Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 15
Desember 1993 Ákvörðunartaka um kerfisvinnu hjá Reiknistofu bankanna Eftir Guðjón Steingrímsson Meðal lölvumanna og annarra hefur sú skoðun oft komið fram að tölvufyrirtæki eins og Reikni- stofa bankannna eigi varla rétt á sér lengur, stórtölvuumhverfi eins og RB rekur, væri að verða úrelt fyrirbrigði og samvinna af þessu tagi dragi úr samkeppnismögu- leikum banka og sparisjóða. Bent hefur verið á, að tölvudeildir banka og sparisjóða hafi vaxið mjög á undanförnum árum, og þess verði ekki langt að bíða, að bankarnir sjái sjálfir um alla hugbúnaðargerð og tölvuvinnslu síns banka. Þó held ég að þeir sem standa næst þessum málum séu annarrar skoðunar. A ég þar m.a. við stjórnendur banka og sparisjóða, sem gera sér fulla grein fyrir ótvíræðu hagræði og sparnaði af samvinnuverkefnum á sviði tölvuvinnslu, verkefni sem vart verða ley st á ódýrari né hagkvæm- ari hátt en með sameiginlegum rekstri. Bankar og sparisjóðir hafa á undanförnum árum byggt upp tölvudeildir, sem hafareynst þeim á rnargan hátt nauðsynlegur hlekkur í heildartölvuvæðingu þeirra. Hafaþær sinntþeim verk- efnum, sem stjómendur banka og sparisjóða hafa talið hagkvæm- ara að vinna heima fyrir, en ekki í samvinnu með öðrum. Þrátt fyrirlilkomu þessara tölvudeilda, þá hafa verkefni kerfissviðs RB aukist. Kerfissvið RB hefur tekið frh. á nœstu síöu. Búnaðarbanki frh. færðar að öllu leyti. Sjálf- virkni færslna eykst. - Þátttaka viðskiptavina í færsluaðgerðum mun einnig aukast. - Upplýsingaflæðið mun auk- ast innan útibúa og deilda. - Allt þetta sem og almenn samkeppnissjónarmið vegna innlendra og jafnvel erlendra keppinauta mun gera síauknar kröfur til bættra upplýsinga- kerfa. - Sérverkefnumbankansfjölgar þar af leiðandi á næstu miss- erum. - Aukin áhersla verður lögð á samtengingu útibúa og stoð- deilda. Víðnetskerfi verður settupp. Gagnavinnslaverður jafnframt dreifðari en nú er. - Sjálfsafgreiðsla viðskipta- vina eykst og mun bankinn leggja áherslu á þann þátt. - Framsetning gagna breytist. Hvað varðar notendaskil rná ætla að grafík og jafnvel mælt mál kom til með að nýtast í auknummæli. Auknarkröfur verða gerðar um úrvinnslu og framsetningu upplýsinga sem betur munu nýtast bankanum og viðskiptavinum hans í framtíðinni. Á þessum 8 árunr, frá stofnun tölvudeildar B.I., hefur banka- þjónustan verið í sífelldri tæknilegri þróun og hefurnýjustu tækni verið beitt á sem hag- kvæmastan hátt hverju sinni. Tæki, tól og aðferðir eru í stöðugri framþróun, sem seint verður stöðvuð og verður mjög áhugavert að fylgjast með og taka þátt í þeirri þróun um ókomin ár. Ingi Örn Geirsson er forstöðumaður tölvu- deildar Búnaðarbanka Islands. 15 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.