Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 31. ágúst 1962. Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar Hersteinn Paicson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 króuur á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Heldur fljótir á sér ÞaS reyndist rétt, sem sagt var í forystugrein Vís- is í gær, að Þjóðviljinn og Tíminn hefðu mátt fresta um einn dag fregninni um aðild íslands að Efnahags- bandalagi Evrópu. Hún hefur verið rekin ofan i þá eins og áður. Ríkisstjórnin hefur birt yfirlýsingu, þar sem hún „ítrekar, að hún hafi ekki sótt um aðild að banda- laginu né neins konar tengsl við það.“ Það hlýtur að koma mörgum undarlega fyrir sjón- ir, að blöð stjórnarandstöðunnar á íslandi skuli telja það öruggari heimild, sem kanslari Vestur-Þýzkalands kann að halda um þetta mál — eða haft er eftir hon- um— en skýlausar yfirlýsingar íslenzku ríkisstjórnar- innar sjálfrar. Þessi afstaða Rússa-dindlanna við Þjóð- viljann er þó skiljanleg. Þeir eru svo vanir því, að taka við erlendum fyrirskipunum og að erlendir leiðtogar hugsi fyrir þá, að þeir skilja það tæplega, að stjórn- málamenn annarra flokka geti sjálfir tekið ákvarðan- ir í málum þjóðar sinnar. íslenzkir kommúnistaforingjar hafa tekið að sér það hlutverk, að vinna að því öllum árum, að eyði- leggja viðskiptasambönd okkar á Vesturlöndum. Það segir sig því sjálft, að þeir verða að berjast eins og ljón gegn hvers konar aðild eða tengslum íslendinga við Efnahagsbandalagið, því að ef hægt væri að finna leið, sem tryggði bæði viðskiptahagsmuni okkar og áframhaldandi náin tengsl við hinar vestrænu þjóð- ir, væri sá draumur auðvitað úr sögunni, að innlima okkur í efnahagskerfi kommúnismans. Af þessari ástæðu vilja kommúnistar ekki við- ræður eða athuganir um neins konar aðild okkar að bandalaginu, og auk þess sem þeir eiga erfitt með að skilja að annarra flokka menn geti fyrst og fremst unnið með hag sinnar eigin þjóðar fyrir augum, grípa þeir auðvitað jafnframt til vísvitandi lyga og blekk- inga, máli sínu til framdráttar. Hvað sagði Adenauer? Séu ummæli Adenauers rétt höfð eftir honum, eru þau á þá leið, að íslendingar hafi áhuga á aðild að bandalaginu. Þetta er alveg rétt. Meiri hluti þjóð- arinnar óskar þess áreiðanlega, að hægt sé að finna Ieið,sem tryggi áframhald á hinum hagstæðu viðskipt- um okkar við vestrænar þjóðir, og sé einhvers konar aðild eða tengsl við Efnahagsbandalag Evrópu leið til þess, mundi allur þorri islendinga kjósa hana. Hafi Adenauer sagt að íslendingar vildu gerast aðilar, á hann auðvitað við, að þeir vilji það, ef þeir sjái hagsmunum sínum bezt borgið með því. En hvað munar Þjóðviljann og Tímann um að þýða orð hans þannig, að þegar hafi verið sótt um aðild? Þeir hafa logið öðru eins. VISIR Viggo Kampmann Sjúkdómur ráðherrans Kampmann tekur sér algjöra hvíld Viggo Kampmann for- sætisráðherra hefur nú sagt af sér s^JMMk af hjartaslagi, sem hef- ur hrjáð hann að undan- förnu. Þetta er nú kunn- ugt af fréttum og eru dönsk blöð þegar farin að velta fyrir sér, hver muni taka við af Kamp- mann. Óþarfi er að elt- ast við þær vangaveltur en hins vegar er fróðlegt að kynna sér sjúkdóm ráðherrans og ástæðurn- ar fyrir honum. Það var nóttina milli 1. og 2. maí, sem Kampmann fékk fyrst snert af hjartaslagi. Þau veikindi hans komu