að fyrirmynd hans vill láta sjást. En afskipti Gerasim- ovs af myndlist takmörkuðust engan veginn við aridlitsmyndir hans af Stalín. Hann stóð á bak við brottrekstur allra hinna „formalistísku" kennara og lok- un hins stóra safns af vestur- landamálverkum síðari tíma, þar sem til voru fleiri myndir eftir Renoir, Monet, Pissarro, Degas, van Gogh, Cézanne, Matisse og Picasso en nokkurs staðar ann- ars staðar í veröldinni. Breytt viðhorf. Þess má til gamans geta hér, að eftir dauða Stalins komu til sögunnar breytt viðhorf, og verð MYNDLIST ur ekki annað sagt en Gerasimov hafi fengið að kenna á þvi að nokkru. Árið 1956 var haldin sýning á verkum Picassos. Það mun að öllum líkindum hafa ver- ið hinn mikla aðdáandi Picassos, Ilja Ehrenburg, sem stóð að baki sýningunni. Þá var og haldin samkoma til heiðurs Picasso. Undir gríðarstórri mynd af meist aranum hafði verið komið fyrir borði fyrir stjórnarida samkom- unnar og um tylft stól beggja vegna borðsins. Fyrir einhverja kaldhæðni örlaganna gekk Gera simov fyrstur upp á sviðið, og var honum tekið með miklum hlátri. Hann skjögraði framhjá fyrri stólaröðinni, þá framhjá seinni stólaröðinni og settist þar Hin fagra andlitsmynd Pi- cassos af Stalín. — Fransk- ir kommúnistar fordæmdu myndina og töldu hana lítils- virðandi og móðgandi. á yzta stólinn. Næstur kom Ehrenburg og tók sér sæti næst borðinu, og var honum ákaft fagnað. Aðrir þekktir menn fylgdu á eftir og settust allir á stólana gegnt Gerasimov. Þegar samkoman hófst, var önnur stólaröðin þétt setin, en hinum megin sat Gerasimov einn á yzta stólnum. Sikpulagsbreyting. Nokkrum mánuðum eftir Pic- asso-sýninguna kom saman þing myndlistarmanna, og var þá kos- in ný bandalagsstjórn. Gerasim- ov var meðal þeirra, sem ekki voru endurkjörnir. Á hinn bóg- inn var þá stofnaður nýr félags- skapur, sem nefndur var „Félag sovétrússnekra sósíalrealistiskra listmálara", og þar var hinum gömlu málurum Stalins-timabils ins aftur gefinn kostur á að komast til áhrifa. Endirinn várð sá, að skipulagið féll smám sam- an £ sínar fyrri skorður, en at- burðirnir eftir dauða Stalíns gerðu að verkum, að óhugsandi var að snúa algerlega aftur til gömlu stefnunnar frá 1932. Sýning Picassos. Orsök allra þessara umbrotasí myndlistarlifi Sovétríkjanna er fyrst og fremst sýning Picassos. Engu að síður var hennar ekki getið í rússneskum blöðum nema í örfáum línum/ eftir að sýning- unni hafði verið lokið. Það voru hvorki birtar eftirprentanir mál- verka né greinar um sýninguna í listatímaritum, og það var ekki minnzt á hana einu orði í út- varpi eða sjónvarpi. Þrátt fyrir þessa þögn blaða og útvarps var óslitin biðröð fyrir framan sýn- ingarhúsið alla daga þær tvær vikur, sem sýningin stóð yfir. Þarna hittust þekktir málarar, rithöfundar, vísindamenn og tón listarmenn, en mestur hluti sýn- ingargesta var þó ungt fólk, sem þóttist hafa himin höndum tek- ið við uppgötvun þessarar per- sónulegu, dirfskufullu listar. Á hverjum degi fóru fram ákafar rökræður £ sýningarsölunum um fagurfræði, um ýmsar listastefn- ur og ástand listarinnar í Sovét- ríkjunum. Gripið í taumana. Þegar sýningunni lauk, geng- ust stúdentar fyrir umræðufund- um um list Picassos, og voru þessir fundir haldnir á hinum ýmsu stöðum og stúdentum gert aðvart um þá í síma, en fundirn- ir voru aldrei auglýstir. Siðan var svo reynt að koma á sam- eiginlegum fundi fyrir alla stúd- enta í Moskvu, og voru það stúd entar við sagnfræðideildina við háskólann í Moskvu, sem áttu hugmyndina. Þeir fengu leyfi skólaráðsins til að halda um- ræðufund út frá grein I Pravda, þar sem impressjónismi var gagnrýndur harðlega. Fundarboð var sent til stúdenta við hina ýmsu listaskóla 1 Moskvu, en skólastjórnin óttaðist, að fund- urinn gæti haft alvarlegar af- leiðingar, og af þeim ástæðum var fundinum aflýst. Engu að síður mættu mörg hundruð stúd entar, og þegar þeir uppgötvuðu, að það var enginn til staðar frá skólastjórninni, ákváðu þeir að halda fundinn upp á eigin spýt- ur. Það reyndist engum erfiðleik um bundið, þvi margir höfðu undirbúið ræður. Á fundinum var svo kosin nefnd til að koma á stórum fundi meðal stúdenta, og var þegar hafizt handa við að boða til hans. En fundurinn var þó aldrei haldinn, þvi skóla- stjórnin komst á snoðir um fyr- irætlanir stúdentanna á siðustu stundu, tók allt rafmagn af hús- inu og læsti öllum dyrum. Óæskileg verðlaun. Um svipað leyti gerðist skemmtilegur atburður í listalíf- inu í Moskvu. Rétt fyrir „Heims mót æskunnar" 1957 átti alþjóð- leg dómnefnd að dæma verk á sýningu ungra málara, og átti dómurinn að fara fram með þeim nýstárlega hætti, að hver sem var gat komið verkum sin- um á frariifæri og verið til stað- ar, meðan dómurinn yrði kveð- inn upp. í fyrsta skipti mátti nú sjá á sovézkri listsýningu all- Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.