Vísir - 18.09.1962, Side 4

Vísir - 18.09.1962, Side 4
4 'SIR Þriðjudagur 18. september 1962. Að undaförnu hafa dvalizt hér tveir viðskiptafræðinemar og einn viðskiptafræðingur frá Evrópulöndum, á vegum Félags viðskiptafræðinema. Er þar um að ræða pilta' frá Austurríki og Svfþjóð og stúlku frá Finnlandi og hafa þau unnið hér í bönkutn um nokkum tíma. Félag viðskiptafræðinema gerðist í fyrra meðlimur í al- þjóðasambandi slíkra félaga. Er einn þáttur í starfsemi sam- bandsins að félag í einu landi útvegar vinnu fyrir erlenda stúdenta í sínu landi og er í staðinn veitt vinna fyrir stúd- enta erlendis. Starfsemi þessi hófst fyrir strið, en komst fyrst verulega á rekspöl árin 1947 — 8. Hafa slík skipti verið tíðkuð mikið að undanförnu. en Islendingar hafa ekki tekið þátt í þeim fyrr en í fyrra .þegar einn stúd- ent héðan fór til útlanda. Núna eru tveir íslenzkir stúdentar er- lendis í slíkum skiptum. Starfsemi þessi fer þannig fram að árlega er haldið þing, þar sem koma fulltrúar frá öll- um þátttökulöndum og skiptast á atvinnutilboðum. Meðlimir í sambandinu eru öll Vestur-Evrópurfkin, auk Júgóslavíu og Póllands. Canada og Bandaríkin eru einnig með- Margit Mannström. — Það er ósköp leiðinlegt, að þær skuli svona margar vera í svörtum sokkum. .1 Austurríki er kvenfólk aldrei í svörtum sokkum nema einhver í fjöl- skyldunni hafi dáið nýlega. Mér finnst það líka einkennilegt, að sjá kvenfólk á almannafæri með krullupinna í hárinu. Annars hefur mér virzt það mjög áber- andi tilhneiging hér, að bræður eigi fallegar systur. — Hverju myndir þú helzt breyta á íslandi, ef þú mættir ráða? — íslenzkri matreiðslu. Ég vil taka það fram, að þetta er byggt á reynslu minni af ódýr- ari matsölustöðum borgarinnar. Þar er sjaldan hægt að fá ann- að en lambakjöt og fisk. „Éins og heimo hjó mér" Gert Blomén nefnist hár og myndarlegur Svíi frá Smálönd- um. Hann hefur gengið í Hand- elshögskolan f Stokkhólmi í þrjú ár og á eitt eftir. — Hvað hefur þú áhuga fyrir að gera að námi loknu? — Ég hef mestan áhuga á þjóðhagfræði og vil helzt fara að vinna í banka. Þar eru lang beztu skilyrðin til að kynna sér hana. — Hvar vinnur þú hér? — Ég vinn í hagfræðideild að ég heyrði einhvern nota orð- ið „truntur“ um þá, sem mér skilst að sé ekkert hrós. — Hefurðu lært mikið í ís- lenzku? v — Þeir segja í bankanum að ég skilji of mikið. Ég gizka oftast á, en ég veit ekki hvort það er rétt. Ég kann þó að segja: „Þjónn, má ég fá einn kóníak". SCvenfólkið með krullupinnn Herwig Paul Biirger er ausí- urrískur, ættaður frá smábæ nálægt ítölsku landamærunum, syðst í Austurríki. Hann gekk í Hochschule fiir Welthandel í Vfn og lauk þaðan prófi í við- skiptafræði í vor. — Hvað hyggst þú fyrir þeg- ar þú kefnur heim? — Fyrst þarf ég að fara í herinn í níu mánuði og síðan býst ég við að fara í tveggja ára framhaldsnám. Ég hef hugs að mér að gerast svo kennari. Forfeður mínir hafa allir verið kennarar, svo þetta er í blóð- inu, í það minnsta hef ég eng- an áhuga fyrir að fara út í viðskiptalífið. Það er fremur illa borgað að kenna, en það langar mig samt að gera. — Hefur þú unnið víða ann- ars staðar en hér? — Fyrst fór ég að vinna Herwig Paul Burgcr. nna Ky limir og nokkur Suður-Ame- ríku ríki. Skipti þessi eru talin hafa gefið góða raun. Þau eru að því leyti ólík flestum öðrum stúdentaskiptum, að stúdent- amir verða að borga sjálfir far- gjöld og uppihald. Þeir eru að- stoðaðir við að útvega sér her- bergi, en það er öll aðstoðin sem þeir fá. Árangur skiptanna er nú að byrja að koma í Ijós, þar sem þeir fyrstu sem not- færðu sér þau eru að komast f ábyrgðarstöður. Ber þeim saman um að þeir hafi haft af kynningunni hið mesta gagn. Óvíða mun vera meiri þörf fyrir viðskiptafræðinema að kynnast erlendum staðháttum en hér á landi, þar sem allt er hér svo smátt og oft með öðr- um hætti en erlendis. Við hittum nýlega að máli þessa þrjá stúdenta, sem hér hafa verið í sumar. Má ég fá einn koníak Við hittum fyrst aö máli Margit Mannström, sem er frá Helsinki, 22ja ára gömul og stundar