mjög á ó- •vart, þótt vitað væri að hann, bæði sem fjármála- og forrrst- isráðherra hefði tekið að sér geysimikið og erilsamt starf. Þar að auki hafði dagurinn 1. maí verið sérlega annríkur fyr- ir Viggo Kampmann. Hann hófst kl. 6, eins og aðrir virk- ir dagar hjá Kampmann, með fundi milli foringja socialdemo- krata og forystumanna verka- lýðsfélaganna. í sjúkrahúsi Um eftirmiðdaginn hélt hann tvær aðalræður í sambandi við 1. maí hátíðahöldin og þurfti auk þess að sitja og fylgjast með, öllu því sem fram fór eða fram til klukkan 11 um kyöld- ið. Um nóttina fékk hann mik- inn sársauka og kona hans hringdi þegar í stað á sjúkra- bíl sem flutti Kampmann í sjúkrahús. Eftir nokkrar rann- sóknir kváðu læknarnir upp þann úrskurð að um blóðtappa væri að ræða en líðan hans væri góð eftir atvikum. Næstu vikur batnaði Kamp- mann stöðugt en samkvæmt læknisráði, mátti hann ekki hafa afskipti af neinum meiri- háttar stjórnmálalegum vanda- málum, sem einmitt um það Ieyti voru á döfinni. Góð hvíld. í byrjun júni tók hann sér frí og dvaldi um vikutíma á Faneju í sumarbústað. Þar skrif aði hann ferðabók og sinnti ýmsum minniháttar verkum. 6. ágúst tók hann aftur til starfa sem forsætisráðherra og var þá hraustlegri en nokkru sinni fyrr. Úrskurðuðu læknar að hann hefði fullkomlega náð sér eftir veikindin. Lögð var þó á- herzla á að hann mætti enn ekki ofreyna sig með sífelldum löngum fundarsetum. í fyrradag veiktist hann svo skyndilega og óvænt, og hefur það leitt til afsagnar hans. Læknar geta enn ekki sagt fyllilega hver orsökin sé, en telja þó helzt að um sé að ræða of mikla vinnu og of- reynslu sem Kampmann þoli ekki. Hvað tekur við? Líðan hans í gær var góð. Hann var fyllilega rólegur, las blöð í ró og næði og tók á móti nánustu ættingjum. Hann á nú langa sjúkrahúslegu fyrir höndum og verður að ganga undir ítarlegar rannsóknir. „Sú staðreynd að ég verð að hafa fullkomna ró og hvíld, er fyrst og fremst ástæðan fyr- ir því að ég segi af mér“, segir hann. Veikindi þessa mikilhæfa danska stjórnmálamanns verða til þess að hann hverfur nú af þingi Dana, og kemst á ráð- herraeftirlaun. Það þýðir þó ekki að Kampmann setjist í helgan stein, taki ekki þátt i daglegu starfi framar. Maður með hans hæfileika og feril á létt með að fá starf við sitt hæfi og er ekki að efa að Kampmann á eftir að ganga inn í einhvers konar störf strax og heilsa hans leyfir. Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Siglufirði I. september eru óperusöngvararnir Guðmundur Jónsson og frú Sigurveig Hjalte- sted, undirleik annast Fritz Weiss- happel, píanóleikari. Dansleikur verður um kvöldið. Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Siglufirði verður haldið n.k. laug- ardag kl. 8:30 e.h. Einar Ingimundarson, bæjar- fógeti, og frú Ragnhildur Helga- dóttir, alþingismaður, flytja ræður. Sýndur verður gamanleikurinn „Heimilisfriður“ eftir Georges Cour teline, í þýðingu Árna Guðnason- ar, magisters. Með hlutverk fara leikararnir Rúrik Haraldsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Þá verður og til skemmtunar ein söngur og tvísöngur. Flytjendur i> Hershöfðingjar f Algeirsborg, sem mótsnúnir eru stjórnarnefnd- inni, segja hana hafa skipulagt hryðjuverkaflokka til ódæðisverka, sem hernum sé svo kennt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.