Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 9
Desember 1993 Mynd 2. Tölvunet Islandsbanka - meginþœttir. 567x hraðbönkum. Þessi nýja tegund hraðbanka tengist netinu eins og hver önnur einmennings- tölva. Framtíðin Skipta má tölvukerfum íslands- banka í þrjá meginþætti. En þeir eru: Kerfi sem keyra hjá Reikni- stofu bankanna, kerfi sem keyra á VAX og UNIX vélum bankans og þau kerfi sem keyra á PC tölvum á netum. Allir starfsmenn í bankastörfum (utan eins) hafa aðgang að PC tölvum. Frá þeirn hafa þeir aðgang að miðtölvum um skjáherma eða í gegnum forrit senr hafa samskipti við forrit á miðtölvum. Eins og áður hefur komið fram hefur það verið vandkvæðunr háð að hafa, úr einu og sama forriti, samband við tvær mið- tölvur samtímis. Þessi galli hefur orðið rneira áberandi eftir því sem gagnavinnsla á tölvur bank- ans hefur auki st og þar með þörfin fyrir að geta framkvæmt sanr- settar aðgerðir frá vinnustöðvum á netinu á bæði tölvu RB og tölvur bankans. í leit að viðunandi lausn þessa vanda hefur ekki verið litið á það sem lausn að láta PC vélina framkvæma samsettar aðgerðir. An þess að fara hér frekar út í allar mögulegar lausnir vandans þá höfum við helst litið til tveggja. Önnurbyggistáaðkeyra aðgerðavaka("on line transaction processing monitor") á einni af miðtölvum bankans og láta hann sjá unr aðgerðir gangvart gagna- grunni bankans og RB. Hin lausnin byggir á því að nota geymdar stefjur ("stored pro- cedure") til að sjá um verkefnið. Nokkur munur er á þessurn leiðum. Aðgerðavaki (OLTP monitor) Fyrir utan CICS eru nokkrir að- gerðavakar á markaðinum. Þeir helstu eru TOP END frá NCR, TUXEDO frá USU og ENCINA frá Transarc. I mjög einfaldaðri Mynd 3. Núverandi samskipti við miðtölvur. 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.