Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 29

Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 29
Desember 1993 mörg Windows notendaforrit. Þegar Windows notendaforrit eru keyrð rnörg saman í einni Winos2 lotu.þáersámöguleikifyrirhendi að forrit skemmi hvert fyrir öðru. (rétt eins og undir Windows 3.x). Undir OS/2 er Winos2 með sörnu takmörkunum, en sá munur er hins vegar að OS/2 getur keyrt fleiri en eina Winos2 lotu í einu. Þannig að ef eitt Windows not- endaforrit á það til að frjósa er hægt að láta það keyra eitt og sér í sinni Winos2 lotu og haft þannig engin áhrif á önnur Windows forrit. Clipboard, OLE og DDE teng- ingar vinna á milli allra Windows forrita og lota þannig að þó forrit éu ekki að keyra í sömu Winos2 lotu þá geta þau sarnt haft sam- skipti sín á milli eins og þau væru öll að keyra saman. OS/2 forrit tengjast líka sín á rnilli og geta tengst Windowsforritum. Þannig geta OS/2 forrit og Windows forrit "talað" saman í gengurn DDE og Clipboard. Winos2 getur keyrt sem gluggi í Work Place Shell. Þá lítur Windows forritið næstum eins út og OS/2 Work Place Shell forrit. Þannig geta OS/2 Work Place Shell forrit, Windows forrit og DOS forrit öll keyrt samtímis á skjáborði (desktop) OS/2. Andlit OS/2 er Work Place Shell. Þetta andlit erbyggt áPresentation Manager(PM), sem kom í OS/2 1.1, og hefur verið haldið við fram að útgáfu 2.0. Vegna þess að áfram er notað sama "API", nreð viðbótum sem eru í OS/2 2,x, geta öll forrit sem eru skrifuð fyrir OS/2 PM gengið óbreytt undir OS/2 WPS. WPS er hlut- bundið andlit, sem þýðir að allt sem sést á skjáborðinu eru hlutir (objects) og hver hlutur fyrir sig hefur sína eiginleika senr rná stýra og breyta með ýmsum hætti. Allir hlutir á WPS er táknaðir með íkoni. Prentari er einn slíkur hlut- ur, hans eiginleikum má breyta á marga vegu. Með því að smella á prentaraíkonið má fá fram uppsetningarvalmynd þar senr eiginleikum prentarans er breytt, síðustærð, leturgerð og fleiru. WPS andlitið má laga að kröfum notandans á ýmsa vegu. Hann getur falið þau íkon sem ekki þarf að nota dags daglega, skipt um leturgerðir og lagað bak- grunninn. Eins má setja WPS upp þannig að þau forrit sem voru í gangi síðast þegar vélin var stöðvuð, fari aftur í gang þegar vélin er ræst. Þessu rná líkja við skrifborð notandans. Þar er skjá- borðið að rnorgni dags eins og hann skildi við það að kvöldi. Búa nrá til hirslur til þess að sinna ákveðnum verkefnum. Þetta gerir forritara kleift að búa til sitt eigið umhverfi senr hann notar bara við forritun. Þau tól og tæki sem hann notar við forritun eru þá við hendina. Þegar forritun er lokið gengur forritarinn frá þessari hirslu og heldur áfram við aðra vinnslu, án þess að fylla skjáborðið með óþarfa hlut- um. Hlutbundið skjáborð býður upp á marga skemmtilega rnögu- leika fyrir notendur. Ef smel lt er á íkon sem er kallað "Bréf til Siggu" þá gerist eftirfarandi: OS/2 WPS finnur út að gerð þessa hlutar er ritvinnsluskjal sem var búið til í Amipro fyrir OS/2. WPS finnur þá Arnipro forritið, ræsir það og les inn um leið ritið "Bréf til Siggu". Með öðrum orðum þarf notandinn ekki að vita hvaða forrit bjó til gögnin. Sama gildir í raun um DOS og Windows fonit. Með því að setja þetta rétt upp þarf notandinn aldrei að hafa áhyggjur af því hvað forrit bjó til gögnin, OS/2 WPS veit það og setur í gang rétt forrit þegar srnellt er á gagnaíkonið. Hægt er að setja upp íkon fyrir öll foiTÍt notandans. Gildir þá einu hvort forritið er DOS, Windows eða OS/2. Hvert þessara forrita er hægt að setja upp sérstaklega. Þar sem forritin eru bara hlutur á skjáborði gilda allar sömu reglur og unr aðra hluti, uppsetning er breytileg og svo frv. Hægt er að setja Amipro upp þannig að það lesi inn skjöl af ákveðnu drifi o. s. frv. DOS forrit er hægt að setja upp á sama hátt, skilgreina stað- setningu gagna, minniseiginleika o. s. frv. DOS lotur er líka hægt að setja upp með sinni eigin DOS útgáfu eða setja upp sérstakan AUTOEXEC.BAT eða CONFIG.SYS. Windows forrit er hægt að setja upp á rnarga vegu. Velja má hvort það að keyrir á WPS skjáborði eða eins og í Windows 3.1 umhverfi. A forritið að keyra eilt og sér í sýndarvél sinni eða á það að keyra með öðrurn Windows for- ritum? Eins er hægt að setja upp sérstakan AUTOEXEC.BAT eða CONFIG.SYS eftirþörfumhvers forrits. OS/2 hefur nrargt að bjóða DOS forritum. Til dæmis er hægt að framlengja líf forrita eins og WordPerfect 5.x. með því einu að keyra það undir OS/2. Með því að keyra WP 5.x undir OS/2 er hægt að nota "klippa" og "líma" til þess að "klippa" texta út úr öðru forriti og "líma" það inn í WP 5.x án þess að WP 5.x verði vart við annað en að einhver sé að slá inn textann. Sarna gildir um önnur forrit, líka er hægt að "klippa" skjámynd út úr Flight Sinrulator 5.0 og "líma" þá skjá- rnynd inn í annað forrit, hvort sem það er DOS, Windows eða OS/2 forrit. DOS forrit undirOS/ 2 hafa aðgang að þeirn net- tengingum sem OS/2 hefur í gangi á hveijum tíma án þess að þurfa að taka frá nrinni. Þannig geta 29 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.