Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 24
Desember 1993 Markhópar Þeir sem ættu að fá sér NT eru t.d. fyrirtæki sem þurfa öflugan net- þjón, og/eða "Remote Access” þjónustu. Einnig aðilar sem vilja hraðvirkara og heilsteypt netkerfi frá sama aðila. Mörg lítil fyrirtæki geta líka nýtt sér Windows for Workgroups 3.1 1 og skipt yfir í Windows NT á netþjóni þegar álag á netþjón er orðið of mikið fyrir Workgroups. Vert er að hafa í huga að ekki er nauðsyn- legl að nota Windows NT Ad- vanced Server þar sent einungis einn netþjónn er notaður og hægt að nota ódýrari útgáfu af NT fyrir vikið. Ekki er um neinn hraða- mun að ræða á þessum tveimur útgáfum. Windows NT hentar einnig ein- stökum notendum sem þurfa al vöru 32bita stýrikerfi sem býður upp á bakgrunnsvinnslur. Sumir Excel notendur hafa til dærnis búið til það flókin skjöl að Win- dows 3.1 ræður ekki lengur við þau og þá myndi NT leysa það mál (ekki er nauðsynlegt að fá NT útgáfu af Excel til þess). Þróunaraðilar eru einnig hópur sent hefur þörf fyrir stýrikerfi eins og NT. Visual C++ 1.5 gerir til dæmis sérstaklega ráð fyrir NT og getur búið til forrit fyrir 16- og 32bita útgáfur af forritum undir NT. Einnigkeyrasvotil öll venju- leg DOS og Windows 3.1 þróun- arverkfæri ljómandi vel undirNT og njóta góðs af bakgrunns- vinnslum. NT netkerfi eru mikið ódýrari en sambærilegar lausnir frá öðrum aðilum. Þannig kostar NT einungis 41.717 kr en NTAS 149.406 kr. og þau verð eru óháð fjölda útstöðva, hvort sem um er að ræða DOS, Windows 3.1 eða OS/2 2.1 (þessar tengingar fylgja með). Microsoft leggur alla áherslu á NT í stærri verkefni og nú þegar eru komin á markað búnaður eins og SQL Server fyrir NT og SNA Server fyrir NT. Snemma á næsta ári munu síðan öll helstu forrit Microsoft koma fyrir NT (Word, Excel, PowerPoint, Project o.s.frv.) og jafnframt tvö ný sem eru Electronics Message Server (EMS) sem er grunnurinn í "Workgroups" lausn Microsoft og Hermes sem er netumsjónar- forrit sent fylgist með ástandi netsins ásamt því að uppfæra hug- búnað og annað á hverjunt net- þjóni og útstöðvum. Ekki má gleyma því að NT 3.1 er fyrsta útgáfa nýs stýrikerfis en í mars-apríl mun koma ný útgáfa (3.11) sem mun gera minni kröfur til vélbúnaðar, innihalda FAX ntöguleika svipað og Windows for Workgroups 3.11 og margt fleira. Allmargir aðilar hafa nú þegar tekið Windows NT í notkun fyrir netþjóna eða SQL Server vinnslu og eru almennt mjög ánægðir. Þetta eru fyrst og fremst aðilar sem voru fyrir með OS/2 Lan Manager eða OS/2 SQL Server en einnig hafa nokkrir aðilar skipt úr Novell Netware. Ennfremur eru margir að prófa kerfið og að skoða hvernig NT fellur inn í núverandi kerfi þeirra. Helstu nýjungar í NT: 32bit NT er 32bita að öllu leyti. Allir reklar, kjarni, undirkerfi o.s.frv. er 32bita. Bakgrunnsvinnsla Bakgrunnsvinnsla er fullkomin og boðið er upp á ntismunandi vægi forrita. Stýrikerfið getur einnig nýtt fleiri en einn örgjörva þ.e. svokallað "symmetric multi- processing". Remote Access Eða "RAS" er nýr möguleiki senr gerir tengingar yfir símalínur nrjög einfaldar. Þannig er hægt að tengjast NT vélum með hjálp mótalds og nota alla þjónustu á netinu. Hægt er að tengja drif, prentara og nota aðra þjónustu á tölvunni sem hringt er í eða á öðrum tölvum á viðkomandi net- kerfi (t.d. Fjölnir, DCA 3270 eða 5250 skjáhermir). Windows for Workgroups 3.11 mun innihalda þennan möguleika einnig. Skráavinnslukerfi Boðið er upp á að notað sé FAT (hefur þann kost að hægt er að nota DOS/Windows 3.1 þegar vill), HPFS sent notað er í OS/2 (fyrst og fremst notað þegar verið er að skipta úr OS/2 yfir í NT og síðanNTFS). NTFSerendurbætt útgáfa af HPFS og býður upp á öruggari diskavinnslu ("fault tolerant"), löng skráarnöfn (253 lóbita stafir, UNICODE) og margar samsetningar á diskum (Mirror, Striping, Volume Sets, RAID-5). Einnig er boðið upp á Macintosh skráarþjónustu ef NTFS er notað. Nettengingar Með NT fylgja fullkomnar teng- ingar við netkerfi. Sjálfgefið er Microsoft Windows Networking (áður þekkt sem Lan Manager) 24 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.