Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 23
Desember 1993 Hvers vegna er Windows NT rétta stýrikerfið? Grein þessi er byggö á erindi sem haldiö var á fundi Skýrslutœknifélags Islands 21. október s.l. Eftir Hjörleif Kristinsson Windows NT (hér eftir sty tt í NT) er nýtt stýrikerfi frá Microsoft sem kom á rnarkað 27. júlí, 1993. Vinna við kerfið hófst snemma árs 1989 og 3 milljónum fon'italína seinna er NT komið á rnarkað. Upphaflega átti NT að heita OS/ 2 3.0 en samstarfi Microsoft og IBM lauk þegar unnið hafði verið 1,5 ár að NT. Og Microsoft ákvað upp úr því að Windows unrhverfið yrði notað sem notendahamur í því! Þetta gerir það að verkum að mjög auðvelt er að færa Win- dows 3.1 forrit yfir í Windows NT og þau forrit verða tilbúin fyrir nýja 32bita útgáfu af Win- dows fyrir DOS þegar hún kemur á markað seinni hluta næsta árs. Ljóst er að Windows NT (og Workgroups 3.11) er hluti af þeirri þróun sem verða mun í framtíðinni á nýjurn Windows kerfum. Þannig mun Windows 4.0 (almennt kallað Chicago) verða 32bita og innihalda bak- grunnsvinnslu og nettengingar 1 íkt og Windows NT. Það verður með endurbættum reklurn og FAX möguleika eins og í Work- groups 3.11 og samnýtingu á mót- öldum og fleiru og fleiru. Work- groups 3.11 hefurnú þegar32bita stuðning fyrir skráarkerfi, net- kerfi og raðtengi. NT leysir þau vandamál sem eru fyrir hendi í Windows 3.1 ásanrt því að margar viðbætur eru í kerfinu. frh. á nœstu síöu Aö hugsa smátt,frh. forritunarí "windows” umhverfi. Forritari nú til dags fær að rniklu leiti upp í hendurnar allt það er snýr að mótun á notendaviðmóti, t.d. takka og rofa ýmiskonar og glugga eins og hugurinn girnist. Þetta gerir það að verkum að hægt verður á tiltölulega fljót- legan hátt að gjörbreyta not- endaviðmóti og samt sem áður er þarna aðeins unr lítið skref að ræða (í anda þeirrar venju sem Verðbréfaþing hefur stuðst við). Það má því búast við því að Verðbréfaþingið nruni í fram- tíðinni hugsa smátt þegar breyt- ingar eru fyrirhugaðar á kerfum, en að líkindum verður hugsað nrun oftar um þær og kannski verður kerfið þróað í svo mörg- um smá skrefum í framtíðinni að það líkist einu risaskrefi á nokkrum árum. Tómas Örn Kristinsson er framkvæmdastjóri Verö- bréfaþings Islands. 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.