Vísir


Vísir - 18.09.1962, Qupperneq 3

Vísir - 18.09.1962, Qupperneq 3
Þriðjudagur 18. september 1962. V'ISIR Móðirin hvetur son sinn til að koma út í öldumar og busla .Hann var tregur í fyrstu en innan skamms var hann farinn að una sér vel í volgu vatninu. / Keisarafjölskylda á baðströnd Fyrir nokkrum dögum birt- ust í Myndsjá Vísis nokkrar myndir er sýndu hörmungar- ástandið í jarðskjálftasvæðinu I Persíu. Nú ætlum við aftur að skreppa austur í Persíu, en að þessu sinni birtast hér myndir teknar á baðströnd við Kaspía- hafið, sem sýna keisarafjöl- skylduna að leik á ströndinni. Þetta er lftil fjölskylda, en ham ingjusöm, þó skugga hafi brugð ið á gleði hennar vegna eyðing- ar þeirrar og tjóns, sem skall yfir landið. ★ Ljósgeislinn í lífi keisarahjón anna er hinn tveggja ára gamli sonur þeirra sem sést á mynd- inni. Var það föður hans mikið gleðiefni þegar hann eignaðist son og gaf þjóð sinni þannig ríkiserfingja. En nú eiga þau von á öðru barni. Hér leiðast faðir og sonur út í -öldurnar og alltaf er betra og öruggara að halda í hendina á pabba. Þó hinn tveggja ára drengur sé ríkiserfingi er e. t. v. vafasamt að hann verði nokkumtíma þjóðhöfðingi í landi sínu. Framtíðin er ótrygg tilraunir hafa verið gerðar til að steypa keisaranum úr stóli. Rfkiserfinginn heitir Rezá Ciro og skemmti hann sér við að vaða í hlýjum öldum Kaspia hafsins og fara f ýmsa leiki á ströndinni, svo sem að sparka fótbolta. Myndirnar eru teknar á baðströnd f bænum Ramsar, sem er örskammt frá rússnesku landamærunum. Fer keisarinn oft þangað til að hvila sig og flýgur flugvél hans um tfma meðfram landamærunum. Gæti það farið illa, ef flugvélin villt- ist og yrði að lenda handan landamæranna, því að Rússar eru engir vinir Persakeisara. Era strangar varúðarráðstaf- anir við hafðar, hvar sem Persa keisari er á ferð. Áður en hann kom fram á baðströndina, þar sem myndimar vora teknar komu öryggisverðir fram og báðu alla baðgesti á ströndinni að hafa sig á brott. Farah Dibah drottning faðmar hinn tveggja ára son sinn að sér. Þegar hún eignaðist son var staða hennar sem drottn- ingar tryggð. Keisarahjónin horfa á son sinn í boltaleik á ströndinni. Þau ala barn sitt upp eftir nútíma uppeldisaðferðum, en hætt er þó við að drengurinn verði stundum einmana, því að hann á ekki marga Ieikfélaga.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.