Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1993, Qupperneq 7

Tölvumál - 01.12.1993, Qupperneq 7
Desember 1993 nafn á hlut eins og þessum, og sé það til, á það að sjálfsögðu að ganga fyrir tilbúnum nöfn- um. Það ætti að vera ein meginreglan við nafngiftir nýrra tækja. Til ergömul þula, sem hljóðar svo: Segðu mér nú, vala mín * það sem ég spyr þig um, ég skal með gullinu gleðja þig og silfrinu seðja þig, ef þú segir mér satt, en í eldinum brenna þig og koppinum kæfa þig ef þú lýgur að mér. * Aðrir segja spákona mín. Það var sauðarvalan, sem svona varávörpuð. Börnin settu völuna upp á höfuð sér, fóru með þessa þulu og spurðu síðan spurningar, sem svara mátti með jái eða neii. Svo steyptu þau völunni fram af höfðinu niður á gólf. Ef kryppan á henni kom upp, sagði hún já, ef hvilftin sneri upp, sagði hún nei, en legðist hún á hliðina, vildi hún ekki svara. Og eftir hverju heita þá þessi kindabein? Vafa- lítið er skyldleiki með þessu heiti og nafninu á seiðkonum þeint af jötnaættum, sem hétu völur eða völvur. Völuspáer t.d. svar einnar þeirra við spurningum Oðins um fortíð og framtíð, þegar hann óttaðist að ragnarök væru að nálgast: Svört verða sólskin of sumur eftir, veður öll válynd. Vituð þér enn eða hvað? Þessi tvíþætta notkun völu- nafnsins gefur því djúpa og víðtæka merkingu, sem á býsna vel við þá galdranorn rafeindatækninnar, sent menn leita til með erfiðastar ráð- gátur nú á dögum, rafeinda- reiknivélina. Ég held þess vegna, að hún ætti að heita vala, kannski rafmagnsvala við hátíðleg tækifæri, þá sjaldan að nánari útskýringar væri þörf. Og vissulega eru þessar vélar verðugri að bera þetta nafn en litlu beinin úr sauðarfætinum, því áreiðan- lega segja þær oftar satt. Hitt er víst, að til þess þarf með gullinu að gleðja þær og silfrinu að seðja þær ekki síður en gömlu leikföngin barnanna. Það kostar til dæmis 42 kr. á mínútu að láta Háskólavöluna nýju leysa fyrir sig þrautir, og þó mun hún ekki jafn dýrseld og Bestar aðrar stallsystur hennar. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur höfðu fengið aðra völu áður en háskólinn, og er þessi Skýrsluvélavala leigð á 50 kr. á mínútu. Páll notar síðan orðið vala um tölvuna og ræðir m.a. um sér- stakar veðurvölur. Hugmynd Páls er bráðsnjöll og enginn vafi leikur á því að hún er kveikjan að hugmynd Sigurðar Nordals að orðinu tölva. Ég þakka Páli kærlega fyrir að hafa komið þessum upplýsingum á framfæri og vona að lesendur Tölvumála hafi jafn gaman af þessari sögu og ég. Sigrún Helgadótlir er tölvfrœðingur á Hagstofu Islands og formaður orðanefndar S/. Hmbv oc. rVHa.tr V/isW Suol-alUó ^ÖtroW'’OrCC 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.