Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 31.08.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 31. ágúst 1962. VISIR Ökuleyfísmissir og sekt fyrlr of há Ijós Þegar daginn er farið að stytta, eykst að sjálf- sögðu notkun ökuljósa á bifreiðum. Fátt er jafn nauðsynlegt hverri bif- reið eins og að hafa full- komlega rétt stillt ljós og þau eru ekki svo fá umferðarslysin, sem or- sakazt hafa af vanstillt- um ökuljósum. — Við ákváðum því að ræða um ljósin í þessum um- ferðarþætti. Fyrst bregðum við okkur í eftirlitsferð með Sigurði Ágústs syni og ökum austur Suður- landsbraut. Á undan okkur aka nokkrar bifreiðar og á móti okk ur kemur strjál umferð. Aftar- lega í þeirri röð kemur bifreið með mjög sterkum Ijósum og það er líkast því sem eitt sterkt ljós sé. Bifreiðarnar, sem á und- an okkur aka, hægja ferðina og ökumenn þeirra skipta ljósum sínum ákaft, en ekkert virðist duga. Sigurður hafði þá þegar lagt lögreglubifreiðinni út í vegar- brúnina og fer út og gefur öku- manni merki um að stöðva bif- reiðina, sem hann gerir. Við fylgjum á eftir til þess að fylgj- ast með tilsvörum þessa angur- gapa í umferðinni. í ljós kom, að um var að ræða landbúnaðarbifreið, ný- komna til landsins og ökumað- ur var góðlegur, eldri bóndi úr nservseitum borgarinnar. Að- spurður hvers vegna hann aki með háu ljósin, svarar hann: — Ha, var ég með þau, hver skrambinn sjálfur. — Þú gerir þér ljósa hætt- una, sem stafar af því, að aka með háum ljósum á móti um- ferð, segir Sigurður. — Já, ég held nú það, og ekki er ég búinn að gleyma blessuðu Slysavarnafélaginu, sem er að minna okkur á að blinda ekki aðra vegfarendur. — En varstu ekki var við, að þau ökutæki, sem á móti komu, voru að skipta sífellt ljósunum til þess að gefa þér til kvnna að skipta Ijósunum? — Nei, ég tók ekki eftir því. Það var þarna einn, sem fór framhjá mér áðan, sem blikk- aði ákaft. Ég hélt bara, að það leiddi út hjá honum. Eftir að ökumaður hafði feng ið tilheyrandi áminningu hjá Sigurði, kvöddum við bóndann og héldum af stað. Ofan greint er gott dæmi um kæruleysi ökumanna í umferð- inni, sem orsakað hefur mörg stór slys. OF LINT TEKIÐ Á ÞESSUM MÁLUM. — Er ekki sífellt verið að minna menn á að aka ekki með of sterkum ljósum, Sigurður? — Jú, það er allmikið gert af því og fjcldi skýrsla berast um ófullkominn ljósabúnað bif- ■reiða. — Og er ekki strangt tekið á þessum málum? — Nei, ég er þeirrar skoð- unar að tökin á þessum málum séu of lin. Sérstaklega hvað við kemur of háum ljósum. Eitt sinn var ég við akstur erlendis, þar var að vísu herlögregla að verki. Að afstöðnum mörgum slysum vegna of hárra Ijósa, stóð lögreglan á þunnum um- ferðarpunktum á kvöldin með málningardósir og pensla. Gerði hún sér lítið fyrir og málaði efrihelming Ijósasamloku hverr- ar bifreiðar með blárri máln- ingu. — Ef ökumaður ekur t. d. með of háum ljósum á móti bifreið, sem veldur slysi, get- ur þá ökumaður fyrrnefndrar' Okumenn, sem blindast, skulu forðast að ein-blína í Ijósinu á bifreiðina sem á móti kemur, heidur beina augunum meira að vinstri vegarbrún. ENGIN FRAMBÆRILEG AFSÖKUN. Hann segir: Það er alkunna, hver hætta stafar af því ef ekið er bifreið með of háum ljósum (sterkum Ijósum á móti annarri bifreið í dimmu). Blindast þá sá bílstjóri, sem á móti er ekið, svo gersamlega, að hann sér ekkert fyrir framan bifréið síná. 