Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1993, Qupperneq 30

Tölvumál - 01.12.1993, Qupperneq 30
Desember 1993 DOS forrit haft allt að 735KB minni laust. "Multithreading”" eða þræðir, er einn af mörgum kostum OS/2 stýrikerfisins, en "multithreading" þýðir að hvert OS/2 forrit getur keyrt mörg verkefni í einu. T.d. þegar prentað er út úr Ami Pro fyrir OS/2 er settur í gang sérstakur þráður sem sér um að keyra tiltekið verkefni. Með þessurn hætti finnur notandinn ekki fyrir því að verið sé að prenta út, því þetta verk er unnið í bakgrunni og getur því haldið áfram við önnur verkefni á meðan. Ef þessi möguleiki væri ekki fyrir hendi myndi birtast tímaglas, eða eitt- hvað sambærilegt, á skjánum á meðan verið væri að prenta út. Sú reynsla sem komin er á OS/2 stýrikerfið sýnir fram á að OS/2 eigi erindi til eftirfarandi hóps notenda: Allir sem eiga PC tölvu með Intel 386 örgjörva og með minnst 4MB minni og minnst 40MB diskapláss. Þetta eru lágmarkskröfur og hafa ber það í huga að OS/2 eins og önnur stýrikerfi nýtir allt það niinni, allt það diskapláss og alla þá vinnslugetu sem PC vélin hefur. Notendur þurfa ekki að kaupa öll forrit upp á nýtt til þess að prófa OS/2, það er nóg að byrja með þau forrit sem þeir eiga í dag og færa sig síðan upp á skaftið eftir því sem nýrri og fullkomnari OS/ 2 forrit koma á markaðinn. OS/2 mun keyra öll DOS forrit sem eru á markaðinum í dag og langflest Windows forrit líka, og það er ólíklegt að OS/2 notandi þurfi að gefa upp á bátinn eldri forrit vegna þess að OS/2 geti ekki keyrt þau. OS/2 inniheldur í dag rekla fyrir flest algengari jaðar- tæki sem eru á markaðinum, en annars er hægt að leita slíkt uppi hjá viðkomandi framleiðanda, á Internet eða á Compuserv. IBM veitir OS/2 notendum mikla þjónustu á Compuserv og fleiri gagnabönkum. Samkvæmt síð- ustu sölutölum hafa verið seld um það bil 3.000.000 eintök af OS/2. Sala á mánuði er talin um það bil 300.000 eintök. Að lokum er hér stuttur samanburður á þeirn kröfum sem gerðar eru til vélbúnaðar af þeim hugbúnaði sem OS/2 er helst að keppa við: Helgi Pétursson er tölvunarfræðingur hjá Nýherja hf. Windows 3.1 OS/2 2.1 Windows NT * Örgjörvi 80386SX 16MHz 80386SX 16MHz 80386DX 25MHz * Minni (mælt með) 4MB 6-8MB 12-16MB * Diskapláss sem þarf * DOS (minnismeðhöndlun) 10MB 14-40MB 75MB - Conventional - með / XMS & 578KB 605KB 600KB DOS=High 622KB 628KB+ 620KB - með / Mús 609KB 629KB+ 620KB - með / Nettengingu 529KB 628KB+ 620KB - Extended (XMS) 16MB 16MB/VDM 16MB Expanded (EMS) 32MB 32MB/VDM 32MB - DPMI 16MB 508MB/VDM 16MB 30 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.