nám við Svenska Hand- elshögskolen þar í borg. Hún er víðförul mjög, hefur ferðazt um alla Vestur-Evrópu og dval- izt eitt ár í París. Hún hefur stundað viðskiptafræði i tvö ár og á eitt eftir. — Hvað hefur þú verið hér lengi? Ég er búin að vera í þrjár vikur og verð til 8. september. — Hvar hefur þú unnið hér? — Ég hef unnið í ábyrgðar- deild Útvegsbankans. Þar hef ég unnið við vélritun síðan ég kom. Ég hef skrifað bréf á út- lendum málum og einnig á ís- lenzku. Þá nota ég fyrirmyndir. Mér líkar það vel, því að ég læri orð á þvi. — Vinna finnskir stúdentar yfirleitt á sumrin? - Flestir gera það. Margir vinna á skrifstofum, en aðrir vinna útivinnu. Ég hef til dæm- is einu sinni unnið í kirkju- garði ekki þó við að taka graf- ir. — Varstu nokkuð hrædd við drauga þar? — Ég hef aldrei hugsað um drauga fyrr en ég kom til íslands. Hér hef ég heyrt mjög mikið talað um þá. Ég hef gaman af draugasögum og lang- ar til að eignast einhverjar bæk ur með þeim áður en ég fer héðan. — Hefurðu unnið áður í banka? Ég var eitt sumar í banka í Finnlandi. Það er ósköp líkt og hér. Þeim finnst ekki hægt að nota kvenfólk til neins ann- ars én að vélrita. — Hefurðu kunnað vel við þig hér? — Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Ég hef ferðazt mikið. Ég fór fyrir nokkrum dögum á hestbak í fyrsta skipti og fannst það ógurlega spenn- andi. Ég held að hestarnir hafi ekki verið neinir gæðingar, því þegar ég var 14 ára gamall og vann þá við skógarhögg. Síðan hef ég gert allt mögulegt, t. d. Gert Blomén. unnið í þrjú sumur f mjólkur- búi. Síðasta ár vann ég svo í Finnlandi. — Hvað gerir þú hér? — Ég vinn hjá Framkvæmda bankanum, eða öllu heldur hjá Efnahagsstofnuninni. Hún hafði ekki verið stofnuð þegar ég var ráðinn. Ég held nú samt að hún hafi ekki verið stofnuð til að veita mér vinnu. Annars er þetta fremur nám fyrir mig en vinna. Ég er að vinna að rann- sókn á samgöngum á íslandi, sér í lagi flugsamgöngum. Ég á svo að gefa skýrslu um þetta áður en ég fer. Þetta er ein- mitt í minni sérgrein. — Er ekki erfitt að kunna ekki málið? — Það er mjög erfitt. Þó er það enn erfiðara hvað lítið er til af skýrslum til að styðjast við og þær. sem til eru, erii yfirleitt gamlar. Ég vona nú að fá við- tal við Flugráð og forráðamenn flugfélaganna. Það getur orðið til mikillar hjálpar. Það, sem mér finnst einkennilegast, er, hvernig þeir fara að því að reka flugfélögin með svo góðri út- komu, sem raun ber vitni. — Hvernig lízt þér á landið? — Það er mér mjög fram- andi, vegna þess að það eru engin tré. Auk þess finnst mér sumarið of kalt. Ég vil heldur hafa mikinn hita á sumrin og kulda á veturna, sem þið hafið ekki, að því er mér skilst. Tutt- ugu stiga frost er ekki óalgengt heima hjá mér. — Hvernig lízt þér á íslenzka kvenfólkið? Seðlabankans við að reikna út gjaldeyri og fleira. Auk þess gefst mér oft tími til að vinna að rannsókn á banka og lána- kerfi ykkar. Ég ætla að skrifa ritgerð um það’í skólanum. Auk þess er ég að vinna að korti yfir allar hafnir á Is- landi og gera rannsókn á um- ferð um þær og hvað þær geta tekið af skipum o. s. frv. Mér var falið þetta af sænskum dó- sent, sem er að skrifa bók um hafnir í öllum heiminum. — Hvernig lízt þér á efna- hagsástandið hér? ‘ — Síðustu tvö árin hafa ver- ið mikill framfaratími á sviði fjármála hér. Ég erviss um að þið hafið tekið rétta stefnu £ fjármálum. — Hefurðu ferðazt mikið? — Ég er búinn að fara I Eld- gjá, til Akureyrar og að Mý- vatni, og að sjálfsögðu að Gull- fossi og Geysi. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Geysi. Hann er lítið annað en nafnið nú orðið. — Hefurðu skemmt þér mik- ið hér? — Ég hef farið þó nokkuð á skemmtistaðina. Mér finnst sérlega gaman að skemmta mér með Islendingum. — Kemur þér ekki margt ein kennilega fyrir sjónir hér sem útlendingi? — Mér hefur aldrei fundizt ég vera útlendingur hér. Það er svo margt, sem er sameiginlegt með Svíum og íslendingum, að ég var strax eins og ég væri heima hjá mér.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.