Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 22
Desember 1993 Að hugsa smátt (en oft) Eftir Tómas Örn Kristinsson Oft er það svo að tölvutækninni er ætlað að leysa öll heimsins vandamál og svo nokkur að auki, svona til að nýta afkastagetuna. Gamla orðtækið: "að sníða sér stakk eftir vexti" virðist gleymast þegar staðið er frammi fyrir tölvuvæðingu stofnana. En það er oft viðeigandi að taka smærri skref og hafa þau þá fleiri. Þetta á sérstaklega við á þeim sviðum þar sem verið er að innleiða nýja vinnuhætti samhliða aukinni tækni. Á Verðbréfaþingi íslands er stunduð starfsemi sem lítt er þekkt nema innan mjög þröngs hóps. Þó að oft hafi verið freist- andi að horfa til landa í grendinni, þá er eins og smásjá hafi verið brugðið yfir þær talnastærðir sem við hér á landi þekkjum, þannig þykja 40 viðskipti á dag í viðskiptakerfi Verðbréfaþings bara dágóður fjöldi viðskipta hér á landi, en í kerfum í grannlöndum okkar er talað um 6.000 og upp í 80.000 viðskipti á dag. Einnig óar mann við upphæðum senr nema hundruðum milljóna króna þegar Verðbréfaþing hefur senni- lega lagt út sem svarar alls 10-12 milljónum króna í vélbúnað og hugbúnað á þessum sjö árum sem það hefur starfað. Viðhorfið til þróunar kerfis þingsins hefur alltaf verið að taka frekar mörg smá skref en fá stór. Þó að það kunni að vera tvíverknaður að smíða sérstakt kerfi hér á landi fyrir viðskipti, sem stunduð eru á áþekkan hátt víða urn veröld, þá er það senni- lega sársaukaminni lausn en sú að kaupa kerfi erlendis frá. En þau þarf síðan að aðlaga að okkar venjum og siðum, t.d. endalausum útreikningum á ávöxtun skuldabréfa að teknu tilliti til verðbólgu og hlutabréfa- viðskiptuin sem fara fram í einnar krónu einingum þar sem "siðmenntaðar þjóðir" versla yfirleitt í einingum sem jafngilda eitthundrað mynteiningum. Ávinningurinn er einfalt kerfi þar sem allir helstu grunnþættir eru til staðar, en lítið unr aðgerðir sem víða styðja við slík kerfi. Þannig hefur verið brugðið á það ráð að forrita utan kerfis nreð skjáhcrmum og töflureikn- um ýmsa þætti kerfisins sem hvort eð er nýtast bara rekstraraðila kerfisins. Með þvf að sníða agnúa af nokkurn veginn jafn- óðunr má sætta notendur við til- tölulega einfaldar lausnir. Séu skrefin smá er liltölulega ódýrt að gera mistök og hægt að leið- rétta nokkurn veginn jafnóðum ef um misstig er að ræða. Þetta gerir framþróun kerfisins einnig mun háðari notendunum, því að þeir setja í raun kúrsinn með hvaða viðbóta er þörf og hvenær fariðeríþær. Þannig hafa komið tímabil þar sem nokkur sátt hefur verið með kerfið og siðan smárn saman byggst upp þörf á breyt- ingum. Viðbrögðin við kröfum notenda verða sennilega hraðari en ella og stundum er um ákveðna tilraunastarfsemi að ræða, þ.a. notandi erí raun aðprófanýjungar á lifandi kerfi stundum nokkrum klukkustundum eftir að hann bað unr þær. Gallarnir við þessa aðferð við uppbyggingu kerfisins eru að stundum tapast forgangsröðun í kerfinu og eytt er vinnu í atriði sem ættu að vera aftar á forgangs- listanum. Yfirsýn tapast og samhæfing á einstökum þáttum er stundum erfið. Einnigerþrýst- ingur á endurbætur stundum svo mikill og víðfeðmur að ekki hefst undan, en það getur svo sem einnig hent stærri kerfi sem þróuð eru í fáunr og stórum ein- ingurn. Stundum þarf að taka af skarið og velja úr nokkur atriði sem hafa forgang og þá eru ekki alltaf allir sáttir. Nú á síðustu tveimur árum hefur orðið bylting í notendaviðmóti flestra tölvunotenda, annarra en þeirra senr vinna beint með viðskiptakerfi Verðbréfaþings. Þarna er auðvitað vitnað til net- og "windows" væðinga sem hafa gjörbreytt tölvuumhverfi flestra fyrirtækja hér á landi. Sem betur fer fyrir Verðbréfaþing fylgir lausn að okkar skapi í kjölfar þessara breytinga, en hún er fólgin í annari byltingu, sem snýr að forritun og tækjum til (frh. á næstu síðu) 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.