Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 11
Desember 1993 Landsbanki Islands Nokkur orð um fortíð, nútíð og framtíð Eftir Pálínu Kristinsdóttur Landsbankinn stofnaði tölvu- deild sína árið 1966. í maí 1967 var fyrsta tölvan keypt og sett upp. Hún var af gerðinni IBM 360 rnódel 20, aðeins 16K í rninni. A þeim tíma voru engar tölvur í notkun hjá bankakerfinu og var því mikið framfaraskref stigið þarna sem hefur gjörbreytt vinnu bankastarfsmanna síðar. Fyrsta kerfið sem hannað var fyrir þessa tölvu var fyrir sparisjóðsinnlán, eneins ogflestirvitaeru innláns- deildirbankannaeinmikilvægasta deild þeirra. Spariinnlán Lands- bankans voru um síðustu áramót 38% afinnlánumbankanna. Síðar komu kerfi fyrir Avísanareikn- inga, Hlaupareikninga sem í dag heita Tékkareikningar, vfxla o.fl. Samhliða þessu var hannað kerfi fyrir Húsnæðisstjórnarlán sem bankinn hafði umsjón með og var því verki lokið 1971. Einnig var hannað kerfi fyrir skyldu- sparnað þeirra, sem bjuggu í þéttbýli, þ.e.a.s. kaupstöðum og kauptúnum, en Búnaðarbankinn sá um þá sem bjuggu í sveitum landsins. Landsbankinn sáeinnig um að halda utan um iðgjöld og réttindi ýrnissa sjóðsfélaga í líf- eyrissjóðum og má þar m.a. nefna lífeyrissjóð Dagsbrúnar og Frarn- sóknar. Árið 1981 var svo hannað tölvukerfi fyrir erlend viðskipti fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og árið 1985 voru fyrstu gjaldkerar bankans tengdir á beina línu við tölvukerfi RB. Óhætt er að segja að á þessurn tíma hefur orðið gífurleg breyt- ing á störfum bankamanna svo ekki sé minnst á þjónustu við viðskiptavini bankans. Árið 1886, átta vikunt eftir að bankinn var opnaður, var kvartað yfir honum á Alþingi, að hann lánaði of hægt út seðlana. Þá- verandi Landshöfðingi, Magnús Stephensen svaraði því til að ekki væri hægt að saka hann um að lána of lítið af víxlum, því aðeins einn slíkur hafði borist og hann hafi verið keyptur. Fé bankans hafði gengið eins ört út og landshöfðingi hafði tök á að undirrita seðlana, en sem kunnugt er, þá skrifaði hann á alla seðla eigin hendi. Á þeirn tíma þegar engar tölvur voru notaðar var gífurleg vinna um sérhver áramót við útreikn- ing á vöxtum. Það var byrjað snemma í desember og unnið langt fram eftir á kvöldin þann ntánuðinn svo og í janúar. Á gamlaársdag var iðulega unnið til kl. 17 og byrjað um kl. 10 á nýjársmorgun, en þá var bank- anurn ekki lokað 2. janúar eins og nú er, nema að beri upp á sunnudag. I dag fer starfsfólk strax heim að uppgjöri loknu og erbankinn ekki opnaður afturfyrr en annan virkan dag á nýju ári, þá er staða allra reikninga uppreiknuð úr tölvu- kerfunum. Fyrir viðskiptavini bankans eru þetta einnig mikil þægindi, en áður fyrr fóru þeir fyrst í inn- lánsdeildina, víxladeildina eða í aðrardeildir bankans og á miklum álagsdögunt biðu þeir fyrst í röð hjá þessum deildum og síðan hjá gjaldkera, en nú þurfa þeir aðeins að fara á einn stað. Til gamans má segja frá því, að á fyrstu vikum beinlínutengingar gjaldkeranna komu ýrnis vanda- mál upp og m.a. í eitt skipti varð sambandsrof á rnilli Reiknistofu bankanna og stjórnstöðvar í einu útibúi. Viðskiptavinur nokkur var að leggja inn í sparisjóðs- bókina sína og var gjaldkerinn rétt búinn að slá inn upphæðina, þegar sambandsrof verður. Það tekur ákveðinn tíma að koma sambandinu aftur á og fer að gæta á óþolinmæði hjá viðskipta- vininum, svohann spyrhvað væri eiginlega um að vera. Gjald- kerinn svarar því til "að kikkið sé frosið" og þorði viðskipta- vinurinn ekki að spyrja meira, en bæði hann og gjaldkerinn þurftu síðar að fá skýringar á vanda- málinu. Ýmis þjónusta við viðskiptavini Verksvið bankans hefur breyst ntikið á undanförnum árunt og þjónustan við viðskiptavini orð- in töluverð. Áður fyrr þurfti 11 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.