'A'ð‘Vísu-,,á sá bifreiðastj. þá að að bera ábyrgð á þeim galla. Ef þvf er ekki til að dreyfa, þá sýnir hann af sér saknæmt skeytingarleysi, ef hann deyfir ekki nægilega Ijósin og verður þá vitanlega að bera ábyrgð á því. Oft er það, að ekki verður sannreynt, hvaða bifreið (A) það var, sem ekið var með þlindandi ljósi móti annarri bif bifreiðar verið ábyrgur að ein- hverju leyti fyrir því? — Ég las fyrir nokkru grein eftir hinn kunna lögfræðing og hæstaréttardómara, Einar Arn- órsson, um bifreiðarljós. Grein þessi birtist í tímariti lögfræð- inga 1952. Hann ræðir þar út frá nýafstöðnum hæstaréttar- dómi, um refsingu við notkun of sterkra ljósa. taka þetta atriði til greina í akstri sínum og stöðva bifreið sfna. Bifreiðarstjóri, sem ekur með háum ljósum á móti ann- arri bifreið í myrkri, hefur enga frambærilega afsökun. Ef hon- um er ekki unnt að lækka eða deyfa ljósin á bifreið sinni, þá er það af því að ljósaútbúnað- ur hennar er ekki í því lagi, sem vera skal og verður hann Mjög áberandi er það við akstur á kvöldin, að sjá ljósastillingu bifreiða sem þessara. Eins og myndin ber glögg merki er hægra ljósið allt of hátt stilit. og sterkt. reið (B), sem ekið var á fót- gangendur og slasaði þá. f ný- lega dæmdu máli (Hrd. XXIII, 427) sannaðist það þó, hver bif- reið A var og hver stýrði henni. Var það rafvirkjameistari nokk- ur. Virtust ljós á bifreið hans hafa verið svo tengd, að ekki var unnt að lækka þau. Það var ekki talið sannað, að ein- mitt hans bifreið hefði blindað bifreiðarstjórann, sem á móti henni kom og ók aftan á fót- gangandi hjón og dreng á veg- arbrúninni, með því að margar bifreiðir fóru um veginn í sömu átt og valdið gátu blindu bif- reiðarstjórans, sem slysinu olli beinlínis. En það, að hafa Ijós- in slík, var talið svo saknæmt af bifreiðarstjóra (A), sem einn- ig var eigandi bifreiðarinnar, að hann var dæmdur til 800 kr. sektar og til ínissis ökuleyf- is í sex mánuði. Eftir þessum dómi má ætla, segir Sigurður, að ef ökumenn yrðu kærðir fyrir ofnotkun hárra ökuljósa, ættu þeir að fá háa sekt. En raunin er sú, að nær engin kæra berst um slíkt. Finnst lögreglumönnum að von- um að betri regla þurfi að kom- ast á, um eftirlit með stillingu ökuljósa. Þó eigum við auðvit- að að kæra öll brot í þessum efnum ef um örugg sönnunar- gögn er að ræða, svo sem Ijós í mælaborði, fjögur ökuljós á nýrri gerðum bifreiða, sérstök mælitæki, sem lögreglan og bif- reiðaeftirlitsmenn gætu haft meðferðis á eftirlitsferðum. ÁKVEÐNAR, RÓTTÆKAR AÐGERÐIR í SKAMMDEGINU. — Telurðu að það þurfi að gera ákveðnar, róttækar aðgerð ir af hálfu hins opinbera nú I skammdeginu? — Jú, það mætti eða ætti réttara sagt að gera síðla hvers sumars, t. d. í ágúst—septem- ber, að kalla til aukaskoðun- ar allar bifreiðar til afhending- ar ljósastillingarvottorða. Hér í borginni og stærri kaupstöðum ættu að vera ákveðin verkstæði og á þeim löggiltir Ijósastill- ingarmenn. — Hefur það oft viljað brenna við að menn ættu við Ijósastillingar, sem ekkert hafa kunnað til þeirra verka? — Það sýndi sig vel hér um árið, þegar ýmsir góðir menn vildu koma belra lagi á Ijósa- stillingu bifreiða. Þá kom í Ijós, að menn voru að stilla ljós, sem ekkert kunnu til þeirra hluta. Jafnvel stilltu ljósin svo lágt, að ökumenn urðu að aka með háum ljósum til að sjá veg- inn. í— Er hægt að segja, að það sé mikill vandi að stilla ljós? — Vandi og vandi ekki. Ef menn ekki skilja grundvallar- reglur þess og eins hitt, að ef reglur þær, sem gilt hafa um stillingu ljósa eru svo marg- brotna'r og leikmanni háfleyg- ar, er ekki að vænta góðs ár- angurs. — Segðu okkur eitthvað um reglurnar, hvað þetta snertir. — Samkvæmt eldri reglum máttu lág ljós ekki ná lengra fram á veginn en 18 m. Með tilkomu nýju umferðarlaganna fylgir að sjálfsögðu reglugerð um Ijósastillingu og mun þá leyfður geisli er má falla 30 m. fram. Það segir, að fyrir hvern metra frá bifreiðarljós- unum fram á veginn lækkar Ijósgeislinn um einn cm. — En hvernig hafa ljós venjulega verið stillt? — Ljós hafa verið stillt á sérstöku spjaldi, sem bifreiða- eftirlitið hefur ákveðið gerð á, með þar til mörkuðum fallhæð- Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.