Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1993, Page 18

Tölvumál - 01.12.1993, Page 18
Desember 1993 LH - lögfræðiinnheimta aðeins notað af Landsbanka FF - fyrirtækjatengingar ekki notað af Búnaðarbanka Skilgreining bankaverkefnis er þannig verkefni eða verkþáttur, sem aðeins einn eða fleiri, en ekki allir, vilja færa sér í nyt. Slík bankaverkefni geta verið: a) breyting kjarnaverkefnis, sem ekki hefur náðst samstaða urn (1.1.1.) b) ný verkefni, sem ekki hefur náðst samstaða um (1.1.2.) c) breyting kjamaverkefnis, sem snertir aðeins einn banka eða sparisjóð d) nýtt sérverkefni banka eða sparisjóðs. Oskir um kerfisvinnu af þessu tagi, sem hér var talið, skulu bornar fram við forstjóra RB. Hann felur kerfissviði að meta umfang umbeðins verks og leitar síðan ákvörðunar stjórnar RB um, hvort við slíkri ósk skuli orðið eða ekki. Samþykki stjómin, að slíkt verk skuli unnið, skal um það gerður samningur, sem kveður á um vinnuframlag RB, tímasetningar og skiptingu og greiðslu kostn- aðar af verkinu. Slíkur samningur öðlast því aðeins gildi, að hann hljóti samþykki stjómar RB. 1.5.0. RB - verkefni RB-verkefnieruþau verkefni, sent snerta bókhald og rekstur reikni- stofunnar, og eru um þau teknar ákvarðanir af forstjóra RB. Lokaorö Með því ákvörðunarferli sem hér hefur verið lýst, hafa bankar og sparisjóðir ákveðna tryggingu fyrir því að innan RB sé ekki unnið að verkefnum andstætt hagsmunum þeirra. Samstarf kerfissviðs RB við hug- búnaðardeildir banka og spari- sjóða hefur alla tíð verið gott. Hlutverk kerfissviðs RB í því samstarfi hefur nt.a. verið að aðstoða tölvudeildir bankanna við að koma á tölvulausnum sem þær vinna að, svo sem tengingu afgreiðslutækja og sjálfsaf- greiðslutækja við þau kerfi sem RB hefur hannað. Þrátt fyrir yfirlýsingar bæði stjórnenda og tölvumanna innan bankakerfisins þess efnis, að ekki eigi að fjölga verkefnum innan RB hefur raunin orðið önnur. Oftar en ekki hefur ákvörð- unartaka banka og sparisjóða um kerfisvinnu byggst á að velja hagkvæmustu og ódýrustu leið- ina, sem í tímans rás hefur sýnt sig að vera að vinna sameiginlega að kerfislausnum, í stað þess að hver og einn banki/sparisjóður hanni sitt eigið kerfi. A síðustu misserum hafa nokkur ný kerfi, hönnuð af kerfissviði RB, verið tekin í notkun og nægir þar að nefna: 1. Þjónustusímann, sem árið 1993 hefur svarað tæplega tveimur miljónum símtala. Nú er kerfissvið RB að bæta við nýjum möguleikum íþvíkerfi. Innan tíðar geta notendur þjónustusímans millifært milli eigin reikninga og greitt afborganir af skuldabréfum í þjónustusímanum. 2. Innheimtukröfukerfi fyrir fyrirtæki. Kerfið reiknar út dráttarvexti og kostnað við greiðslu, ef greitt er eftir gjalddaga. 3. Fyrirtækjaþjónusta með á fjórða hundrað fyrirtækja sem eru beintengd við RB og fá allar helstu upplýsingar um viðskipti sín við bankann eða sparisjóðinn. Auk þess geta fyrirtækin sinnt ýmsum banka- viðskiptum beint frá tölvu- skjá, svo sem millifært rnilli reikninga og greitt laun, gíró- seðla og greiðsluseðla. 4. Debetkortakerfið sem á m.a. að draga úr tékkanotkun landsmanna. Guðjón Steingrímsson er forstöðumaður Kerfis- sviðs RB. 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.